Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Flotholt
Posts: 5
Joined: 15 Mar 2012, 22:36

Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Flotholt »

Sæl verið þið.
Ég er enginn sérfræðingur í fiskabúrum en enginn byrjandi heldur, hef haft uppsett fiskabúr um 20 ár á ævi minni, yfirleitt með einhverjum einföldum fiskum og einfaldri tækni. Nú hef ég tvö búr og gengur vel með annað, en vatnið í hinu hefur verið ljósgrænt í marga mánuði. Það situr ekki þörungur á glerinu. Ef vatn hefur orðið svona áður, hefur alltaf dugað að skipta um vatn eða einföld viðbótar ráð, en ég næ bara engum tökum á þessu, vatnið er ekki tært í hálfan sólarhring.

Það eru gullfiskar í búrinu en hef haft gullfiska í mörg ár og það hefur ekki verið vandamál með þá og þennan þörung.
Búrið er 300 lítrar.

Hvað á ég að gera? Þetta hef ég gert:
-Skipt um 80 % vatn án þess að hræra í botnsandinum.
-Skipt seinna um allt vatn og skolað allan botnsandinn afar vel.
-Messað vel yfir syninum litla sem sér um fóðrun (þetta eru hans óskabörn og hann berst fyrir tilveru fiskanna á heimilinu), hann gefur svo lítið að fiskarnir eru við hungurmörk, og plegginn sem fékk að vera með gullfiskunum drapst, trúlega úr hungri, og nú er ég mjög mjög döpur yfir því, það eru 300 km. í næstu búð þar sem ég get keypt plegga.
-Notað hin og þessi búðarkeypt þörungaeitursefni.
-Keypti mér nýja hreinsidælu (tunnudæla held ég það heiti, er ca. 40 cm. há og á gólfinu undir búrinu). sem á að vera öflug, og fékk með filter media crystal water, hellti úr heilum pakka í eitt hólfið í hreinsidælunni, svo er mikið af filter ull í hinum hólfunum. Ég veit ekki hvort hún er rangt sett upp, en amk. dælist vatn út úr henni.
-Ekkert gerðist svo ég myrkvaði búrið, en eftir viku myrkvun er það nærri jafn skærgrænt og áður, en fiskarnir örugglega að verða þunglyndir.
-Ég hef auðvitað alltaf gætt þess að þvo svampa úr hreinsidælum bara upp úr fiskabúrsvatni í fötu, og drepa ekki bakteríurnar.

Getið þið veitt mér hjálp? Ég er verulega örvæntingarfull.
Ég hef ekki farið út í að skipta um allt vatn og þrífa sand síðan ég keypti nýju hreinsidæluna. Mér fallast eiginlega hendur því það er svo mikið verk ef árangurinn verður enginn. Hvað finnst ykkur.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Ólafur »

UV-ljós drepur grænþörung
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Flotholt
Posts: 5
Joined: 15 Mar 2012, 22:36

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Flotholt »

Já þú meinar... fá sér ljósarör með UV... það gæti verið ástæðan fyrir því að annað búrið er svona en ekki hitt, ég hef trúlega keypt þannig rör í annað búrið en ekki hitt.... ég hélt þau væru til að hjálpa gróðri og búa til eðlilegri birtu, en virka þau gegn þörunginum líka. Ég skal nú bara segja þér það að þetta innlegg þitt er alveg dásamlegt :) Þakka þér :) Nota næstu ferð til Akureyrar í þetta... Þetta fæst bara dýrabúðum og blómabúðum er það ekki? Ef það eru fleiri ráð sem maður á að beita líka væri bara fínt að þið legðuð þau fram, ég get ekki stokkið í búð hvenær sem er (ef ég þarf að fá þetta sent er best að fá allt í einu ef ég þarf margt :). En þúsund þakkir :)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Ólafur »

Uv-ljós fyrir fiskabúr fæst örugglega ekki i blómabúðum. Þetta kerfi er byggt þannig upp að vatnið rennur i gegnum perustæðið sem þarf að vera 100% þétt
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Flotholt
Posts: 5
Joined: 15 Mar 2012, 22:36

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Flotholt »

Ó... jæja gott að vita, þá hringi ég bara strax í dag og fæ þetta sent í pósti ;) Kveðja
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Ólafur »

Þú verður að taka fram að þetta sé 300 litra búr þegar þú pantar svona búnað. Svona kerfi eru byggð upp fyrir mismunandi stærðir af búrum

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by RagnarI »

Skín sólarljós á búrið? Fóðraðirðu meðan á myrkvunninni stóð?
Flotholt
Posts: 5
Joined: 15 Mar 2012, 22:36

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by Flotholt »

Bara lítið. Lýsti auðvitað í hálftíma eða svo eftir að þeir fengu fóðrið svo þeir fyndu það. Það er dagsbirta í herberginu þar sem búrið er, en ekkert beint sólarljós.
Arnþrúður.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Mjög óvenjulega mjög þrálátur þörungur - hvað geri ég?

Post by RagnarI »

Þegar þú myrkvar þá máttu ekki fóðra fiskana eða kveikja ljósið, fiskarnir þola vel að fá ekkert fóður í nokkra daga og hafa líklegast bara gott af því, ljósið og fóðrunin hjálpar þörungunum og þess vegna virkaði myrkvunin ekki
Post Reply