Lítið byrjenda Sjávarbúr?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Lítið byrjenda Sjávarbúr?

Post by Gabriel »

Ætla að spyrja smá um saltvatnsbúr, þó svo að þetta sé ferskvatnsspjall :P

Hef verið að pæla, væri hægt að vera með nokkra kórala og rækjur eða krabba í 200L búri og nota íslenskan sjó? Hef verið að kynna mér þetta eitthvað aðeins og komst að því að undergravel filter er víst ekki mjög hagkvæm upp á Nitrat/Nitrit veseni (skildi það ekki alveg), allavegana, langar mikið í sjávarbúr og fínt að prufa eitthvað svona áður en að maður fer að kaupa rándýra fiska í þetta :-) HVernig hreinsibúnað ætti maður að nota o.s.fv. Veit ekki Ulli eitthvað um svona? :D

Og ef að þetta er hægt, hvernig er best/aðveldast að redda sér sjó? (nenni ekki miklu veseni varðandi það)
Last edited by Gabriel on 06 Feb 2008, 21:24, edited 1 time in total.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Lítið byrjenda Sjávarbúr?

Post by Sirius Black »

Gabriel wrote:Ætla að spyrja smá um saltvatnsbúr, þó svo að þetta sé ferskvatnsspjall :P

Og ef að þetta er hægt, hvernig er best/aðveldast að redda sér sjó? (nenni ekki miklu veseni varðandi það)
Það er örugglega slatta erfitt að redda sér sjó ef að maður á ekki trillu sjálfur þar sem að maður þarf að fara svolítið út fyrir landið til að ná í "hreinann" sjó, ekki bara hægt að fara út í fjöru og ná í sjó þar út af mengun :)
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er einfaldast að kaupa salt í gæludýrabúð og blanda sjóinn. Það er ekkert víst að það sé ódýrasta að sækja sjóinn útí ra**gat.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

okey, en þetta hel.. salt er svo dýrt út úr búð :? einhver 10-15 þúsund fyrir dót sem að dugar í 700L, það er ansi fljótt að fara ef maður á að vera duglegur í vatnsskiptum. En reyndar bý ég ekki yfir fiskikari og pólverjum eins og Ulli :P
En hvernig hreinsibúnað mæliði með? Heyrði að það þyrfti að vera meiri hreifing á vatninu í sjávarbúrum heldur en í ferskvatns. Er powerhead þá bara málið?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

sko ef þú ert að spá í bara litlu búri borgar sig að kaupa salt.ef þú ert komin í það magn að skyfta út yfir 200ltr á mánuði myni ég nota sjó.finna bara brygju sem er litið notuð.persónulega nenni ég ekki leingur að sækja sjó. ekki er mælt með undergravel filter fyrir sjávarbúr vegna þess að lifriki í sandinum á mjög stóran hlut í að brjóta niður úrgang og minka eituefni svo sem nitrate.en einig get ég sagt þér að stærra er betra í saltinu vegna þess ef þú ert með litið búr þarf minna að fara útskeiðis og það er erfiðara að fá góða flóru í það.þegar ég var með 500lt sjávar búrið var eina mechanical hreinsunnin protein skimmer.og voru vatns gæðin ávalt mjóg góð.15cm sand botn
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

100lt=1000lt hreyfing er lámark,eða tifalt vatns magn búrsins
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég er með 1 54L með 2 trúðum í, ekkert hreinsikerfi nema bara Live Rock, Live Sand og síðan 2 powerhead, 4 sníggla og á eftri að fá mér 3 - 4 hermet krabba

Ég sæki sjó rétt hjá vitanum í vesturbænum og hann hefur reynst mér bara vel :), Mæli ekki með því að þú takir sjó nálægt bryggju þar sem mjög lítil vatns hreifing er þar og mjög mengað vatn. Alveg bannað! ;)

Svo er www.nano-reef.com búin að reynast mér virkilega vel þar sem þeir hafa gott spjallborð og fult að fræðslu efni :)

Ættir bara skella þér út í seltjarnarnesið hjá vitanum og næla sér í 200Lítra eða svo og skella LR og LS, powerhead og tunnudælu í búrið og leifa því að malla í mánuð með 10% vikulegum vatnskiptum og þá ættir þú að vera reddy fyrir fiska eftir þennan mánuð :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... cts_id=404

