Tunnudæla lekur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bjarkifreyr
Posts: 11
Joined: 15 May 2015, 22:25

Tunnudæla lekur

Post by Bjarkifreyr »

Ég fékk notaða tunnudælu sem virkaði í 30 mínótur og er svo farin að leka. Ég hef athugað allar þéttingar og allt virðist vera í lagi. það lekur hjá læsingum í hausnum á tunnudælunni. Hvað er hægt að gera ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Tunnudæla lekur

Post by Squinchy »

Þú gætir prófa að smyrja þéttihringina með sílíkon feiti, færð það í flestum dýrabúðum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Bjarkifreyr
Posts: 11
Joined: 15 May 2015, 22:25

Re: Tunnudæla lekur

Post by Bjarkifreyr »

Ég er búin að prufa að þétta hana með vaselíni & sílikóni. Það virðist leka úr hausnum á dælunni frá slöngunum þar sem hún dælir út vatni en ekki lekur úr inngjöfinni. Ég prufaði að setja dæluna í baðið hjá mér og leyfa henni að dæla þar sem slöngurnar lágu báðar niður þá lak dælan ekki sama hversu lengi ég hafði hana í gangi. Þetta er tetratec ex700 dæla.
Bjarkifreyr
Posts: 11
Joined: 15 May 2015, 22:25

Re: Tunnudæla lekur

Post by Bjarkifreyr »

Ætti það að skipta máli hvort filterarnir séu rétt settir í ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Tunnudæla lekur

Post by Vargur »

Ertu búinn að ath hvort boxin fyrir filterefnin sitji rétt ? Ef boxin skarast þá lokast dælan ekki rétt og lekur.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Tunnudæla lekur

Post by RagnarI »

Það er þekkt vandamál að slöngutengistykkið á tetra tunnudælunum leki, er þetta gömul dæla?
Er stykkið með tveimur handföngum til að losa það, þeas. eitt sem lyftist bara og annað sem lyftist og snýst?
Bjarkifreyr
Posts: 11
Joined: 15 May 2015, 22:25

Re: Tunnudæla lekur

Post by Bjarkifreyr »

Vargur, Ég er búin að reyna að snúa filterunum í öll horn en hún virðist en gráta. Ragnar, Þetta er gömul dæla en hún er aðeins með einum þrýstiloka sem er í miðjunni
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Tunnudæla lekur

Post by RagnarI »

Já þá er ekki ólíklegt að það sé stykkið. Það er komið nýtt stykki með tveimur lokum sem lagar þetta vandamál
Post Reply