8000 lítra Garðtjörn í Mosfellsbæ
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
8000 lítra Garðtjörn í Mosfellsbæ
Hæ, datt í hug að segja svolítið frá tjörninni minni og sýna ykkur nokkrar myndir í leiðinni.
Þökk sé góðu fólki á amerískum og enskum spjallrásum, þá gat ég náð mér í góða þekkingu með því að spyrja og lesa og læra ..
Svona leit garðurinn minn út í Mars fyrir ári síðan, þegar ég keypti hérna.
Myndin sýnir "tómleikann" greinilega, en ég sá strax möguleikana
Ég flutti í Júní og hafði því 3 mánuði til að undirbúa mig og skipuleggja.
Ákvað að byrja á tjörninni og hanna síðan garðinn í kringum hana.
Byrjaði á því að teikna í "Photo-Shop" útlínurnar
Ég flutti í endaðan Maí á afmælisdeginum mínum og hefði satt að segja ekki getað fengið betri afmælisgjöf..
Áður en ég kláraði að taka upp úr kössunum og koma mér fyrir, þá byrjaði ég á tjörninni
Hreinlega gat ekki beðið! Fiskarnir mínir sem voru í gömlu tjörninni þar sem ég bjó áður, voru í 100 lítra plastkassa úr Rúmfó, ég var hrædd um að þeim myndi ekki líða vel þar en komst að því að þeir höfðu það fínt í þessar 2 vikur þar sem ég skipti daglega um 20% af vatninu.
Þið getið séð ílátið á næstu mynd, þetta er þegar ég (loksins) byrjaði að grafa!
..og svo "nokkrum" skóflum seinna
Ég var svo hissa á því að í jarðveginum eru nánast ekkert grjót og moldin er jafnvel betri en sú sem seld er í Gróðrarstöðvunum, svo að það var auðvelt að moka henni þar sem moldin er laus í sér.
..Og já, ég gerði þetta allt sjálf með eigin höndum og skóflum - fékk jú smá hjálp í byrjun við að fjarlægja efsta lagið þ.e. grasþökurnar. Næsta mynd er tekin þegar ég var langt komin að grafa.......
Tjörnin er 80cm þar sem hún er dýpst, 30cm á grunnu svæðunum.
Horft á móti húsinu - tjörnin er í laginu eins og talan 8, næst okkur á myndinni er leirtjörnin en næst húsinu er vatnalilju & fiskatjörnin. Á milli yfir mjóa hlutann kemur svo brú og fiskarnir geta synt fram og aftur...
Jahérna, við að útbúa þennan þráð/póst þá rifjast upp minningarnar við að horfa á myndirnar - það rigndi nánast hvern einasta dag í Júní í fyrra og jarðvegurinn var mjög blautur allan tímann.
Allar plönturnar voru geymdar upp við hús í plastpokum. Satt að segja þá rigndi svo mikið að ég þurfti ekki einu sinni að vökva þær, ekki einu sinni vatnaliljurnar!
..reyndar þá druknuðu næstum nokkrar af garðplöntunum, Eplatréð varð aumingjalegt um tíma þar til að ég gerði göt á plastpokann.
.. næsta mynd sýnir nokkrar af tjarnarplöntunum
Þær lifðu allar af
Hérna er ég að breiða úr undirlaginu/ einangrun. Þetta eru fjórar plastyfirbreiðslur úr Europris ætlaðar fyrir báta o.þ.h. hentar mjög vel þar sem ekkert grjót er í jarðveginum, bara mjúk mold.
Tjarnardúkurinn kominn! Keypti hann á gosbrunnar.is
Það tók mjög langan tíma að breiða úr dúknum því hann er ótrúlega þungur og mikil vinna að laga dúkinn að óreglulegri tjörninni
Dagur 3, byrjuð að fylla tjörnina (með öndina í hálsinum)
var ég búin að nefna að dúkurinn er 11 metr langur og 4 metra breiður..
Tjörnin er 9 metra löng og meðal breidd ca. 1,50
Ég notaði mold úr garðinum í leirtjörnina
Það tók næstum 6 klukkustundir að fylla tjörnina, hún rúmar um 8000 lítra.
Þessi unga dama fylgdist með hverri hreyfingu, hún var mjög ströng og ákveðin, skipaði mér þó að taka pásur af og hverju og sýna henni jafn mikla athygli og skóflunni & mold hehe
Þessi prinsessa var of fín með sig til að taka þátt í fjörinu - hún hélt sig inni eða í garðinum hjá nágrannanum á meðan, greinilega stórhneyksluð á mér að rústa garðinum .. og trúið mér, garðurinn var í rúst! Leðja allstaðar og ég var í gúmmístígvélum allan tímann..
Eplatréð fór að blómstra - þó að það væri enn í plastpokanum upp við húsvegg
Á næstu mynd er ég byrjuð að setja grasþökur á tjarnarbakkana
..á meðan voru fiskarnir í plastílátinu, biðu spenntir eftir að kanna nýju heimkynnin
Ég notaði afganginn af torfinu til að búa til brekku fyrir lækinn og "fossana", ég er búin að breyta nokkrum sinnum eftir að þessi mynd var tekin, en fuglahúsið stendur samt enn ofan á "Skippy" hreinsibúrinu.
"Skippy er 120 litra ruslatunna fyllt með grófum gólfhreinsipúðum sem ég klippti í óreglulegar stærðir.
Plönturnar komnar í tjörnina, kringlótta svarta fyrirbærið er svokallaður Skimmer.