13.500 kr. fyrir salt í 600 lítra :? Finnst ykkur það ekkert dýrt?
Ég prufaði einu sinni að fylla 54L búr af sjó úr Fjörunni heima og notaði sand þaðan, var ekki með neitt í því nema nokkra snigla sem að lifðu góðu lífi en ég hreinsaði sandinn ekkert og það kom þessi helvítis hellingur af iðormum með, ógeðslegt :P
Ég held að það ætti að vera safe að nota sjó ef að ég er bara að fara að vera með krabba og eitthvað drasl sem að lifir í þessu :)
Ég er allavegana bara fátækur námsmaður og tími ekki svona miklum peningum til að framkvæma vatnsskiptin. Kannski maður haldi sig bara við ferskvatnið í nokkur ár í viðbót :)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þér að segja þá er ekkert að marka verðin á tjörva síðuni.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jú mér finnst saltið einmitt það dýrt fyrir mig að ég nota bara sjóinn, ég læt hann síðan sitja yfir nóttina í stórri tunnu og síðan læt ég hann renna í gegnum filtervatt (Hvíta bómulinn) áður en ég set hann í búrið hjá mér til að hreinsa hann aðeins

Myndi ekki nota fjöru sand því eins og þú sagðir þá er hellingur af lífi í honum sem er ekkert æskilegt í heitu salt búri (26°c), getur otað venjulegan fiskabúrssand, svo er líka til geðveikt góður og flottur sandur hjá strákunum í Dýragarðinum sem er lifandi með fullt af lífríki sem maður vill hafa í heitu salt búriman ekki verðið á honum en þetta er s.s Live sand
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eins og ég sagði þá myndi ég nota bara sjó ef ég væri ekki svona latur :lol:
hef mælt hann og það er ekkert nitrate og hann er fullkomin fyrir kórala þar sem miniral hlutföllin eru í botni.en eins og squinchy sagði þá er got að filtera hann,þótt ég hafi ekki gert það.en eins og með islensk krabba dyr.hér er dæmi náði mér í nokra boga krabba og þeir lifðu af að fara úr köldum isl sjó beint i 28 gráður ekki mörg sjávar dyr sem myndu þola það
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég verð að prufa þetta þá einhverntíman :-) Ætli það sé ekki hægt að redda einhverskona pumpu til að dæla í tunnu eða e-ð. Fáránlegt hvað það er til mikið af sjó en svo erfitt að ná honum :P
Svo verð ég að redda mér þokkalegu búri fyrir þetta
Ulli, hvar reddaðiru bogakröbbum? Er hægt að leggja gildur fyrir þá á bryggjum og svoleiðis?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

ferð út á klappirnar, lyftir steinum ;) þeir eru samt ekkert huge, en sumir hverir nokk myndarlegir ;) Þeir eru reyndar bara um sumartímann svona nálægt landi :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

þú vilt þá ekki ef þú ætlar að hafa kóralbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Eins og Agnes sagði þá eru þeir bara í fjörunni að chilla undir steinunum, annars er ekkert mál að útbúa krabba gildru, hérna er eins sem ég bjó til fyrir svona 2 árum, stút filtist yfir eina nótt, bara passa að beitan sé í boxi sem þeir ná henni ekki út því þeir fara bara þegar maturinn er búinn ;)
Image

Ég nota bara 10L fötu og nota hana til að ausa upp í sirka 30L hundafóðurs fötu sem ég fékk upp í Dýralíf, sú fata dugar mér fyrir 3x10L vatnskipti :) þannig að ég þarf bara að fara á 3vikna fresti að sækja

