500 l búrið.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

500 l búrið.

Post by Vargur »

Vegna fjölda áskorana ákvað ég að setja loks inn nokkrar myndir af 500 l búrinu.
Ég er reyndar enn að safna einhverjum gróðri osf í búrið og ein stór rót í viðbót væri snilld.

Í búrinu eru:
Stórt convict par og 4 minni convict, 1 kk og 3 kvk,
5 Óskarar, þar af einn um 20 cm,
Par af Geopagus brasiliens,
Par af nicaraguens,
4 skalar,
1 stk bótía,
3 Synodontis kattfiskar sem sjást sjaldan.

Image
Búrið í heild.

Image
Image
Image
Image
Óskarar, sá á neðstu myndinni fékk aðeins að kenna á því hjá convict.

Image
Geopagus.

Image
Nicaraguens.

Image
Botía og convict.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

já nú líst mér kallinn !

hvernig eru skalarnir að pluma sig með þeim stóru ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skalarnir eru í fínum málum, þeir halda sig efst í búrinu og eru lítið böggaðir, þeir eru líka það stórir að þeir fá að vera í friði.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gleymdi að taka fram að hreinsbúnaðurinn í búrinu eru tvær Rena Xp3 tunnudælur sem dæla hvor um sig 1350 lítrum á klst.
Það má ekki minna vera.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

helvíti er þetta glæsilega hjá þér
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nokkuð gott!
Ég sé að ég þarf að fara að koma aftur, eigum við ekki líka eftir óuppgerð mál? :oops:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

sliplips wrote:Nokkuð gott!
Ég sé að ég þarf að fara að koma aftur, eigum við ekki líka eftir óuppgerð mál? :oops:
Þú ert alltaf velkomin.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í búrinu í gærkvöldi, notaði tækifærið og bætti aðeins við gróðri en vantar þó meira.
Smellti skóflunebbanum í búrið og hann er aldeilis í fínu formi þar. Ég hafði smá áhyggjur af því að hann yrði böggaður enda rólegheita grey, hinir láta hann alveg vera nema hvað að convict karlinn ríkur á hann ef nebbi nálgast seyðahrúguna.

Image
Image[/img]
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

dreng! þetta er ótrúlega vel heppnað og mjög afrískt í útliti. hvaða gróður er þetta í miðjunni...
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Birkir wrote:dreng! þetta er ótrúlega vel heppnað og mjög afrískt í útliti. hvaða gróður er þetta í miðjunni...
Það sem að ég þekki af þessum fiskum koma allir frá ameríku, afrísk búr eru meira svona grjótbúr
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég veit! sorrí drengir, þið frædduð mig um öll þau mál og ég þekki muninn vel, bara fljótfærni af minni hálfu, gróður, rætur, drumbar, "dekkra" vatn... mjög amerískt the works. stress í vinnunni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Plantan er risa valisneria sem kemur reyndar ef ég man rétt frá Afríku.
Risa valisneria hentar vel í flest sikliðu búr og verða blöðin yfir metri á lengd.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Reyndar var ég að meina plöntuna sem lítur út fyrir að vera að skríða yfir rótina....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sú planta er reyndar bara hluti af bakgrunninum sem er bara plakat frá Juwel en reyndar eru nokkrar Anubias á rótinni sjálfri.

Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

já mikið assgoti er þetta flott. ! mér finnst þú vera kominn með þinn eigin stíl í uppsetningu á búrum . ég myndi allavega þykjast þekkja handbragðið hvar sem er ..

flott búr flottir fiskar . hvað er hægt að segja meira?


ps.
er þetta hárþörungur sem er að myndast á pottunum ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já það er loksins farinn að koma á hárþörungur í eitthvað búr hjá mér enda eru engar þörungaætur í þessu búri.
Ég á eftur að setja einhverjar Ansictur í stærri kantinum og svo langar mig mikið til að prufa nokkra Sae í búrið þegar það er kominn meiri gróður í það.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

hárþörungur virðist vera mjög algengur í oscarsbúrum. . .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tók convict kerlinguna úr búrinu áðan, þá verður sennilega rólegra í búrinu og vonandi sé ég einhverja fjölgun hjá Geopagus og nicaraguens pörunum en þau hafa eitthvað verið að stinga saman nefjum undanfarið. Eg veit reyndar ekki hvort eitthvað fengi að vera í friði hjá þeim þar sem í búrinu eru 3 nokkuð stórir Synodondis kattfiskar og svo auðvitað walking kattfiskurinn en hann fer í gegnum sandinn eins og snjóplógur, ég held stundum að hann sé að reyna að moka sig í gegnum botninn á búrinu.

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smá update.

Image
Nú eru bótíurnar orðnar tvær í búrinu, þar eru mjög ánægðar með það og halda sig mikið saman en eru ekki að böggast í hvor annari.
Einnig bættist í hopinn ca 18 cm pleggi.

Í búrinu eru núna:
3 Óskarar,
2 Nicaraguence,
2 Geopagus brasiliens,
1 Convict kk,
1 Convict seyði ca. 1 cm,
1 Koi "ghost",
2 Skalar (par)
2 Botia hitronica,
3 Synodontis kattfiskar,
1 Walking catfish,
1 Ancista,
1 Pleggi.

Ég reyni að smella inn nýjum myndum fljótlega.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þrír karlar í 500 l búrinu.

Image
Geopagus brasiliens.

Image
Nicaraguence.

Image
Convict.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Búrið er aðeins að fjarlægast Ameríku þemað.
Um daginn setti ég fimm D. compressiers (Malawi eye biter) í búrið og svo í dag eina styrju (ca 20 cm) og tvo koi ghost í viðbót.

Image
Image
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

uss, bara kominn með styrju :)
Þú ert ekkert að hugsa um að fá þér tjörn
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í framtíðinni, jú.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skipti út vatni í búrinu í kvöld.
Mig grunar sterklega að walking catfish hafi tekið sig til og gleypt einn koi, annars allt í balance í búrinu. Styrjan er stórskemmtileg og mikið á ferðinni, það verður þó sennilega fyrst gaman þegar hún fer að nálgast 2 metrana.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kemur bara mjög vel út hjá þér búrið :D

Töff stuff :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, já, fínasta búr. Skil ekkert í þér að selja það.....og kaupa svo annað svipað.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

já veistu ég sá líka ekkert smá eftir því svona viku eftir að ég seldi það haha :D en þetta reddaðist með nýa búrinu sem ég er með núna þannig að ég er hættur að pirrast í sjálfum mér yfir því haha :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bætti í búrið einum Green terror í dag, svona til að halda Ameríkudeildinn aðeins gangandi. :) Hann er ca. 6 cm og virðist kunna vel við sig í búrinu.

Hér er svo ný mynd af búrinu, það hefur reyndar svo sem ekkert breyst.
Image
Last edited by Vargur on 11 Feb 2007, 17:19, edited 1 time in total.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

dreng! ég fæ bara kassa með spurningarmerki....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sést ekki myndin núna ?
Post Reply