Séð út úr eldhúsglugganum - my favorite view
Hérna er ég byrjuð að koma fyrir möl og steinum - ég fór í fyrirtæki upp á höfða sem selur möl & grjót og hand tíndi hvern einasta stein og grjót í næstum 2 tíma! Náungarnir sem vinna þar héldu greinilega að ég væri klikkuð því að ég hlóð heilu tonni í Volvo sedan!
-já, rétt lesið, heilu tonni af grjóti og möl-
ég hlýt að vera bjáni að gera svona lagað, en bíllinn lifði af (haha)
Takið eftir því að það rignir næstum stanslaust, jarðvegurinn í garðinum er nú orðinn að mýri..
Brúin og garðbekkurinn komið á sinn stað..
Þessi mynd sýnir tjarnardúkinn og undirlagið
Hófsóleyin á myndinni var búin að blómstra áður en hún náði í tjörnina .
Vatnið flæðir og ég hélt áfram að gróðursetja
Tjarnar pumpan er Oase Aquamax 8000, sem liggur á tjarnarbotninum og dregur vatn þaðan og úr "Skimmer" sem fleytir af vatninu.
Loksins, eftir tvær vikur í plastkassanum fóur fiskarnir í tjörnina
..og það hélt áfram að RIGNA
Ég viðurkenni fúslega að þetta var mikil vinna og þvilíkt púl, en maður á aldrei að vanmeta sjálfan sig - ef að ég get gert þetta á 2 vikum þá getið þið það svo sannarlega líka!
..og bakið mitt lifði satt að segja af..
Garðurinn er ástæðan fyrir að ég keypti þetta heimili. Ég fann sterka þörf fyrir að útbúa mitt eigið athvarf á eigin lóð.
Hvað um það, tilbaka í Vatnagarðinn..
Júlí kom og sólardagar urðu loksins fleiri en rigningardagar!
ég hélt áfram að planta, jafnaði lóðina og sáði grasfræjum - ég ákvað að hafa frekar gras á tjarnarbakkanum en grjót og steina því að garðurinn er frekar lítill ..
en hinum megin við tjörnina hafði ég steina og grjót á tjarnarbakkanum, á næstu mynd sjáið þið "yours truly" að hlaða grjóti sem ég náði í niðri í fjöru.
..í þetta sinn fór ég tvær ferðir í staðinn fyrir eina (roðn) OG fékk hjálp frá vinkonu minni sem tók myndina
Næsta dag byrjaði ég að útbúa tjarnarbakkann..
séð yfir tilbúinn tjarnarbakkann - horft yfir í garð nágrannans.
Heba Isabel þreyttist á að horfa á mig og ákvað að það væri kominn tími á smá lúr - English Bulldog þarf mikla hvíld! hehe
Fuchsia byrjaði að blómstra
Og vatnaliljurnar sendu upp ný blöð nánast daglega - enn sem komið er á ég bara fjórar tegundir
Síðan tók ég brúna af til að bera á hana og notaði tækifærið til að smella mynd af allri tjörninni / báðum tjörnunum..
"Voff, þetta er miklu betra"
Nú, hvað ert þú og nágranninn að gera núna??
Við ákváðum að setja upp girðingu í kringum garðana okkar
urrgh, þið eruð snarbiðuð! Ég er útkeyrð..
Mummy, hlustaðu ekki á þessa feitu lötu tík!
Mér finnst það frábært framtak að loka garðinum og veita okkur meira prívat - og skýla garðinum frá rokinu -Mjá..
Næstu myndir tók ég tveim vikum seinna
Myndir af læknum
Séð frá hlið
Leirtjörnin
Horft í átt að húsinu - eins og sjá má er garðurinn frekar lítill, en hann er nógu stór fyrir eina klikkaða konu, hundinn hennar og köttinn líka..
Þökk sé góðu fólki á amerískum og enskum spjallrásum, þá gat ég náð mér í góða þekkingu með því að spyrja og lesa og læra ..
Svona leit garðurinn minn út í Mars fyrir ári síðan, þegar ég keypti hérna.
Myndin sýnir "tómleikann" greinilega, en ég sá strax möguleikana
Ég flutti í Júní og hafði því 3 mánuði til að undirbúa mig og skipuleggja.
Ákvað að byrja á tjörninni og hanna síðan garðinn í kringum hana.
Byrjaði á því að teikna í "Photo-Shop" útlínurnar
Ég flutti í endaðan Maí á afmælisdeginum mínum og hefði satt að segja ekki getað fengið betri afmælisgjöf..
Áður en ég kláraði að taka upp úr kössunum og koma mér fyrir, þá byrjaði ég á tjörninni
Hreinlega gat ekki beðið! Fiskarnir mínir sem voru í gömlu tjörninni þar sem ég bjó áður, voru í 100 lítra plastkassa úr Rúmfó, ég var hrædd um að þeim myndi ekki líða vel þar en komst að því að þeir höfðu það fínt í þessar 2 vikur þar sem ég skipti daglega um 20% af vatninu.
Þið getið séð ílátið á næstu mynd, þetta er þegar ég (loksins) byrjaði að grafa!
..og svo "nokkrum" skóflum seinna
Ég var svo hissa á því að í jarðveginum eru nánast ekkert grjót og moldin er jafnvel betri en sú sem seld er í Gróðrarstöðvunum, svo að það var auðvelt að moka henni þar sem moldin er laus í sér.
..Og já, ég gerði þetta allt sjálf með eigin höndum og skóflum - fékk jú smá hjálp í byrjun við að fjarlægja efsta lagið þ.e. grasþökurnar. Næsta mynd er tekin þegar ég var langt komin að grafa.......
Tjörnin er 80cm þar sem hún er dýpst, 30cm á grunnu svæðunum.