Þú ættir frekar að fá þér Hermit Crab þeir eru of flottir og kosta lítið í Dýragarðinum, þeir eiga líka einhverja venjulega sem eru gégjað flottir :)
Image
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Jæja, ég hef loksins ákveðið að ráðast í að starta nano sjávarbúri með 54L búri sem að var að losna, ég ætlaði að fara í það um helgina að ná í sjó í búrið, en þá datt mér það í hug, ég þarf seltumæli. Ég sá að á netversluninni hjá tjörva eru nokkrir seltumælar, en á bilinu 2.000-30.000 svo spurningin er, hvaða mæli ætti maður að kaupa. Sá að þessir ódýrustu mæla parts per thousand en ekki special gravity, svo að ef einhver hefur reynslu af svona mælum endilega að tjá sig svo að ég panti ekki eitthvað rusl :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Að mínu mati hefur þú ekkert við einhver mega dýran mælir að gera
Ég hef verið að nota mælirinn Instant Ocean Hydrometer frá Aquarium System og hann hefur reynst mér mjög vel
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég var einmitt að skoða mynd af þessum mæli og sýnist að SG 1.024 sé 30 PPT :) er að pæla í að panta mér þá bara ódýran mæli, fínt til að byrja með :D
Þessi er ódýrastur:
Image
TMC Hydrometer er flotseltumælir fyrir sjávarbúr. Hann mælir niður í 0,01 PPT miðað við 25°C vatnshita.
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Getiði mælt með góðri straumdælu fyrir svona lítið búr? Ég var að skoða þessa: http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=1769 og hún dælir öllu vatninu í gegnum sig rúmlega átta sinnum á klst. Var að pæla hvort að það yrði nokkuð alltof mikill straumur í búrinu :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er mjög hrifinn af Maxi-jet straumdælunum sem Dýraríkið selur, þær eru frekar dýrar en endast ótrúlega vel og virðast þola allt.
Mig minnir að 650 l/klst dælan kosti tæp 6.000.-
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Okei, :-) en ég er því miður ekkert á leiðinni á næstuni að neinni dýrabúð svo að ég verð að láta tjörva síðuna duga :) ég ætla að panta þessa dælu og saltmælinn :D Verður líklega kominn þá á þriðjudaginn í næstu viku :)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Þú hefur ekki látið þér detta í hug að panta að utan? Þetta er kannski ekki besti tíminn vegna gengisins en ég hef pantað Juwel filtera frá http://www.fishandfins.co.uk/ , þar sem þetta var svo lítill og léttur pakki þá borgaði ég ekkert hátt flutningsgjald (sumir rukka hrikalega fyrir flutning) og síðan vaskinn þegar þetta kom, sem var um viku seinna. Ég sendi þeim bara tölvupóst og spurði hver sendingarkostnaðurinn væri og það stóðst alltsaman. Bara hugmynd!
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Nei, ég pantaði ekki að utan :) mér datt það ekki einu sinni í hug :D Spurning um að skoða eBay næst þegar maður þarf að versla
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Þarft bara að skoða vel hvað þeir taka í sendingarkostnað, sumir rukka eitthvað rugl og þú þarft að borga vaskinn líka af því svo að maður þarf að reikna þetta út.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ef ég er að fara með rétt þá minnir mig að strákarnir í Dýragarðinum séu með Koralina power head frá Hydor sem er alveg snilldar PH
ImageImageImage
Festur með sterkum segul þannig að auðvelt er að færa hann til án þess að þurfa fara ofan í búrið og einig er hausinn mjög stillanlegur
L/h er líka alveg rugl gott í þessum :D og er ekki dýrari en hefðbundinn PH sem nær Koralina ekki í sjónlínu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Vá. þessir eru flottir :shock: hvað kosta þeir sirka?
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Jæja, ég fékk póst um það að powerheadinn væri ekki til á lager og kæmi ekki fyrr en eftir tvær vikur, svo að ég fer ekki strax í það að ná í sjó (fínt því að það snjóar eins og enginn væri morgundagurinn hérna) :lol:
Og ég fæ meiri tíma til að skipuleggja mig í þessu, ætlaði að byrja með litla fjörukrabba og snigla. En því meir sem að ég pæli í þessu þá langar mig því mun meira í almennilega fiska, svo ég fór að pæla í góðum byrjenda fiskum fyrir þetta búr, og datt náttúrulega fyrst í hug clown fish, enda sívinsælir og flottir :D Og ekki óviðráðanlega dýrir miðað við marga fiska í þessum geira :) En á eftir að skoða þetta almennilega og kynna mér kröfur ýmissa fiska
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Og ég vildi einnig spyrja fólks álits á sandi í búrum, ég er að pæla hvort að ég eigi að nota svartan eða hvítan sand. Ég tók um daginn eina fötu af svörtum sandi úr fjörunni og sauð hann, setti hann svo ofan í tómt fiskabúrið og hafði vatnsslöngu í búrinu á fullu og aus upp úr því með fötu þar til að vatnið varð tært og það kemur mjög vel út :D
Image
Svarta sandinn er auðvelt að nálgast en veit ekki hvernig ég myndi fara að því að fá hvítan sand nema að fara suður eða inná Akureyri, en allt er gert fyrir búrið :lol:
Hvað finnst ykkur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég kann vel við svartan sand.
Fiskarnir eru yfirleitt fallegri á litinn og líður betur í svörtu undirlagi.
Hvíti sandurinn er líka leiðinlegur með hvað sést á honum drulla og þörungur.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

fínn skelja sandur í fjörunni í garðinum.hann er svona grár/hvitur.
vildi taka það fram að það er 50% afslátur af öllu salti í vatnaveröld í kef.
held að dúnkur fyrir 500lt kosti 7þ eða minna.
svo sá ég að þeir eru komnir með eithvern slatta af harðviðar rótum og nokrar huges venjulegar.ein af þeim er Mjög flott vægast sagt,ef ég væri með fersk vatn myndi ég skélla mér á hana
Post Reply