Sæl/sæll Walburga og velkomin/nn á spjallið. Alltaf gaman að fá fleiri plöntuáhugamenn hingað.
Búrið þitt lítur mjög vel út og uppsetningin á því er mjög flott finnst mér.
Er þetta búr búið að vera lengi í gangi hjá þér?
Takk fyrir
@Sven: Ég er búin að vera með það í tvö ár. Fyrst var ég með grófan hraunmola. Það gekk ágætlega en samt uxu plönturnar ekki sérstaklega vel. Síðasta sumar sótti ég svo fínan Ölfusársand og þá allt í einu varð lífssprenging
Ég setti hann í bala og lét renna heitt vatn í gegn í heila nótt. Bara skrítið hvað ég var þá eftir nokkrar vikur með marga og risastóra snigla, líka tegundir sem ég hef ekki verið með áður
Takk fyrir
@Síkliðan: Kannski er það út af sandinum? Ég hef adrei gert mælingar eða tékkað á hvað mig vantar mikið CO2 eða svoleiðis. Reyni bara að skipta um 30-50 % af vatni á viku og höndla þetta frekar eftir tilfinningu. Í raun hef ég eiginlega enga hugmynd um allt þetta fræðilega (en vonast til að læra eitthvað hjá ykkur ) Peran heitir Osram Lumilux 15W/840 og aukalega nota ég svona "reflector". Af og til nota ég næringu sem er kölluð "Ferrdrakon" sem er mjög vinsæl á þýskum spjallþráðum (líka hægt að panta bara duft --- ódýrasta leið til Íslands). http://www.drak.de/en
Stórglæsilegt búr, og bara fínar myndir líka Eina með myndirnar er að í seinni seríunni þá speglast greinilega glugginn hjá þér soldið í myndatökunni, oft betra að draga bara fyrir