Horft á móti húsinu - tjörnin er í laginu eins og talan 8, næst okkur á myndinni er leirtjörnin en næst húsinu er vatnalilju & fiskatjörnin. Á milli yfir mjóa hlutann kemur svo brú og fiskarnir geta synt fram og aftur...
Jahérna, við að útbúa þennan þráð/póst þá rifjast upp minningarnar við að horfa á myndirnar - það rigndi nánast hvern einasta dag í Júní í fyrra og jarðvegurinn var mjög blautur allan tímann.
Allar plönturnar voru geymdar upp við hús í plastpokum. Satt að segja þá rigndi svo mikið að ég þurfti ekki einu sinni að vökva þær, ekki einu sinni vatnaliljurnar!
..reyndar þá druknuðu næstum nokkrar af garðplöntunum, Eplatréð varð aumingjalegt um tíma þar til að ég gerði göt á plastpokann.
.. næsta mynd sýnir nokkrar af tjarnarplöntunum
Þær lifðu allar af
Hérna er ég að breiða úr undirlaginu/ einangrun. Þetta eru fjórar plastyfirbreiðslur úr Europris ætlaðar fyrir báta o.þ.h. hentar mjög vel þar sem ekkert grjót er í jarðveginum, bara mjúk mold.
Tjarnardúkurinn kominn! Keypti hann á gosbrunnar.is
Það tók mjög langan tíma að breiða úr dúknum því hann er ótrúlega þungur og mikil vinna að laga dúkinn að óreglulegri tjörninni
Dagur 3, byrjuð að fylla tjörnina (með öndina í hálsinum)
var ég búin að nefna að dúkurinn er 11 metr langur og 4 metra breiður..
Tjörnin er 9 metra löng og meðal breidd ca. 1,50
Ég notaði mold úr garðinum í leirtjörnina
Það tók næstum 6 klukkustundir að fylla tjörnina, hún rúmar um 8000 lítra.
Þessi unga dama fylgdist með hverri hreyfingu, hún var mjög ströng og ákveðin, skipaði mér þó að taka pásur af og hverju og sýna henni jafn mikla athygli og skóflunni & mold hehe
Þessi prinsessa var of fín með sig til að taka þátt í fjörinu - hún hélt sig inni eða í garðinum hjá nágrannanum á meðan, greinilega stórhneyksluð á mér að rústa garðinum .. og trúið mér, garðurinn var í rúst! Leðja allstaðar og ég var í gúmmístígvélum allan tímann..
Eplatréð fór að blómstra - þó að það væri enn í plastpokanum upp við húsvegg
Á næstu mynd er ég byrjuð að setja grasþökur á tjarnarbakkana
..á meðan voru fiskarnir í plastílátinu, biðu spenntir eftir að kanna nýju heimkynnin
Ég notaði afganginn af torfinu til að búa til brekku fyrir lækinn og "fossana", ég er búin að breyta nokkrum sinnum eftir að þessi mynd var tekin, en fuglahúsið stendur samt enn ofan á "Skippy" hreinsibúrinu.
"Skippy er 120 litra ruslatunna fyllt með grófum gólfhreinsipúðum sem ég klippti í óreglulegar stærðir.
Plönturnar komnar í tjörnina, kringlótta svarta fyrirbærið er svokallaður Skimmer.
Séð út úr eldhúsglugganum - my favorite view
Hérna er ég byrjuð að koma fyrir möl og steinum - ég fór í fyrirtæki upp á höfða sem selur möl & grjót og hand tíndi hvern einasta stein og grjót í næstum 2 tíma! Náungarnir sem vinna þar héldu greinilega að ég væri klikkuð því að ég hlóð heilu tonni í Volvo sedan!
-já, rétt lesið, heilu tonni af grjóti og möl-
ég hlýt að vera bjáni að gera svona lagað, en bíllinn lifði af (haha)
Takið eftir því að það rignir næstum stanslaust, jarðvegurinn í garðinum er nú orðinn að mýri..
Brúin og garðbekkurinn komið á sinn stað..
Þessi mynd sýnir tjarnardúkinn og undirlagið
Hófsóleyin á myndinni var búin að blómstra áður en hún náði í tjörnina .
Vatnið flæðir og ég hélt áfram að gróðursetja
Tjarnar pumpan er Oase Aquamax 8000, sem liggur á tjarnarbotninum og dregur vatn þaðan og úr "Skimmer" sem fleytir af vatninu.
Loksins, eftir tvær vikur í plastkassanum fóur fiskarnir í tjörnina
..og það hélt áfram að RIGNA
Ég viðurkenni fúslega að þetta var mikil vinna og þvilíkt púl, en maður á aldrei að vanmeta sjálfan sig - ef að ég get gert þetta á 2 vikum þá getið þið það svo sannarlega líka!
..og bakið mitt lifði satt að segja af..
Garðurinn er ástæðan fyrir að ég keypti þetta heimili. Ég fann sterka þörf fyrir að útbúa mitt eigið athvarf á eigin lóð.
Hvað um það, tilbaka í Vatnagarðinn..
Júlí kom og sólardagar urðu loksins fleiri en rigningardagar!
ég hélt áfram að planta, jafnaði lóðina og sáði grasfræjum - ég ákvað að hafa frekar gras á tjarnarbakkanum en grjót og steina því að garðurinn er frekar lítill ..
en hinum megin við tjörnina hafði ég steina og grjót á tjarnarbakkanum, á næstu mynd sjáið þið "yours truly" að hlaða grjóti sem ég náði í niðri í fjöru.
..í þetta sinn fór ég tvær ferðir í staðinn fyrir eina (roðn) OG fékk hjálp frá vinkonu minni sem tók myndina
Næsta dag byrjaði ég að útbúa tjarnarbakkann..
séð yfir tilbúinn tjarnarbakkann - horft yfir í garð nágrannans.
