Stór búr ?
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Stór búr ?
ég held að ég sé alveg að falla fyrir þessum síkliðum. Hvað þurfa Malawi sikliður stórt búr og svona ? Finnst þetta ótrúlega flottir fiskar. Ef ég get keypt húsið sem ég er að láta mig dreyma um núna, þá ætla ég að fá mér stærra fiskabúr og flotta fiska.... Bara bíð eftir að einhver kaupi íbúðina mína...
Malavi
skondið, ég var einmitt að ræða þetta við góðan vin minn hér á spjallinu í gær. Þannig er mál með vexti að það er ekkert ákveðið hvað maður þarf stórt búr fyrir fiskana. Mjög gott er að geta haft eitthvað af grjóti í búrinu til að mynda skorður, sprungur og hella.
Það er ekkert ein ákveðin "minimum" stærð fyrir þessa fiska. Því fleiri fiskar í litlu búri, því oftar þarf að skipta út vatni. Það er hægt að vera með 5-10 malavi siklíður í 85-100l búri með góðu móti... þó svo það sé ekki allveg mælt með því. En getur vel gengið. Þetta er svo rosalega bundið því hvaða tegundir þú færd þér og hvort þú fáir þér 1 tegund eða fleiri.
Ekki láta stærðir fiska og búra stærðir fæla ykkur frá því að fá ykkur það sem ykkur langar. Sjálfur var ég með 6 malavi sikliður í 85L búri og gekk mjög vel hjá mér lengi vel þar til mig einfaldlega langaði bara í stærra búr og fleiri tegundir.
Fólk getur farið að gangrýna mann fyrir að vera með allt of lítið búr fyrir fiska sem verða stórir. En það er allveg hægt að láta litíð búr duga þar til það þarf að stækka og fá sér svo stærra búr í framhaldi af því eða láta fiskana frá sér... fiskarnir eru ekkert að deyja út. Úrvalið er endalaust með malavi siklíðurnar.
Hvað ert þú með stórt búr og hvernig eru málin á því (þó það skipti ekki öllu máli) og hvað langar þig að fá þér í það. Ég mæli með að þú talir við http://www.fiskabur.is, þeir eru oftast með mesta úrval af þessum fiskum og svo ég minnist ekki á lágt verð sem er það lægsta sem ég veit um.
Það er ekkert ein ákveðin "minimum" stærð fyrir þessa fiska. Því fleiri fiskar í litlu búri, því oftar þarf að skipta út vatni. Það er hægt að vera með 5-10 malavi siklíður í 85-100l búri með góðu móti... þó svo það sé ekki allveg mælt með því. En getur vel gengið. Þetta er svo rosalega bundið því hvaða tegundir þú færd þér og hvort þú fáir þér 1 tegund eða fleiri.
Ekki láta stærðir fiska og búra stærðir fæla ykkur frá því að fá ykkur það sem ykkur langar. Sjálfur var ég með 6 malavi sikliður í 85L búri og gekk mjög vel hjá mér lengi vel þar til mig einfaldlega langaði bara í stærra búr og fleiri tegundir.
Fólk getur farið að gangrýna mann fyrir að vera með allt of lítið búr fyrir fiska sem verða stórir. En það er allveg hægt að láta litíð búr duga þar til það þarf að stækka og fá sér svo stærra búr í framhaldi af því eða láta fiskana frá sér... fiskarnir eru ekkert að deyja út. Úrvalið er endalaust með malavi siklíðurnar.
Hvað ert þú með stórt búr og hvernig eru málin á því (þó það skipti ekki öllu máli) og hvað langar þig að fá þér í það. Ég mæli með að þú talir við http://www.fiskabur.is, þeir eru oftast með mesta úrval af þessum fiskum og svo ég minnist ekki á lágt verð sem er það lægsta sem ég veit um.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
ég er með 100 lítra búr núna, búin að eiga það í tæpa 2 mánuði og er orðin sjúk í að fá mér stærra og flottara búr.
ég fer suður í byrjun mai og stefnan er sko tekin í Fiskabúr.is til að skoða allt úrvalið. Get þá kannski smitað kallinn eitthvað ef hann sér flotta fiska. En við erum bara með bland í poka í búrinu okkar núna.
ég fer suður í byrjun mai og stefnan er sko tekin í Fiskabúr.is til að skoða allt úrvalið. Get þá kannski smitað kallinn eitthvað ef hann sér flotta fiska. En við erum bara með bland í poka í búrinu okkar núna.
Þetta búr er ennþá til sölu og það er satt best að segja mjög gott búr til að vera með siklíður í. Ég þekki manninn sem á þetta búr og ég verð að segja að þetta er mjög fallegt búr með mjög góðu lok. gott að vinna við búrið.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=584
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=584
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Það er mikið til í þessu hjá Atla, það er vel hægt að hafa sikliður í litlum búrum með góðu móti ef einungis er verið með 1-2 tegundir í búrinu og byrjað er með unga fiska. Ég tel þó að ekki ætti að vera með Malawi fiska í búri sem er minna en 130 l en 160-240 l er þannig stærð að það er farið að verða skemmtilegt búr fyrir þessa fiska.
Æskilegt er að botnflötur búrsins sé sem stærstur og helst ekki minni en 100x40 cm.
Æskilegt er að botnflötur búrsins sé sem stærstur og helst ekki minni en 100x40 cm.
Ég myndi alls ekki mæla með 100l búri fyrir malawi, nema þá kannski mjög ungar síkliður.
Malawi síkliður verða flestar frekar stórar og 100l er bara ekki nóg pláss fyrir þær.
Þú gætir hinsvegar auðveldlega komið Tanganyika kuðungasíkliðum í búrið, góðri kólóníu með 6-8 fiskum eða svo. T.d. Veit ég að vargur er að selja lamprologus occellatus, sem er með skemmtilegri fiskum sem ég hef verið með, þeir eru með þvílíkan karakter og það er hægt að fylgjast endalaust með því hvernig þessir fiskar haga sér. Svo passa þeir uppá sitt svæði, mínir réðust alltaf á mig og bitu þegar ég var eitthvað að grúska í búrinu
Svo skemmir ekki að þessir fiskar fjölga sér og hugsa afar vel um afkvæmin sín þannig að það kæmist næstum pottþétt eitthvað á legg hjá þér fljótlega.
Malawi síkliður verða flestar frekar stórar og 100l er bara ekki nóg pláss fyrir þær.
Þú gætir hinsvegar auðveldlega komið Tanganyika kuðungasíkliðum í búrið, góðri kólóníu með 6-8 fiskum eða svo. T.d. Veit ég að vargur er að selja lamprologus occellatus, sem er með skemmtilegri fiskum sem ég hef verið með, þeir eru með þvílíkan karakter og það er hægt að fylgjast endalaust með því hvernig þessir fiskar haga sér. Svo passa þeir uppá sitt svæði, mínir réðust alltaf á mig og bitu þegar ég var eitthvað að grúska í búrinu
Svo skemmir ekki að þessir fiskar fjölga sér og hugsa afar vel um afkvæmin sín þannig að það kæmist næstum pottþétt eitthvað á legg hjá þér fljótlega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Kuðungasíkliður? Nei, líklega svona 1000-2500kr eftir tegund.
Mundi mæla með multifasciatus eða occellatus til að byrja með, þær eru algengastar og ódýrastar. Stórskemmtileg kvikindi, og persónulega finnst mér þær skemmtilegri en malawi síkliðurnar
Mundi mæla með multifasciatus eða occellatus til að byrja með, þær eru algengastar og ódýrastar. Stórskemmtileg kvikindi, og persónulega finnst mér þær skemmtilegri en malawi síkliðurnar
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net