Omega lithimna - Omega iris

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Omega lithimna - Omega iris

Post by Rodor »

Omega lithimna

Fljótlega eftir að ég fékk Pleggann tók ég eftir því að augun í honum voru frábrugðin augum annarra fiska. Svo einn daginn þegar ég var nýbúinn að kveikja ljósið sá ég að augasteinninn var næstum því kringlóttur eins og í hinum fiskunum.
Ég fór þá að leita upplýsinga á netinu og fann þær, td. á Wikipedia, en alltaf dróst það hjá mér að þýða þetta. En hér er það komið.

Image

Margar tegundir fiska hafa breytilega lithimnu sem kölluð er omega lithimna, þetta er sjaldgæft meðal beinfiska. Efri hluti lithimnunnar fellur niður og myndar lykkju sem getur þanist og dregist saman, kallað lithimnuloka, þegar mikil birta er minnkar þvermál augasteinanna og lykkjan stækkar og hylur miðju þeirra sem veldur því að birtan berst inn um skeifulagaðan hluta af augasteinunum. Þetta dregur nafn sitt af gríska stafnum omega (Ω), því augasteinslykkjan líkist stóra gríska stafnum. Þegar fiskurinn er í venjulegri stellingu er eins og stafurinn sé á hvolfi. Afhverju þetta myndast er ekki vitað, en menn hafa getið sér þess til að með því að brjóta upp útlínu hinna mjög svo sýnilegu augna hjálpi það þessum oft flekkóttu fiskum að dyljast.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Loricariidae

Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 22 Dec 2007, 23:40, edited 2 times in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sniðugt - ég hafði aldrei flett þessu upp þótt ég hefði pælt í af hverju augasteinninn væri svona..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

veistu ég hafði haft svo lítið "augnsamband" við glersuguna mína að ég sá ekki augunn í henni enda gaf hún bara skít í mig (aðalega búrið) þannig að ég losaði mig við hana en ætli augu í ollum fiskum geri þetta á einhverjum tíma punkti?
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

naggur wrote:veistu ég hafði haft svo lítið "augnsamband" við glersuguna mína að ég sá ekki augunn í henni enda gaf hún bara skít í mig (aðalega búrið) þannig að ég losaði mig við hana en ætli augu í ollum fiskum geri þetta á einhverjum tíma punkti?
Nei, þetta er einstakt við þessa ætt fiska.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

oky bara spur því eingin veit nema spyrja eða hvað??
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

naggur wrote:oky bara spur því eingin veit nema spyrja eða hvað??
Jebb, nokkuð til í því :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hélt alltaf að 30 cm. plegginn minn væri blindur á öðru .. hahaha
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

naggur wrote:en ætli augu í ollum fiskum geri þetta á einhverjum tíma punkti?
Rodor wrote:þetta er sjaldgæft meðal beinfiska.
:roll:
Post Reply