Heba Isabel þreyttist á að horfa á mig og ákvað að það væri kominn tími á smá lúr - English Bulldog þarf mikla hvíld! hehe
Fuchsia byrjaði að blómstra
Og vatnaliljurnar sendu upp ný blöð nánast daglega - enn sem komið er á ég bara fjórar tegundir
Síðan tók ég brúna af til að bera á hana og notaði tækifærið til að smella mynd af allri tjörninni / báðum tjörnunum..
"Voff, þetta er miklu betra"
Nú, hvað ert þú og nágranninn að gera núna??
Við ákváðum að setja upp girðingu í kringum garðana okkar
urrgh, þið eruð snarbiðuð! Ég er útkeyrð..
Mummy, hlustaðu ekki á þessa feitu lötu tík!
Mér finnst það frábært framtak að loka garðinum og veita okkur meira prívat - og skýla garðinum frá rokinu -Mjá..
Næstu myndir tók ég tveim vikum seinna
Myndir af læknum
Séð frá hlið
Leirtjörnin
Horft í átt að húsinu - eins og sjá má er garðurinn frekar lítill, en hann er nógu stór fyrir eina klikkaða konu, hundinn hennar og köttinn líka..
Last edited by Kristín F. on 21 May 2007, 22:50, edited 1 time in total.
- Herra Plexý
- Posts: 208
- Joined: 11 Jan 2007, 13:17
- Location: Vogar.
- Contact:
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
OMG!
Takk-takk kærlega fyrir hrósið öll sömul!
Herra Plexy; alveg sjálfsagt að gefa þér og ykkur öllum ráðgjöf.
-það vill þannig til að ég hef stúderað tjarnargerð og lífríkið í nokkur ár, hef verið á erlendum spjallrásum með áhugafólki um vatnagarða, tjarnir og lífríkið, þar hef ég kynnst yndislegu óeigingjörnu fólki sem hefur af stakri þolinmæði kennt mér og öðrum nýbyrjendum ...
Þetta er ekkert ólíkt því að læra um Fiskabúr og sjávarbúr, það tekur tíma og þolinmæði..
Barri og Vargur; Tjörnin er lokuð og ekkert sírennsli. Því að við búum í köldu loftslagi og til að hitastig vatnsins geti haldið lofthita finnst mér ómögulegt að hafa sírennsli þó lítið væri, einnig vegna þess að ef sírennsli er þá nær vatnið ekki jafnvægi eins og æslilegt er. Þetta er svipað og ef sírennsli væri í fiskabúri, þá næði ekki nitrit að breytast í nitrat til að mynda "góðu bakteríurnar" sem eru svo mikilvægar fyrir síurnar .... o.s.frv.
Í Júlí og Ágúst getur hitastigið í vatninu náð allt að 20°C sem er æskilegt til að Vatnaliljurnar nái að blómstra
Það er mjög mikilvægt að tjörnin sé það stór og djúp að hitastig vatnsins sveiflist ekki mikið með lofthita, til að lífríkið sé stöðugra.
Mér skilst að margir veiti hitaveituvatni í tjarnir, en mér finnst það alger óþarfi - OG það verður vond lykt af öllu saman, einnig þrífast ekki allar örverur í hitaveituvatni, ekki heldur allur gróður..
-OG, vatnið getur orðið krystallstært hjá mér, en það gerist ekki ef notað er hitaveituvatn
Fiskarnir eru Japanskir, Koi-Carp af tegundunum; Kohaku, Ogon og einn Longfin Butterfly Koi.
Gullfiskar af tegundunum; Comet Shubunkin, Bristol Shubunkin, Comet Sarassa og Classic Comet.
Þessir fiskar þola vel kulda, þeir eru í tjörninni allt árið. Á veturna híma þeir niðri við botninn og fá ekkert að éta þegar hitinn í vatninu fer niður fyrir 10°C. Ástæðan er sú, að það er hætt við því að þeir nái ekki að melta fóðrið (þó að það sé "Easy-Digest" eða Cheerios) og að fóðrið rotni þá innan í þeim og drepi þá .. mér finnst alltof vænt um þessi krútt til að taka svoleiðis áhættur
-þeir fá próteinríkt fóður yfir sumarmánuðina, safna orkuforða og verða feitir fyrir veturinn. Það er með ólíkindum hvað Koi-fiskar geta verið gæfir, hreinlega éta úr höndunum á manni. Gullfiskarnir eru varkárari, það er sjaldgæft að þeir verði eins gæfir og Koi. En Comet er harðgerðari fiskur og verður ekki eins stór.
Þetta er mjög svipað og með fiskabúrin inni - eini munurinn er sá að þetta "fiskabúr" er utandyra og töluvert stærra, en hugsunin er í raun sú sama.
Í fiskabúrum höfum við hitara til að halda réttu hitastigi, en það þarf ekki í tjarnir. Ástæðan er sú að fiskarnir og plönturnar í tjörnum eru tegundir sem þola kalt vatn og íslenska vetur.
Því eru mörg atriði sem þarf að huga að eftir árstíðum, Sumar, Vetur, Vor og Haust..
Á vorin er um að gera að umpotta, skipta gróðri og grisja ef þarf.
Vatnaliljurnar þarf að umpotta u.þ.b. 3ja hvert ár. Þá er hægt að skipta rótinni (rhizome) þannig að úr verða 2 eða fleiri plöntur
-einnig er æskilegt að skipta um 20% af vatninu, það þarf að þrífa allar síur og dæluna, setja síðan í gang og bíða eftir að bakteriuflóra Móðir Náttúru taki við ..
