Feitur fiskur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Feitur fiskur

Post by Gaby »

Ég er með 4 rósabarba og einn er mikið feitari en hinir, og á erfitt með að synda eðlilega og hún sekkur eigilega alltaf niður á botninn.

Hvað gæti verið að honum?


Ég á fjórar tetrur og 1 er horfin, það er enginn fiskur sem gæti hafi borðað hana og hún gæti engan veginn fest sig í dælunni.

Hvað gæti eigilega orðið um hana?

Vona að þið svarið fljótt.. =)
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Miklu feitari, hvernig þá, virðist hreistrið á honum standa út ?
ef ekki þá getur þetta bara verið vel hrognafull kvk.

Tetran sem hvarf á dularfullan hátt hefur sennilega bara drepist og svo verið étin af hinum fiskunum, það gerist oftast hratt.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hreistið stendur ekki út, en það er kemur svona bumba niður

Og ef hún er hrognafull þarf ég þá að kaupa e-h flotbúr?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei, ekki nema þú ætlir að setja karl og kerlu í það.
Þau hrygna bara í mölina og það er étið jafnóðum.
Ef þú villt koma upp seiðum undan þessum fiskum þá þarf að setja þá í sér búr td. með neti í botninum, leyfa þeim að hrygna og fjarlægja svo fiskana og leyfa svo seiðunum að vaxa upp í búrinu.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hvar fær maður svona net?

Og í hvernig búr er hægt að setja netið í?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nokkuð víst að þú nennir ekki að standa í því veseni að ala upp barbaseiði.. Vesen að finna mat handa þeim, vesen að halda eggjunum frá foreldrum og allskonar annað vesen..... Þetta er allt annað en t.d. gúbbar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Ok takk fyrir að láta mig vita ;)
Gabríela María Reginsdóttir
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

hvaða hvaða ég er með x marga rósabarba í búrinu hjá mér, ég segi x því þeir fjölga sér svo svakalega að ég hef enganveginn tölu á þeim, samt eru með i búrinu skalar, gullbarbar, 6 mismunandi tegundir af tetrum, s. danios, draugafiskur, eitthverjar dvergsikliður. Svo aldrei að segja aldrei þetta er ekkert mál að fjölga þeim :)
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

okej, hljómar vel. :)
ég hef frekar mikinn áhuga á að prófa að
rækta rósabarba :)
hvað gerðiru?
Settiru þau í sér búr eða ?
Gabríela María Reginsdóttir
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

Ég geri nú ekkert sérstakt, ég keypti upphaflega 6 fullorðna 2 kk og 4kvk. Ég er með 240l búr, nokkrar rætur í búrinu svo að ph-ið er frekar lágt 5-6, hitinn er um 24-25°C og svo er alveg hellingur af gróðri (aðallega java-mosi) þannig að það er nóg af felustöðum í búrinu fyrir seiði sem er nú án efa ástæðan fyrir því að þau komast upp.

Byrjaðu á því að fóðra fiskana vel með protein ríku fóðri. Þegar parið þitt er orðið feitt og pattaralegt er bara um að gera að skella þeim í annað búr. Yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga börbum þá hefur mér gefist best að vera með aukabúr, 50-80l búr hentar vel betra að það sé ekki of stórt.
Þú skalt hafa vatnið um 20 -22°c (það er kjörhitastigið) og pH um 7 og hafa það u.þ.b 3/4 fullt af vatni passaðu að nota vatn úr stóra búrinu í hrygningarbúrið ásamt ferskuvatni. Innréttaðu búrið með því að hafa enga möl og hafðu gróður (java-mosa) í miðjubúrsins þeir hrygna yfirleitt yfir gróðurinn þar sem að rósabarbar eru svokallaðir dreifarar (það þýðir að þeir hrygna ekki á einustað heldur dreifa hrognunum). Skelltu svo parinu út í og leyfðu þeim að vera í nokkra klst. Bættu svo við ferksu vatni fyrir nóttina (þ.e ekki úr búrinu heldur úr krananum bara passa hitastigið;) ) og leyfðu þeim að vera þarna yfir nótt. Veiddu þá svo upp úr daginn eftir og innan nokkura daga ættiru að fara að taka eftir litlum seiðum á glerinu. Ekki gefast strax upp ef þú sérð ekkert fyrr en eftir viku fylgstu bara með því og skoðaðu.
Þú skalt ekki vera með filterdælu í búrinu því þá er hætta á ungviðin sogist inn í dæluna heldur skaltu frekar hafa bara loftdælu það er alveg nóg. Fyrst um sinn nærast seiðin á kviðpoka næringu og þarf ekki að fóðra þau, en þegar þau fara að synda um og stálpast er best að gefa þeim ungafóður sem fæst í dýrabúðum (þetta er fínmulið duft). Þegar þeir verða ennþá stærri er mjög gott að gefa þeim artemíu lifandi eða frosna. Passaðu þig bara að gefa ekki of mikið því vatnið er fljótt að eitrast. Svo er bara að vera duglegur að skipta um vatn og gefa. Þá ætti þetta nú að ganga hjá þér.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hvernig leit þín kvk út þegar hún var hrognafull ?
Gabríela María Reginsdóttir
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

