Var að fá gefins gamalt fiskabúr sem er búið að vera í geymslu í nokkur ár. Með búrinu fylgdi dæla og í henni svampur.
Er óhætt að nota svampinn eftir svona mörg ár í geymslu? Get ég soðið hann eða eitthvað? Þetta er bara pínulítil Eheim dæla og búrið bara ca 20 lítrar eða eitthvað... (allavega stærra en gullfiskakúlan sem ég er með!)
Einnig, hvar er hægt að sjá upplýsingar um fiska á íslensku, t.d. hvaða hitastig er best fyrir hverja tegund? Ég finn ekki aftur hvar ég sá þetta. Þar var tekin fram ca búrastærð fyrir fiskana og einnig hitastig og pH-gildi og svona.
Hvaða fiskar geta verið með gullfiksum? (er ekki að fara að bæta við fiskum í þetta litla búr, heldur langar mig í stærra búr og er svona að velta þessu fyrir mér. t.d. hvernig ryksugu og aðra smáfiska)
Gamalt búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Gamalt búr
Þú getur reynt að skola svampinn með semi heitu vatni, en ég persónulega myndi henda honum og setja frekar bómul í dæluna en passa verður að bómullinn fari ekki í spaðana inni í dælunni.
Gullfiskar eru flokkaðir sem kaldvatns fiskar og plumma sig best í 20-22 gráðum (stofuhita) en þola hærra hitastig, eins og eskimói úti á spáni
Þeir eru frekar friðsamir og geta verið með flestum fiskum í svipaðari stærð en það getur verið vafasamt að vera með fiska sem narta geta í sporð ef þú ert t.d. með fancy goldfish.
Gullfiskar geta verið með corydoras, ég veit ekki með smáfiska eins og tetrur eða gúbbí en ég held að gullfiskar leggja sér ekki aðra fiska til munns nema þeir fái ekkert að éta.
Gullfiskar eru flokkaðir sem kaldvatns fiskar og plumma sig best í 20-22 gráðum (stofuhita) en þola hærra hitastig, eins og eskimói úti á spáni
Þeir eru frekar friðsamir og geta verið með flestum fiskum í svipaðari stærð en það getur verið vafasamt að vera með fiska sem narta geta í sporð ef þú ert t.d. með fancy goldfish.
Gullfiskar geta verið með corydoras, ég veit ekki með smáfiska eins og tetrur eða gúbbí en ég held að gullfiskar leggja sér ekki aðra fiska til munns nema þeir fái ekkert að éta.
Re: Gamalt búr
gullfiskar éta allt sem kemst uppí þá
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu