Fiskabúrin hjá Fanganum...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Fiskabúrin hjá Fanganum...

Post by Fanginn »

Komið þið sæl

Núna er ég loksins búinn að læra að setja myndir hérna inn og ætla ég því að sýna ykkur myndir af búrunum mínum :)

Afsakið myndgæðin, er á frumstigi í þessum myndabransa og ekki með fullkomnustu tækni á heimilinu :)

Fyrst ætla ég að sýna ykkur fyrsta búrið sem ég keypti. Það er 200L og keypti ég það í fiskabúr núna í Desember:

Íbúar eru:
12x Cardinal neon tetrur
6x Black neon tetrur
6x Glow light tetrur
2x kribbar (nigerian red) par
3x Ancistrur
1x Eldhali (sem kveður reyndar búrið núna um helgina)
Í staðinn fyrir eldhalann er planið að fá sér 6-7 stykki af kopartetrum og annað kribbapar (super red)
Einhverskonar bakgrunnur væntanlegur ;)

Búrið í heild:
Image
Steinaupphleðsla, eldhali og kribbakarl:
Image
Kribbakarl og einhver planta? (gætur kannski sagt mér hvaða svörtu blettir þetta eru og hvað ég er að gera vitlaust með hana :))
Image

Jæja, næst er það 110L juwel record sem ég keypti líka í fiskabúr núna á útsöludögunum. Í því er Convict par í nátturuegu litunum. Það átti líka að vera albino convict par í því, en karlinn í nátturulegu litunum sætti sig ekki við það þannig að hann fékk að halda því með kellu sinni ;)

Búrið í heild: (afsaka glampann þarna niðri)
Image
Karlinn:
Image
Konan: (sorry náði ekki betri :))
Image

Og að lokum er það 60L búr með Albino-Convict parinu. Veit reyndar ekki alveg hvað ég ætla að gera við þau, en einhverstaðar verða þau að vera þangað til ég finn heimili handa þeim :) Minni á að þau eru ekki nema 5-6 cm og því er þetta ekki of lítið búr ennþá allavega ;)

Búrið í heild:
Image
Parið :
Image
Karlinn: (flott mynd að mér finnst)
Image

Og þá er sagan öll :) Ég á líka 125l juwel rio búr sem ég fékk hjá fiskabúr en hef eki aðstæðu til að setja það upp núna, það bíður betri tíma ;)

Þakka ykkur fyrir að skoða þráðinn minn, vona að þið séuð ekki brjáluð yfir myndgæðunum.

Takk fyrir
Last edited by Fanginn on 31 Jan 2008, 21:09, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er voða fínt en er einhver skortur á vatni þarna hjá þér. :D
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ertu að meina í hvíta búrinu?
Það er mjög gamalt og vantar smá stykki í eitt glerið þarna uppi :)

En ef þú ert að meina afhverju það er ekki vatn í 125 L búrinu þá er það vegna plássleysis. Flyt ekki í húsið í mitt fyrr en í apríl þannig að ég er eiginlega búinn að hertaka hálfa stofuna hjá tengdó ;) hehe...
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég held að hann er að tala um í öllum búrunum :)
Um að gera að fylla búrin af vatni :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Mér finnst þetta alveg ótrúlega flott hjá þér :-)
Allavega ertu betri í að taka myndir heldur en ég hehe :lol:
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þakka fyrir :)

En veit einhver afhverju þessir blettir eru á plöntunni minni? Sést á myndinni með kribbakarlinum... :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta eru bara eitthvað óhraust blöð - algengt að plöntur slappist þegar þær eru nýkomnar í búr. Restin af henni lítur vel út þannig að það þarf líklega ekkert að gera neitt í þessu.


