Er í vandræðum með Nokkra fiska hjá mér , það er eins og þeir byrji að horast og svo byrja þeir að missa (rassinn) niður ..
Getur einhver hjálpað mér eða ráðlagt ?
Kveðja Atli
Gubby og black molly
Re: Gubby og black molly
Hvernig fiskafóður ertu að gefa þeim?
Re: Gubby og black molly
ég kannast við þetta. Þetta hefur komið fyrir molly og sverðdraga hér. Þetta virðist ekki vera smitandi, allavega hefur þetta ekki orðið að faraldri í búrinu hjá mér. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið. Það væri gaman að heyra ef einhverjir eru með þetta á hreinu.
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena
Re: Gubby og black molly
Er búinn að missa nánast alla gubby sem ég var með og nú er eins og þetta sé að byrja í sverðdrögurum ..
Re: Gubby og black molly
Þegar ég var með þessar fiskategundir þá sá maður þetta gerast ef vatn var orðið slæmt og umhyrðan ekki nægilega góð, en man nú ekki eftir öðri en að kvikindin hresstust við við vatnaskiti og malarhreynsun.
Veit um allavega tvö dæmi þar sem aðili/ar mistu alla fiskana vegna vanhirðu, það einfaldlega gekk það langt hjá þeim að það varð ammoníusprengin í búrunum,,, og þá er litlu bjargað held ég, með svona veikburða fiska.
Veit um allavega tvö dæmi þar sem aðili/ar mistu alla fiskana vegna vanhirðu, það einfaldlega gekk það langt hjá þeim að það varð ammoníusprengin í búrunum,,, og þá er litlu bjargað held ég, með svona veikburða fiska.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Gubby og black molly
Já þetta er svolítið merkilegt finnst mér.
Vanhirða á ekki við um þessa fiska sem ég hef lent í að hafa farið svona, það kæmi mér allavega verulega á óvart og þætti mjög miður.
Ég hef misst kannski um 5 fiska svona. Allt gotfiska. Það er eins og þeir horist, og hryggurinn bogni um miðjuna og þeir fara að "hanga". Þetta kemur ekkert í bylgjum þar sem margir fara í einu heldur hef ég misst einn og einn annars lagið. Ég hef "gúgglað þetta í drasl" og er engu nær. Menn eru einhverjir að tala um orma, en ég hef ekki séð neitt slíkt hangandi út um gotrauf þessara fiska sem hafa veikst hjá mér. Ég hef einfaldlega skrifað þetta á að fiskar eru eins og aðrar lifandi verur mishraustir og geta væntanlega fengið kveisur og veikst tilfallandi án þess að það þurfi að þýða að búrið sé sýkt eða með döpur vatnsgæði.
Mældi núna áðan til að sannreyna og vera viss í minni sök og gildin voru bara nokkuð góð held ég. NO3 var 25ppm og NO2 var 0ppm, og pH var 7. GH8 og KH6
Vanhirða á ekki við um þessa fiska sem ég hef lent í að hafa farið svona, það kæmi mér allavega verulega á óvart og þætti mjög miður.
Ég hef misst kannski um 5 fiska svona. Allt gotfiska. Það er eins og þeir horist, og hryggurinn bogni um miðjuna og þeir fara að "hanga". Þetta kemur ekkert í bylgjum þar sem margir fara í einu heldur hef ég misst einn og einn annars lagið. Ég hef "gúgglað þetta í drasl" og er engu nær. Menn eru einhverjir að tala um orma, en ég hef ekki séð neitt slíkt hangandi út um gotrauf þessara fiska sem hafa veikst hjá mér. Ég hef einfaldlega skrifað þetta á að fiskar eru eins og aðrar lifandi verur mishraustir og geta væntanlega fengið kveisur og veikst tilfallandi án þess að það þurfi að þýða að búrið sé sýkt eða með döpur vatnsgæði.
Mældi núna áðan til að sannreyna og vera viss í minni sök og gildin voru bara nokkuð góð held ég. NO3 var 25ppm og NO2 var 0ppm, og pH var 7. GH8 og KH6
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena
Re: Gubby og black molly
Mig grunar að þetta sé innvortis bakteríusýking.
Þegar fiskar sýna þessi einkenni hjá mér þá farga ég þeim strax.
Þegar fiskar sýna þessi einkenni hjá mér þá farga ég þeim strax.
Re: Gubby og black molly
Bara benda á að ég talaði um að MÉR hafi fundist þetta gerast helst hjá MÉR og þegar vanhyrðan var slæm og léleg vatnaskipti hjá mér, var alsekki að alhæfa neitt.mundi74 wrote:Já þetta er svolítið merkilegt finnst mér.
Vanhirða á ekki við um þessa fiska sem ég hef lent í að hafa farið svona, það kæmi mér allavega verulega á óvart og þætti mjög miður.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is