Þá er allt vesenið búið vonandi. Búinn að laga ljósið, í "ljós" kom að ballestin var farin, eins og marga grunaði í einum af "aðstðar-þræðinum" mínum. Ég gafst upp á tunnudælunni og fékk nýja/notaða hjá vargi á fínu verði.
Allt komið á sinn stað og vatnið að renna í. Hef þetta bara fátæklingalegt í byrjun. En svo á þetta allt eftir að koma.
Þakka fyrir hjálpina í fyrri þráðum hjá mér, nú er ALLT AÐ GERAST!!
Ég ætlaði að fara að ýta á "like" en fattaði svo að ég er ekkert á facebook hihi..
Hlakka til að sjá myndir úr búrinu þegar það verður klárt, skemmtilegt að hafa þessa gömlu og góðu fiska í svona stóru.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.