Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum
Moderators: Vargur , Hrappur , Ásta
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 09 Mar 2009, 10:53
Þú hefur verið óþarflega fljótur á þér að taka hrognin þarna... Þau eru svo lítið þroskuð að það getur verið erfitt að halda fungus frá þeim. Reyndu að hafa góða hreyfingu í kringum þau og settu sveppalyf í vatnið.
BIG RED2
Posts: 88 Joined: 04 Mar 2009, 18:51
Post
by BIG RED2 » 09 Mar 2009, 11:04
flott svaka egg
skrifaði áður sem big red
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 09 Mar 2009, 11:08
Sveppalyf var sett strax í vatnið, varð að taka kellan farin að kyngja.
Hrognin eru í sér búri með sér fillteringu og lofti til að hreyfa hrognin og með fungus lyfi út í.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 09 Mar 2009, 16:59
Ég hélt þið vilduð allir að kellurnar kyngdu
(þetta var bara skrifað fyrir animal)
Vona að það verði í lagi með hrognin, við förum á skeljarnar og krossum fingur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Jakob
Posts: 4544 Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown
Post
by Jakob » 09 Mar 2009, 17:03
[quote="Ásta"]Ég hélt þið vilduð allir að kellurnar kyngdu
(þetta var bara skrifað fyrir animal)
[quote]
Hahahaha
Flott, á ekki að setja svo seiðin á sölu hér eftir nokkra mánuði þegar þau eru komin í ákveðna stærð?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 09 Mar 2009, 17:21
ásta skrifaði:
Vona að það verði í lagi með hrognin, við förum á skeljarnar og krossum fingur.
Já vonandi, annars kemur það bara í ljós, er mest ánægður að hrognin skyldu vera frjó
Síkliðan skrifaði:
Flott, á ekki að setja svo seiðin á sölu hér eftir nokkra mánuði þegar þau eru komin í ákveðna stærð?
Sjáum til, ef þetta tekst.
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 09 Mar 2009, 17:28
Ásta skrifaði
Ég hélt þið vilduð allir að kellurnar kyngdu (þetta var bara skrifað fyrir animal)
Er viss um að animal svari þessu.
animal
Posts: 930 Joined: 07 Aug 2007, 22:49
Post
by animal » 09 Mar 2009, 19:36
Eiki wrote: Ásta skrifaði
Ég hélt þið vilduð allir að kellurnar kyngdu (þetta var bara skrifað fyrir animal)
Er viss um að animal svari þessu.
Hehehe Vissulega!!
Ace Ventura Islandicus
Agnes Helga
Posts: 1580 Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Post
by Agnes Helga » 09 Mar 2009, 20:45
Spennandi hvort þér takist að klekja þeim út
ekkert smá stór hrogn
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 10 Mar 2009, 10:17
já þau eru mjög stór, kíkti í morgun á þau, komnir 10 halar og 10 hausar.
Fljótt að gerast.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 10 Mar 2009, 10:41
Flott að sjá hausana. Þetta er ansi spennandi.
Þú verður að pósta mynd daglega, ef þú hefur tök á, svo við getum fylgst með þróuninni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 10 Mar 2009, 13:33
Skal reyna taka mynd daglega.
Agnes Helga
Posts: 1580 Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Post
by Agnes Helga » 10 Mar 2009, 16:55
Vá hvað þetta er spennandi! Ekkert smá skemmtilegt að sjá hrognin þroskast!
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
BIG RED2
Posts: 88 Joined: 04 Mar 2009, 18:51
Post
by BIG RED2 » 10 Mar 2009, 18:18
já gaman að þessu ekki amalegt að fara úr 9 í 19
skrifaði áður sem big red
animal
Posts: 930 Joined: 07 Aug 2007, 22:49
Post
by animal » 10 Mar 2009, 20:51
Verulega flott, verður að teipa myndvélina við ennið á þér svo þetta verði skrásett í botn.
