Fiskar að deyja :(

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Fiskar að deyja :(

Post by EiríkurArnar »

Nú er ég búinn að missa tvo fiska á 2 dögum og er ekkert sérstaklega sáttur...en þeir eru báðir búnir að deyja með eitthvað svona hvítt á nefinu.
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

mjög líklega útaf uppsöfnuðum úrgangsefnum í vatninu. Skiptu um 50% af vatninu strax og svo aftur eftir 2 daga. Það sakar heldur ekki að setja svona 1-2gr af salti á hvern lítra í búrinu fljótlega eftir fyrstu vatnsskiptin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Geri það takk
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Ég er búinn að verað missa núna tvær gúbbý kellingar og þær fara með sömu einkennin. Byrja á því að slappast og svo fer sporðurinn að síga niður. Síðan fara þær að vagga um búrið. Held að ég hafi misst einn gúbbý karl svona líka og núna held ég viku seinna að ég sé að missa eina sverðdragara kerlu. Ég skipti samviskusamlega um 50% vatn á viku og þríf dæluna reglulega. Prófaði líka við síðustu vatnaskipti að salta en það virðist ekki hafa verið nóg. Er að skipta um vatn núna og setti 200 g af salti. Þetta er 54l búr. Það lagaðist ekkert þegar að ég slumpaði eitthvað í búrið. Ætla að vona að þetta geri eitthvað.

Eitthver sem getur sagt mér hvað þetta er og hvernig ég geti komist hjá þessu ?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

búinn að prófa mæla vatnið?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

nei
þarf að redda mér testum...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hljómar eins og Mouth-fungus sem er bakteríusýking sem kemur oftast í kjölfar lelegra vatnsgæða, stress getur einnig orsakað þessa sýkingu.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ætti ég að skella fungus lyfinu mínu í búrið eða dugir saltið ?

er í lagi ef að það er bæði í einu í búrinu ?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote: Er að skipta um vatn núna og setti 200 g af salti. Þetta er 54l búr.
Úff þetta er ekkert smá mikið salt :S þetta er fjórfaldur skammtur af því salti sem á að vera :S. Talað um 1g á L. þetta er 4% saltmagn og selta sjávar er um 3,3% :O myndi skipta strax um vatn
200L Green terror búr
User avatar
Kaladar
Posts: 63
Joined: 06 Apr 2009, 00:04

Post by Kaladar »

EiríkurArnar wrote:ætti ég að skella fungus lyfinu mínu í búrið eða dugir saltið ?

er í lagi ef að það er bæði í einu í búrinu ?
Myndi ekki mæla með að hafa bæði í salt og lyf í einu, ekki langt síðan
einhver á spjallinu gerði það og fór að taka eftir skrítnum "bruna" blettum á
fiskunum sem var rakið til saltsins og lyfsins saman...
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

sumir hafa verið að mæla með 1-4 gr. á líterinn þannig að þetta ætti ekki að vera svo mikið.

ég ætla heldur ekki að láta þá vera lengi í þessu...kannski 2-3 daga.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

drepur lyfið ekki flóruna í dælunni ?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote:sumir hafa verið að mæla með 1-4 gr. á líterinn þannig að þetta ætti ekki að vera svo mikið.

ég ætla heldur ekki að láta þá vera lengi í þessu...kannski 2-3 daga.
Er þá ekki verið að meina 4 g á líter í smá stund, max í 5-30 mín. Samanber þessari grein http://freshaquarium.about.com/cs/treat ... nfresh.htm þar sem talað er um að "dýfa" fiskunum ofan í svona salt vatn í smá stund

Efast um að þeir lifi lengi í svona svakalega söltu vatni, þetta er saltari en sjórinn og þetta eru ferskvatnsfiskar :)
200L Green terror búr
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Skipti smá um vatn en tók þessa veiku til hliðar og setti lyf í fötuna. Vona að þetta lagist hjá henni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

4 gr sleppur svosem alveg fyrir flesta fiska. Venjulega myndi ég þó mæla með 1-2gr/l til að byrja með og svo uppa það í 3-4gr/l ef maður sér engan mun á 1-2 dögum. 4gr/l allt í einu er óþarflega mikil breyting og getur farið illa með fiska sem eru viðkvæmir fyrir útaf veikindum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég setti fyrst svona í kringum 2 gr. síðast þegar að ég gerði vatnaskipti (föstudaginn).
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote:ég setti fyrst svona í kringum 2 gr. síðast þegar að ég gerði vatnaskipti (föstudaginn).
Hefði látið það vera lengur, svo kannski lagast þetta ekki bara með saltgjöf :) var t.d með fisk sem var líklega með hole in the head og það tók alveg 2-3 vikur að lagast alveg og ég hækkaði hitann, setti salt og gaf próteinríka fæðu, þetta spilaði held ég allt inn í og honum batnaði :) en þetta var bara á byrjunarstigi :)

Ertu búinn að hækka hitann um alveg 2°C? það er betra að salta og hækka hitann en ekki bara salta :) En ef þú hækkar hitann þá er betra að hafa loftdælu í gangi annars getur orðið loftlaust.
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

EiríkurArnar wrote:ætti ég að skella fungus lyfinu mínu í búrið eða dugir saltið ?

er í lagi ef að það er bæði í einu í búrinu ?
Fungus lyf virkar ekki á þetta ef þetta er mouth-fungus, ótrúlegt en satt þá er mouth-fungus bakteríusýking en ekki sveppasýking.
Hraustleg vatnsskipti og salt ætti að laga þetta en í svæsnari tilfellum þarf lyf gegn bakteríusýkingum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég gleymdi að hækka hitan enn er búinn að því núna.

þegar maður saltar mikið 2-4 g/per l hvað á maður að láta það vera lengi áður en að maður gerir aftur vatnaskipti ?
Post Reply