Á sumrin er aðalmálið að njóta! Góna á herlegheitin og emja af velþóknum! -og jú, það þarf að hreinsa úr síum og dúllast og svona.
-það sem kemur mest skemmtilega á óvart er, að stór tjörn þar mjög lítið viðhald.
Á haustin þarf að breiða net yfir tjörnina ef að tré eru nálægt. Þetta er til að hindra að laufin falli í vatnið og rotni í tjörninni.
-en fyrst þarf að klippa niður allan tjarnargróður, líka vatnaliljurnar .. það er MJÖG mikilvægt að fjarlægja sem mest af öllum rotnandi gróðri og laufblöðum til að það mengi ekki vatnið.
-þá er líka rétti tíminn til að yfirfara tjarnarbúnaðinn, þ.e. dæluna, síurnar, slöngur og lagnir .. og laga ef með þarf svo að allt sé tilbúið þegar fer að hlýna aftur í Mars/Apríl.
Á veturna þarf að passa að hafa opna vök á tjörninni þegar tjörnin verður ísilögð.
-þetta er MJÖG MIKILVÆGT til að loftskipti geti átt sér stað í vatninu. Fiskarnir híma niður við botn í dýpsta hluta tjarnarinnar - þar er reyndar oft 3-4°C stöðugur hiti allan veturinn þó að þykkur ís myndist á yfirborðinu.
-ef að ekki er opin vök á ísnum, þá kemst ekki súrefni í vatnið og lofttegundir frá rotnandi gróðri komast ekki út - Fiskarnir drepast og mikið af gróðrinum líka. Svo ekki sé minnst á örverur og smáverur sem eru í dvala.
Barri, þú spurðir um plönturnar.
-Well, það er þvílíkt erfitt að nálgast fjölbreytt úrval hérna á Íslandi. Blómaval og Garðheimar hafa undanfarin ár haft til sölu Vatnaliljur og svolítið úrval af öðrum gróðri.
-en veistu hvað, ég hef hreinlega farið í íslenska náttúru og leitað að hentugum plöntum. Ef þú leitar við villtar tjarnir og við læki, þá finnurðu t.d. Hófsóley sem er mjög falleg og blómstrar gulum blómum snemma sumars.
Einnig eru alls konar sef og randagras sem vaxa í votlendi og henta vel.
EN það þarf að gæta vel að því að plantan sé ekki "invasive", þ.e. vaxi ekki það hratt að ræturnar séu búnar að yfirtaka alla tjörnina áður en maður snýr sér við ..
Einnig er Íris "nauðsynleg" í fallega tjörn, þær fást t.d. í gróðrarstöðinni á Dalvegi í Kópavogi (man ekki hvað heitir) en þar er gott úrval að vatnagróðri.
-Síberíu Íris er hávaxin og blómstrar gulum blómum, þessi sem er í Laugardalnum við tjarnirnar þar. Mannhæðarhá og glæsileg
Vona að þetta raus komi að einhverjum notum - en ég er svo glöð að sjá viðbrögðin ykkar að ég hlakka til að spjalla við ykkur í framtíðinni
...og endilega ekki hika við að spyrja, sama hvað. Mér fannst ég oft spyrja Ameríkanana kjánalegra spurninga - en komst svo fljótt að því að allir velta því sama fyrir sér
Takk-takk kærlega fyrir hrósið öll sömul!
Herra Plexy; alveg sjálfsagt að gefa þér og ykkur öllum ráðgjöf.
-það vill þannig til að ég hef stúderað tjarnargerð og lífríkið í nokkur ár, hef verið á erlendum spjallrásum með áhugafólki um vatnagarða, tjarnir og lífríkið, þar hef ég kynnst yndislegu óeigingjörnu fólki sem hefur af stakri þolinmæði kennt mér og öðrum nýbyrjendum ...
Þetta er ekkert ólíkt því að læra um Fiskabúr og sjávarbúr, það tekur tíma og þolinmæði..
Barri og Vargur; Tjörnin er lokuð og ekkert sírennsli. Því að við búum í köldu loftslagi og til að hitastig vatnsins geti haldið lofthita finnst mér ómögulegt að hafa sírennsli þó lítið væri, einnig vegna þess að ef sírennsli er þá nær vatnið ekki jafnvægi eins og æslilegt er. Þetta er svipað og ef sírennsli væri í fiskabúri, þá næði ekki nitrit að breytast í nitrat til að mynda "góðu bakteríurnar" sem eru svo mikilvægar fyrir síurnar .... o.s.frv.
Í Júlí og Ágúst getur hitastigið í vatninu náð allt að 20°C sem er æskilegt til að Vatnaliljurnar nái að blómstra
Það er mjög mikilvægt að tjörnin sé það stór og djúp að hitastig vatnsins sveiflist ekki mikið með lofthita, til að lífríkið sé stöðugra.
Mér skilst að margir veiti hitaveituvatni í tjarnir, en mér finnst það alger óþarfi - OG það verður vond lykt af öllu saman, einnig þrífast ekki allar örverur í hitaveituvatni, ekki heldur allur gróður..
-OG, vatnið getur orðið krystallstært hjá mér, en það gerist ekki ef notað er hitaveituvatn
Fiskarnir eru Japanskir, Koi-Carp af tegundunum; Kohaku, Ogon og einn Longfin Butterfly Koi.
Gullfiskar af tegundunum; Comet Shubunkin, Bristol Shubunkin, Comet Sarassa og Classic Comet.