Mergjað smergjað
ég hef greinilega kennt þér vel, Eiki minn
Hahahaha
Ace Ventura Islandicus
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 10 Mar 2009, 21:35
Jú væri flott að fara úr 9-19.
animal þú hefur svo margt að kenna.(animal=master)
hahahaha....
Last edited by
Eiki on 10 Mar 2009, 21:52, edited 1 time in total.
BIG RED2
Posts: 88 Joined: 04 Mar 2009, 18:51
Post
by BIG RED2 » 10 Mar 2009, 21:46
eru þær matvondar eða taka þær bara hefbundin fiska mat
skrifaði áður sem big red
Toni
Posts: 488 Joined: 05 Nov 2006, 12:41
Post
by Toni » 10 Mar 2009, 21:50
Geggjað gaman að fylgjast með þessu.
hvernig er það er allt í lagi að taka eggin frá, t.d. er í lagi að taka út úr malawi kellingu og setja í sér búr, verður maður ekki að bíða eftir að komin eru seiði ?
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 10 Mar 2009, 22:02
big red2 skrifaði:
eru þær matvondar eða taka þær bara hefbundin fiska mat
Voru matvandar fyrst eru allar að koma til, farnar að taka hefbundin fiskamat.
Toni skrifaði:
hvernig er það er allt í lagi að taka eggin frá, t.d. er í lagi að taka út úr malawi kellingu og setja í sér búr, verður maður ekki að bíða eftir að komin eru seiði ?
Myndi ekki mæla með að taka úr þeim svo snemma þær halda oftast mjög vel. myndi taka úr þeim mjög seint, nokkrum dögum áður en hún spýtir þeim útúr sér.(gerði það sjálfur þannig)
Toni
Posts: 488 Joined: 05 Nov 2006, 12:41
Post
by Toni » 10 Mar 2009, 22:08
jamm ég geri það líka, ætlaði bara að tjékka á þessu
aðra mynd á morgun..
Dýragardurinn
Posts: 143 Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn
Post
by Dýragardurinn » 10 Mar 2009, 23:29
Eiki wrote: .
Takk fyrir það, Hef ekki fundið neinn með þetta afbrigði hér á landi, Væri gaman að finna einhvern
[/quote]
Það komu 4 stk af þeim inn í Maí í fyrra, stoppuðu í búðinni í eina nótt seldust um morguninn. Síðast þegar ég vissi þá voru þær allar á lífi. Sé eigilega eftir að hafa ekki tekið fleiri í þeirri sendingu.
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 11 Mar 2009, 09:57
Dýragardurinn skrifaði:
Það komu 4 stk af þeim inn í Maí í fyrra, stoppuðu í búðinni í eina nótt seldust um morguninn. Síðast þegar ég vissi þá voru þær allar á lífi. Sé eigilega eftir að hafa ekki tekið fleiri í þeirri sendingu.
Flott að heyra að það eru til fleiri með þetta afbrigði.
(væri gaman að fá að sjá þær)
Jæja hér kemur mynd. Dagur 8 frá hrygningu.
Junior
Posts: 128 Joined: 04 Feb 2009, 17:07
Post
by Junior » 11 Mar 2009, 17:01
ekkert smá gaman að fá að fylgjast með þessu, og vá hvað þau eru fljót að þroskast.
-a
-Andri
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 12 Mar 2009, 10:13
Já fljót að gerast og alveg magnað.
dagur 9
Toni
Posts: 488 Joined: 05 Nov 2006, 12:41
Post
by Toni » 12 Mar 2009, 10:14
vá, magnað að sjá þetta, hvað er talað um að þau séu lengi að verða frísyndandi ?
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 12 Mar 2009, 10:17
26-29 daga að verða frísyndandi.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Mar 2009, 10:43
Það er ótrúlega mikill munur á þeim á stuttum tíma.
Ertu með loftstein undir þeim?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Eiki
Posts: 257 Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss
Post
by Eiki » 12 Mar 2009, 10:52
Já er með loftstein undir þeim, en er ekki með mikinn kraft á honum, hrognin bara rétt hreyfast, og svo er ég með svampfilter í búrinu líka, hann hreyfir vel vatnið í búrinu.