Vandamál með nýtt búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Vandamál með nýtt búr

Post by Snædal »

Ég held ég hafi klikkað á einhverri reglu. Líklegast finnst mér það vera meðhöndlun heimasmíðað bakgrunns, að ég hafi sett hann of snemma í vatn eftir að vera lakkaður.

Eftir að hafa skipt alveg um vatn nokkrum sinnum í búrinu og láta það standa þannig í tvo daga að þá prófaði ég að setja gullbarba í það. Fylgdist með honum allan tíman. Eftir rúmlega 25mín fór að hann að vera daufur og synda skringilega. Ég tók hann þá og setti hann í hitt búrið aftur. Hann leit bara út fyrir að vera í vímu greyið. Synti með andlitið upp í loftið og tók smá sprikl í vatninu. Svo hætti hann að hreyfa sig og flaut um búrið andandi mjög hægt. Að lokum gaf hann upp öndina.
Hinir gullbarbarnir fjórir sem eftir eru urðu þvílíkt æstir og spændu í mölina. Virðast mjög hræddir og eru þrír útí horni en einn hegðar sér eðlilega. Prófaði svo að gefa þeim að borða en þeir fóru ekki upp eins og venjulega að borða heldur átu bara það sem sökk niður. Hinir meðlimir búrsins fóru að borða eins og venjulega.

Nú spyr ég hvað ég eigi að gera með þetta búr. Tæma það, taka allt úr því og hreinsa það einhvern veginn? Sigta sandinn uppá nýtt og þrifa rótina og sleppa hreinlega bakgrunninum eða hvað? Ég er að verða alveg lost. Vildi vera fyrir langalöngu vera kominn með þetta búr starfshæft.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur prófað að hafa dælu í gangi og gera nokkrum sinnum 100% vatnsskipti með 1-2 daga millibili.
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

bakgrunnur

Post by Einval »

hvaða lakk notaðir þu a grunninn :?:
Post Reply