Þessir fiskar þola vel kulda, þeir eru í tjörninni allt árið. Á veturna híma þeir niðri við botninn og fá ekkert að éta þegar hitinn í vatninu fer niður fyrir 10°C. Ástæðan er sú, að það er hætt við því að þeir nái ekki að melta fóðrið (þó að það sé "Easy-Digest" eða Cheerios) og að fóðrið rotni þá innan í þeim og drepi þá .. mér finnst alltof vænt um þessi krútt til að taka svoleiðis áhættur
-þeir fá próteinríkt fóður yfir sumarmánuðina, safna orkuforða og verða feitir fyrir veturinn. Það er með ólíkindum hvað Koi-fiskar geta verið gæfir, hreinlega éta úr höndunum á manni. Gullfiskarnir eru varkárari, það er sjaldgæft að þeir verði eins gæfir og Koi. En Comet er harðgerðari fiskur og verður ekki eins stór.
Þetta er mjög svipað og með fiskabúrin inni - eini munurinn er sá að þetta "fiskabúr" er utandyra og töluvert stærra, en hugsunin er í raun sú sama.
Í fiskabúrum höfum við hitara til að halda réttu hitastigi, en það þarf ekki í tjarnir. Ástæðan er sú að fiskarnir og plönturnar í tjörnum eru tegundir sem þola kalt vatn og íslenska vetur.
Því eru mörg atriði sem þarf að huga að eftir árstíðum, Sumar, Vetur, Vor og Haust..
Á vorin er um að gera að umpotta, skipta gróðri og grisja ef þarf.
Vatnaliljurnar þarf að umpotta u.þ.b. 3ja hvert ár. Þá er hægt að skipta rótinni (rhizome) þannig að úr verða 2 eða fleiri plöntur
-einnig er æskilegt að skipta um 20% af vatninu, það þarf að þrífa allar síur og dæluna, setja síðan í gang og bíða eftir að bakteriuflóra Móðir Náttúru taki við ..
Á sumrin er aðalmálið að njóta! Góna á herlegheitin og emja af velþóknum! -og jú, það þarf að hreinsa úr síum og dúllast og svona.
-það sem kemur mest skemmtilega á óvart er, að stór tjörn þar mjög lítið viðhald.
Á haustin þarf að breiða net yfir tjörnina ef að tré eru nálægt. Þetta er til að hindra að laufin falli í vatnið og rotni í tjörninni.
-en fyrst þarf að klippa niður allan tjarnargróður, líka vatnaliljurnar .. það er MJÖG mikilvægt að fjarlægja sem mest af öllum rotnandi gróðri og laufblöðum til að það mengi ekki vatnið.
-þá er líka rétti tíminn til að yfirfara tjarnarbúnaðinn, þ.e. dæluna, síurnar, slöngur og lagnir .. og laga ef með þarf svo að allt sé tilbúið þegar fer að hlýna aftur í Mars/Apríl.
Á veturna þarf að passa að hafa opna vök á tjörninni þegar tjörnin verður ísilögð.
-þetta er MJÖG MIKILVÆGT til að loftskipti geti átt sér stað í vatninu. Fiskarnir híma niður við botn í dýpsta hluta tjarnarinnar - þar er reyndar oft 3-4°C stöðugur hiti allan veturinn þó að þykkur ís myndist á yfirborðinu.
-ef að ekki er opin vök á ísnum, þá kemst ekki súrefni í vatnið og lofttegundir frá rotnandi gróðri komast ekki út - Fiskarnir drepast og mikið af gróðrinum líka. Svo ekki sé minnst á örverur og smáverur sem eru í dvala.
Barri, þú spurðir um plönturnar.
-Well, það er þvílíkt erfitt að nálgast fjölbreytt úrval hérna á Íslandi. Blómaval og Garðheimar hafa undanfarin ár haft til sölu Vatnaliljur og svolítið úrval af öðrum gróðri.
-en veistu hvað, ég hef hreinlega farið í íslenska náttúru og leitað að hentugum plöntum. Ef þú leitar við villtar tjarnir og við læki, þá finnurðu t.d. Hófsóley sem er mjög falleg og blómstrar gulum blómum snemma sumars.
Einnig eru alls konar sef og randagras sem vaxa í votlendi og henta vel.
EN það þarf að gæta vel að því að plantan sé ekki "invasive", þ.e. vaxi ekki það hratt að ræturnar séu búnar að yfirtaka alla tjörnina áður en maður snýr sér við ..
Einnig er Íris "nauðsynleg" í fallega tjörn, þær fást t.d. í gróðrarstöðinni á Dalvegi í Kópavogi (man ekki hvað heitir) en þar er gott úrval að vatnagróðri.
-Síberíu Íris er hávaxin og blómstrar gulum blómum, þessi sem er í Laugardalnum við tjarnirnar þar. Mannhæðarhá og glæsileg
Vona að þetta raus komi að einhverjum notum - en ég er svo glöð að sjá viðbrögðin ykkar að ég hlakka til að spjalla við ykkur í framtíðinni
...og endilega ekki hika við að spyrja, sama hvað. Mér fannst ég oft spyrja Ameríkanana kjánalegra spurninga - en komst svo fljótt að því að allir velta því sama fyrir sér
Allveg til fyrirmyndar
Ég hreinlega verð að segja að þetta er allveg til fyrir myndar og sjálfur myndi ég taka ofan af fyrir þér. Þú ert hörku kona með skemmtilegt viðhorf á hlutunum og hvað meira er að þú nennir að skrifa um allt og ekkert. Það fynnst mér mikilvægt líka, að vita sem mest.
Sjálfur, að lesa þetta, ertu heil alfræðiorðabók fyrir allan tímann sem þú ert búinn að undirbúa þetta með lestri og skrifum.
