Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
Gulli Gullfiskur
Posts: 47 Joined: 27 Mar 2009, 01:49
Post
by Gulli Gullfiskur » 08 Apr 2009, 22:57
Hvaða fiskar passa með Platy?
og hvað þarf vatnið að vera orðið heitt áður en ég kaupi þá?
Guðjón B
Posts: 1510 Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Guðjón B » 08 Apr 2009, 23:08
24-25 gráðu hiti (annars deyja fiskarnir ekkert ef vatnið er alveg komið uppí þennan hita)
aðrir gotfiskar
flestar tetrur
#"ryksugufiskar"#(glersugur)og botnfiskar í minni kantinum
og fleiri litlir fiskar
barbar
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47 Joined: 27 Mar 2009, 01:49
Post
by Gulli Gullfiskur » 08 Apr 2009, 23:15
Ok, takk fyrir þetta, segðu mér þá annað, hvað þarf ég ca stórann hitara í 50-60 lítra búr?
Guðjón B
Posts: 1510 Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Guðjón B » 08 Apr 2009, 23:21
það er miðað við 1W á líter þannig að þú þarft 50-60W hitara
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Jakob
Posts: 4544 Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown
Post
by Jakob » 08 Apr 2009, 23:42
60W hitara, ekki alltaf miðað við líter, eins og í 400L búri er mælt með 300W hitara. Allavega helst hitastigið hjá mér stabílt með 300W hitara.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Elma
Posts: 3536 Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:
Post
by Elma » 08 Apr 2009, 23:46
ég myndi halda að 25W hitari sé alveg nóg. Allavega var ég með 25W hitara í mínu 60L búri og það var meira en nóg.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Andri Pogo
Posts: 5003 Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:
Post
by Andri Pogo » 08 Apr 2009, 23:47
fer lika eftir því hvað er heitt i herberginu fyrir. ég nota yfirleitt ekki hitara, t.d. inní íbúð hjá mér er það óþarfi en inní hobbyherbergi nota ég hitara í nokkur búr því ég er alltaf með glugga opinn og þvi aðeins kaldara inni.
Hvaða hitastig er á vatninu hjá þér án hitara ?
-Andri
695-4495
Guðjón B
Posts: 1510 Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Guðjón B » 08 Apr 2009, 23:50
getur einginn bara verið sammála mér
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Jakob
Posts: 4544 Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown
Post
by Jakob » 08 Apr 2009, 23:51
Ekki með rangar upplýsingar nei.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Guðjón B
Posts: 1510 Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Guðjón B » 08 Apr 2009, 23:54
nei oki en 50W hitari er góður fyrir 60L búr. ég er ekkert að segja að hann geti ekki verið minni
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
gudrungd
Posts: 1301 Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk
Post
by gudrungd » 08 Apr 2009, 23:56
það er sáralítill verðmunur á 25 og 50 watta hitara, ef það er heitt í herberginu þá kveikir hitarinn sjaldan á sér en bregst við ef t.d. trekkur kælir búrið skyndilega niður. ef það er engin hætta á skyndilegum breytingum og stofuhiti er um 24 -25°, hafðu engar áhyggjur. hitamælir er ódýrari en hitari!