Ólafur wrote:Þá er Salvini búin að hrygna i fjórða sinn.
Nú leita ég ráða hjá ykkur reynsluboltunum til að reyna koma þessum seiðum upp,að minstakosti einhverjum hluta.
Get náð hrognunum með þvi að sjúga þau upp i slöngu og koma þeim fyrir i annað búr.
Það er nú bara þannig að kvennfiskurinn kom og hirti öll hrognin og fór með þau eitthvað á annan stað áður en ég náði þeim svo ég lét þau bara eiga sig.
Ég er viss um að þau hrygna aftur
Setti nýjasta Óskarin i littla búrið og saltaði þar sem mér finnst hann ekki vera hress.
Hann hangir niður við botnin og það er eins og hann nái ekki jafnvæji stundum.
En sjáum til setti hann yfir i gær og hann lifir enn.
Sjáiði, ég er búin að vera önnum kafin lengi og i dag leit ég loksins aðeins i búrið og viti menn i kring um Salvini eru mörg hundruð seiði syndandi og allur skarin af fiskunum minum i öðru horninu ,liggur við, meira að segja Óskarin, þá rekur Salvini alla i burtu sem voga sér nálægt búinu.
Þá er spurningin hve lengi er hægt að hafa þetta svona? Hvenar þarf ég að veiða seiðin i annað búr?
Ég þekki það ekki alveg en ég mundi frekar hafa áhyggjur af því að búrfélagarnir komist á bragðið. Ég tel að foreldrarnir passi þau ágætlega í töluverðan tíma.
Já miðað við það sem ég hef séð þá er allur skarin i öðrum endanum á búrinu þar sem Salvini heldur sinum hluta "hreinum" En hversu langur timi það verður,það er spurningin?
Það er spurningin, ég hef tekið eftir því að hinir fiskarnir eru alveg til í smá "bögg" þegar þeir fatta að gómsæt seyði eru í boði þannig ég held að allt meira en vika sé farið að storka örlögunum ef þú villt koma einhverjum slatta af seyðunum upp.
1. Synda þeir meira á "opnum" svæðum en Afríkanarnir
2. Blandast þeir með einhverjum Afríkönum, þ.e.a.s. geta einhverjir Afríkanar dafnað vel í Ameríkubúri?
3. Er hægt að hafa hlutfallslega færri fiska frá Ameríku en Afríku í búri af sömu stærð?
Flottur myndir og skemmtilegt groður i burinu. Hvað tegund er plantan i bakgrunn með langt mjoð blað sem er eins og "krumpað" ?
Er það Aponogeton eða Cryptocoryne tegund og hvað undirtegund ?
Og væri gaman að heyra hvað reynslu þú átt með hana ?
Já veistu Stephan að ég veit ekki hvað hún heitir en hún verður mjög hávaxin og ég klippi hana oft svo hún fljóti ekki á yfirborðinu.
Sá nákvæmlega svona plöntu i skalabúrinu á Fiskabúr.is svo þú getur fengið upplýsingar þar hvað þessi planta heitir.
Reynslan af henni er bara góð.
Já þetta er svo sem ekkert mix fyrir utan Polypterusættina en fyrir mig sem er komin vel á 50 aldurinn hvað þýðir "kick ass"
Ef þetta er hrós þá takk fyrir