Frágangur á þessari tjörn er mjög fallegur, og að fylgjast með ferlinu (af myndum) fannst mér garðurinn vera einn "ruslahaugur" ef svo mætti segja og ég var á tíma farinn að efast um útlit þessarar tjarnar. En ég lærið það af myndum að vera ekki að vanmeta manns eigin verk, jafnvel bara með fiskabúr.
Ég vona bara að Koi-arnir þínir verði "feitir og fallegir" með árunum og fái að lifa 'heilsusamlegu lífi í notanlegur umhverfi.
Mér datt í hug hvort þú myndir einhvern tíman leggja litla girðingu umhverfis tjörnina og smella 1-3 froskum á þessi stóru blöð sem fljóta á vatninu. Hehe, bara svona til að gera þetta eins og í einhverju ævintýri eða þess háttar.
Þú færð lof í lófa fyrir verk þitt og þú mátt vera mjög glöð og brosa út að eyrum með verk þitt. Jafnvel vera bara soldið montinn með þig því ég veit ekki um neina svona flotta og vel hannaða 'náttúrulega' tjörn.
Í leiðinni langar mig að hvetja þig til að ganga til leiks með okkur í samfélagi sem hefur fengið nafngiftina Skrautfiskur. (Ég segi þetta nú bara í góðu gamni í bland við smá alvöru) Svo væri heldur ekki leiðinlegt að fá að skoða dýrðina þína við góðan veðurdag í sumar! Hvernig væri það? Þú gætir haldið samkomu í garðinum þínum víð góðar undirtektir!
VIWA, Hurra x 4
Kveðja, Atli Þór
Sjálfur, að lesa þetta, ertu heil alfræðiorðabók fyrir allan tímann sem þú ert búinn að undirbúa þetta með lestri og skrifum.
Frágangur á þessari tjörn er mjög fallegur, og að fylgjast með ferlinu (af myndum) fannst mér garðurinn vera einn "ruslahaugur" ef svo mætti segja og ég var á tíma farinn að efast um útlit þessarar tjarnar. En ég lærið það af myndum að vera ekki að vanmeta manns eigin verk, jafnvel bara með fiskabúr.
Ég vona bara að Koi-arnir þínir verði "feitir og fallegir" með árunum og fái að lifa 'heilsusamlegu lífi í notanlegur umhverfi.
Mér datt í hug hvort þú myndir einhvern tíman leggja litla girðingu umhverfis tjörnina og smella 1-3 froskum á þessi stóru blöð sem fljóta á vatninu. Hehe, bara svona til að gera þetta eins og í einhverju ævintýri eða þess háttar.
Þú færð lof í lófa fyrir verk þitt og þú mátt vera mjög glöð og brosa út að eyrum með verk þitt. Jafnvel vera bara soldið montinn með þig því ég veit ekki um neina svona flotta og vel hannaða 'náttúrulega' tjörn.
Í leiðinni langar mig að hvetja þig til að ganga til leiks með okkur í samfélagi sem hefur fengið nafngiftina Skrautfiskur. (Ég segi þetta nú bara í góðu gamni í bland við smá alvöru) Svo væri heldur ekki leiðinlegt að fá að skoða dýrðina þína við góðan veðurdag í sumar! Hvernig væri það? Þú gætir haldið samkomu í garðinum þínum víð góðar undirtektir!
VIWA, Hurra x 4
Kveðja, Atli Þór
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Ég er búinn að skoða þennan þráð svona 10x í dag. Þetta er frábært og ég dauðöfunda þig af þessari tjörn. Klæjar alveg í fingurgómana að gera tjörnina við sumarbústaðinn ennþá stærri - og planta fullt af hófsóley þar!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
my god!
Gæsahúð dauðans hérna!
Þetta er bara vá my god!
hér með ert þú orðin Tjarnar ædolið mitt
Bara æðislegt og tær snilld með gróðurinn!
Ég á enþá minni garð en manni langar bara að bretta aðeins úr ermunum og byrja að grafa
Sérstaklega eftir svona snilld!
Bara takk fyrir og ég tek undir með Atla, væri sannur
heiður að fá þig með í Skrautfisk
vá maður!
Gæsahúð dauðans hérna!
Þetta er bara vá my god!
hér með ert þú orðin Tjarnar ædolið mitt
Bara æðislegt og tær snilld með gróðurinn!
Ég á enþá minni garð en manni langar bara að bretta aðeins úr ermunum og byrja að grafa
Sérstaklega eftir svona snilld!
Bara takk fyrir og ég tek undir með Atla, væri sannur
heiður að fá þig með í Skrautfisk
vá maður!
Tjörn í Mos
Velkomin á spjallið Kristín. Mikill fengur að fá þig. Spjallið verður betra og öflugra með einstaklingum af þínu "kaliberi" Greinin er alveg frábær, og allt sem þar er fjallað um. Þetta er alveg frá A til Ö, og tjörnin grafin með handmoksturstæki. Það er dugnaður. Það bíða sjálfsagt flestir hér eftir meiru.
Last edited by Bruni on 09 Apr 2007, 21:36, edited 1 time in total.
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
oh my, ég kom við í Garðheimum á leiðinni heim í dag - bara að kíkja smá & sjá hvort að vorið væri komið þar líka og komnar vatnaplöntur..
..duuh! þau hafa nokkrar tegundir af Vatnaliljum!
Ég fékk N. Alba og N. James Brydon!
Ég veit að Nymphaea Alba er mjög stór tegund, en ég held ekki að hún verði of yfirþyrmandi miðað við okkar loftslag. Þó eru vatnaliljurnar mínar í "medium" flokknum ótrúlega duglegar að vaxa..
