Tunnudæla lekur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 11
- Joined: 15 May 2015, 22:25
Tunnudæla lekur
Ég fékk notaða tunnudælu sem virkaði í 30 mínótur og er svo farin að leka. Ég hef athugað allar þéttingar og allt virðist vera í lagi. það lekur hjá læsingum í hausnum á tunnudælunni. Hvað er hægt að gera ?
Re: Tunnudæla lekur
Þú gætir prófa að smyrja þéttihringina með sílíkon feiti, færð það í flestum dýrabúðum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
-
- Posts: 11
- Joined: 15 May 2015, 22:25
Re: Tunnudæla lekur
Ég er búin að prufa að þétta hana með vaselíni & sílikóni. Það virðist leka úr hausnum á dælunni frá slöngunum þar sem hún dælir út vatni en ekki lekur úr inngjöfinni. Ég prufaði að setja dæluna í baðið hjá mér og leyfa henni að dæla þar sem slöngurnar lágu báðar niður þá lak dælan ekki sama hversu lengi ég hafði hana í gangi. Þetta er tetratec ex700 dæla.
-
- Posts: 11
- Joined: 15 May 2015, 22:25
Re: Tunnudæla lekur
Ætti það að skipta máli hvort filterarnir séu rétt settir í ?
Re: Tunnudæla lekur
Ertu búinn að ath hvort boxin fyrir filterefnin sitji rétt ? Ef boxin skarast þá lokast dælan ekki rétt og lekur.
Re: Tunnudæla lekur
Það er þekkt vandamál að slöngutengistykkið á tetra tunnudælunum leki, er þetta gömul dæla?
Er stykkið með tveimur handföngum til að losa það, þeas. eitt sem lyftist bara og annað sem lyftist og snýst?
Er stykkið með tveimur handföngum til að losa það, þeas. eitt sem lyftist bara og annað sem lyftist og snýst?
-
- Posts: 11
- Joined: 15 May 2015, 22:25
Re: Tunnudæla lekur
Vargur, Ég er búin að reyna að snúa filterunum í öll horn en hún virðist en gráta. Ragnar, Þetta er gömul dæla en hún er aðeins með einum þrýstiloka sem er í miðjunni
Re: Tunnudæla lekur
Já þá er ekki ólíklegt að það sé stykkið. Það er komið nýtt stykki með tveimur lokum sem lagar þetta vandamál