skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
virðing
Posts: 5
Joined: 22 Jun 2012, 20:23

skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by virðing »

Hæhæ ég er ný hér á spjallinu, var ásamt manninum mínum að starta fiskaævintýri ;)

Keyptum afar fallega fiska og fengum svo ryksugu og sverdraga gefins.. en pælingin mín er sú að ég held að sverðdraginn sé ekki alveg eðlilegur... hann er keng boginn barasta :( Veit ekki aðstæðurnar sem hann var í en hann lítur svona út og mig langar að forvitnast um það hver ástæðan getur verið ? Ætli hann sé nokkuð kvalinn ??



Image
User avatar
virðing
Posts: 5
Joined: 22 Jun 2012, 20:23

Re: skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by virðing »

hmm hvernig set ég inn mynd....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by keli »

Beygður hryggur. Ekki eðlilegt, en getur alveg lifað ágætlega þrátt fyrir það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
virðing
Posts: 5
Joined: 22 Jun 2012, 20:23

Re: skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by virðing »

http://www.flickr.com/photos/67476818@N ... hotostream

hér kemur vonandi mynd af sverðdraganum
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by Elma »

til að setja inn mynd af flickr þá ferðu í Share sem er fyrir ofan myndina
Velur BBCode og stærðina sem er vanalega Medium 500
Copy/paste linkinn þar sem stendur Copy and paste the code below
og setur hér inn og þarft ekkert að gera meira :)

En sverðdraginn er með boginn hrygg.
Hefur líklega gerst þegar hann var yngri út af
lélegum vatnsgæðum eða kalkskorti.
Lifir alveg fínu lífi þó að svo sé og angrar ekkert fiskana.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
virðing
Posts: 5
Joined: 22 Jun 2012, 20:23

Re: skondinn sverðdragi... klárlega ekki eðlilegt eða hvað ?

Post by virðing »

Elma wrote:til að setja inn mynd af flickr þá ferðu í Share sem er fyrir ofan myndina
Velur BBCode og stærðina sem er vanalega Medium 500
Copy/paste linkinn þar sem stendur Copy and paste the code below
og setur hér inn og þarft ekkert að gera meira :)

En sverðdraginn er með boginn hrygg.
Hefur líklega gerst þegar hann var yngri út af
lélegum vatnsgæðum eða kalkskorti.
Lifir alveg fínu lífi þó að svo sé og angrar ekkert fiskana.



Takk fyrir þetta ;)
Post Reply