Enn sem komið er þá eru í tjörninni;
N.Laydekeri Lilacea (dwarf)
N.James Brydon (small)
N.Albida (medium)
N.Marliacea Rosea (medium)
N.Mrs. Richmond (vigorous)
N.Alba (vigorous)
Nuphar Luteum (vigorous)
Hef líka náð í nokkrar vatnagras plöntur úr villtri tjörn
Vei, LOKSINS er vorið komið hér á Íslandi líka!
Jæja, ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir sem ég tók í gær .. eða var það í fyrradag ..
Eins og sjá má, þá er þetta allt að koma - garðurinn og tjörnin verður fljótlega frjósamt lífríki..
Horft í átt að húsinu
Yfirfallið / Skimmer með auka síufilter til að hreinsa vatnið
Tjarnarsef frá villtri tjörn
Tjarnar Íris plantað beint án þess að nota pott & mold
Hófsóley að vakna af vetrardvalanum
Lækurinn
Leirtjörnin
Fiska og Vatnalilju tjörnin - tært vatn og sýnilegir fiskar, en einnig dælan og vatnaliljupottarnir. þegar vatnaliljublöðin þekja yfirborðið, þá sést ekki í pottana, dæluna og "pípulagnirnar"
já, ég veit - það er svolítið af úrgangi á botninum - ég ætla að gróðursetja fullt af súrefnisplöntum í botninn.
Séð frá veröndinni - heildarmynd
Sírenutréð byrjar að mynda brum og lauf - þetta tré er við hlíðina á eldhúsglugganum minum og þegar það blómstrar leggur angan inn um opinn gluggann á kvöldin og næturna..
Segi þetta gott í bili - það er aðeins ein vika síðan það var 6 stiga frost svo að gróðurinn er varla farinn að taka við sér ennþá
-en nú er farið að vora og veðurspáin segir hækkandi hitastig!
Gleðilegt sumar !
..duuh! þau hafa nokkrar tegundir af Vatnaliljum!
Ég fékk N. Alba og N. James Brydon!
Ég veit að Nymphaea Alba er mjög stór tegund, en ég held ekki að hún verði of yfirþyrmandi miðað við okkar loftslag. Þó eru vatnaliljurnar mínar í "medium" flokknum ótrúlega duglegar að vaxa..
Enn sem komið er þá eru í tjörninni;
N.Laydekeri Lilacea (dwarf)
N.James Brydon (small)
N.Albida (medium)
N.Marliacea Rosea (medium)
N.Mrs. Richmond (vigorous)
N.Alba (vigorous)
Nuphar Luteum (vigorous)
Hef líka náð í nokkrar vatnagras plöntur úr villtri tjörn
Vei, LOKSINS er vorið komið hér á Íslandi líka!
Jæja, ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir sem ég tók í gær .. eða var það í fyrradag ..
Eins og sjá má, þá er þetta allt að koma - garðurinn og tjörnin verður fljótlega frjósamt lífríki..
Horft í átt að húsinu
Yfirfallið / Skimmer með auka síufilter til að hreinsa vatnið
Tjarnarsef frá villtri tjörn
Tjarnar Íris plantað beint án þess að nota pott & mold
Hófsóley að vakna af vetrardvalanum
Lækurinn
Leirtjörnin
Fiska og Vatnalilju tjörnin - tært vatn og sýnilegir fiskar, en einnig dælan og vatnaliljupottarnir. þegar vatnaliljublöðin þekja yfirborðið, þá sést ekki í pottana, dæluna og "pípulagnirnar"
já, ég veit - það er svolítið af úrgangi á botninum - ég ætla að gróðursetja fullt af súrefnisplöntum í botninn.
Séð frá veröndinni - heildarmynd
Sírenutréð byrjar að mynda brum og lauf - þetta tré er við hlíðina á eldhúsglugganum minum og þegar það blómstrar leggur angan inn um opinn gluggann á kvöldin og næturna..
Segi þetta gott í bili - það er aðeins ein vika síðan það var 6 stiga frost svo að gróðurinn er varla farinn að taka við sér ennþá
-en nú er farið að vora og veðurspáin segir hækkandi hitastig!
Gleðilegt sumar !
-
- Posts: 143
- Joined: 11 Dec 2006, 16:29
- Location: Dýragarðurinn
Mögnuð tjörn.. vonandi verður mín orðin eitthvað í líkingu við þetta í lok sumarsins
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Sorry hvað ég svara seint
Sliplips; Allar plönturnar eru fjölærar í tjörninni
Gúggalú; Sláðu bara á þráðinn til mín og kíktu í heimsókn við tækifæri
-það er einmitt tilgangurinn hjá mér með þessum þræði hér að kynna vatnagarða fyrir fólki og HVETJA YKKUR ÖLL til að skapa ykkar eigið lífríki!
..er ekki nóg pláss í garðinum þínum á Sigló?
Einar; Satt að segja eru þónokkrir með "innitjörn"! Það er ekki óalgengt að fólk einmitt útbúi sitt eigið "Eden" innandyra
Kiddi; Takk fyrir síðast !!
Keli & Jóa Rut; Takk takk
Sliplips; Allar plönturnar eru fjölærar í tjörninni
Gúggalú; Sláðu bara á þráðinn til mín og kíktu í heimsókn við tækifæri
-það er einmitt tilgangurinn hjá mér með þessum þræði hér að kynna vatnagarða fyrir fólki og HVETJA YKKUR ÖLL til að skapa ykkar eigið lífríki!
..er ekki nóg pláss í garðinum þínum á Sigló?
Einar; Satt að segja eru þónokkrir með "innitjörn"! Það er ekki óalgengt að fólk einmitt útbúi sitt eigið "Eden" innandyra
Kiddi; Takk fyrir síðast !!
Keli & Jóa Rut; Takk takk