Og nennirðu svo plís að laga titilinn á póstinum, fer í taugarnar á mér þessi innsláttarvilla :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þakka fyrir. Búinn að laga innsláttarvilluna ;)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta er ekki kribbi hjá þér
trúlegast taeniatus týpa
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Gudmundur wrote:þetta er ekki kribbi hjá þér
trúlegast taeniatus týpa
Pelvicachromis taeniatus Nigerian Red heitir þessi fiskur. Eða allavega á að vera. Allavega alveg eins og á myndinni á síðunni hjá þér Guðmundur ;)

En ég hélt að þetta væri bara ákveðinn kribbategund, en svo er greinilega ekki :oops: En þeir hljóta nú að vera eitthvað skyldir kribbanum þá... :?:

En ein spurning þá svona í kjölfarið, eiga þeir það til að hrygna í heimilisfiskabúrum? Og ef svo er... Eitthvað líkt og kribbarnir? Bara í blómapott eða eitthvað...

Takk fyrir ábendinguna Guðmundur ;)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Sæl verið þið

Ég náði þrem ágætis myndum af convictunum mínum og ætla að deila þeim með ykkur ;)

Image

Image

Og svo ein af kerlunni sem mér fannst heppnast einstaklega vel :)

Image

Og þannig var nú það. Vonandi líkar ykkur :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Voða fínt.
Convict kerlurnar eru með fallegri fiskum þegar þær eru í stuði.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Kannski ein spurning

Hvíta convict konan er oðinn miklu gulari á kviðnum og á efri ugganum, heldur en þegar ég fékk hana. Eru þetta einhver merki um hrygningu? eða bara að jafna sig eftir flutninga?, akkurat vika síðan ég fékk hana.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Fann hérna gamlar myndir sem ég tók af forvitnum köttum.
Myndirnar eru teknar þegar fiskarnir voru nýkomnir á heimilið :)

Image

Og svo allir þrír komnir uppá glerið :)

Image

HEHE :D
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

priceless :lol: :lol: :lol: :lol:
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta kallar maður sko móment :lol:
Snildar uppákoma :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottir litirnir í fiskunum og bráðfyndnar myndirnar með kisunum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Frábærar kisurnar.
Liturinn á kviðnum á convict kerlunum er merki um að þær séu í stuði og til eitthvað aksjón með karlinum. Því meiri litur því meira fjör. :)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Já, það var ekkert smá gaman að fylgjast með þeim þarna. Þær skildu ekkert í þessu :)

Hérna er ein þegar þeir voru að reyna að skilja þetta : :)

Image


En já, convict pörin eru alltaf saman og eru búin að gera holur útum allt. Maður á kannski von á því að þau hrygni bráðum... :P
jæajæa
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

hahahha æðislegar kisur :D þetta hlýtur að hafa verið mjög fyndið að sjá þær skoða fiskana :lol:
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Jæja, þá eru Convictarnir í nátturulegu litunum búnir að hrygna :) Hrygndu í lítinn keramik blómapott.
Rosalega gaman að sjá hvernig þau gera og hvað þau passa mikið uppá svæðið. Brúsknefurinn sem er í búrinu með þeim, hann fær sko ekki að koma NÁLÆGT! :)

En ég þori ekki að taka myndir af þeim núna, gætu farið í panic, en það kemur ;)
jæajæa
User avatar
DagnyR
Posts: 1
Joined: 08 Feb 2008, 20:55

Post by DagnyR »

Glæsileg búr :-)
og til hamingju með fjölgunina 8)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Takk Dagný mín ;)
Og til hamingju sömuleiðis , hehe ;)
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ja hérna, og svo strax deginum eftir hrygndi hvíta convict parið.

Þau hrygnu um leið og ég gaf þeim blóðorma í geli, atli það sé eitthvað tengt :lol:
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Núna eru seiðin hjá nátturulega parinu komin á skrið:

Mamman að passa:

Image

Og seiðin. Pínkulítil :)

Image

Hjá hvíta parinu eru þau búin að klekjast út og eru öll á iði:

Image

Svakalega spennandi að sjá þetta, það eru engar bábiljur að þessir fiskar eru góðir foreldrar :)

Svo langaði mig að láta fyljga mynd af parinu mínu í 200L búrinu:

Image

Image

Og þannig var nú það, njótið vel ;)
jæajæa
Post Reply