þær verða bara feitari en venjulega það er eina leiðin til að sjá það
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott útlistun á þessu hjá þér Bjarkinn, spurning hvort þú setjir þetta ekki í fræðsluna líka. :góður:
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

takk fyrir það, :) fyrst maður fór að svara þá bara að gera það almennilega :)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Fróðleg grein hjá þér Bjarkinn. Það er frábært að fá svona vel útlistaða grein, sem er byggð á eigin reynslu. Ekki spurning um að skella henni í fræðsluþræðina.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Takk fyrir þessar upplýsingar og mun ég mjög líklega e-h tíman gera þetta :)

Getið þið gefið mér dæmi um próteinríkt fóður :oops:
Hef ekkert vit á svona fóður dæmi ;$

og hvað er artemía ? :oops: :oops:

Og hvernig mælir maður pH ? :roll: :oops: :roll: :oops:
Gabríela María Reginsdóttir
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

artemía eru litlar krabbaflær sem er frekar auðvelt að rækta. Eggin fást í flestum betri fiskaverslunum og svo er oft einnig hægt að kaupa þær frosnar. pH mælingar eru yfirleitt framkvæmdar með litvísum og virkar það þannig að þegar þú bætir nokkrum dropum af litvísi út í vatnssýni litast það, liturinn sem að kemur berðu svo saman við litaspjald sem fylgir litvísunum og þá sérðu um hvaða pH-gildi er að ræða(það eru samt fleirri leiðir til að mæla pH t.d með pH pappír og pH-mælum sem eru dýr tæki og óþarflega nákvæm fyrir svona fiskabúra stúss) :) Proteinríkt fóður, yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga fiskum hjá mér hef ég verið að gefa þeim blóðorma. Það er líka hægt að gefa þeim artemíu, dafníu, rækjur og ef þú nennir hökkuð nautahjörtu.

Vonandi hjálpar þetta.
Bjarki
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hva setur maður í búrið ef pH gildið er lágt eða hátt ?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

mó til að lækka pH, kóralmulning/matarsóda til að hækka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

svo er reyndar hægt að fá kristalla til að lækka pH en það er samt varasamt því það þarf lítið af þeim.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Takk æðislega fyrir þessar upplýsingar :)

mun eflaust byrja e-h tíman :wink: :)
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Feita barbakellingin mín er horfin hún var í góóðum holdum og engar líkur að hún hafi dáið,,

hvað gæti hafa skeð ? :( :( :cry: :cry:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Engar líkur á að hún hafi drepist? Mér þykir afar líklegt að líkurnar séu hærri en það.


Hún gæti hafa stokkið uppúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Það eru engar líkur að hún hafi hoppað uppúr búrinu því það er lokað :?

en gæti ástæðan verið að hún hafi dáið þegar hún var að hrygna ?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Feitir fiskar eru ekkert alltaf feitir útaf því að þeir éta vel eða eru óléttir... Geta líka verið ýmsir sjúkdómar.

Efast einhvernvegin um að hún hafi drepist útaf hrygningu, en það gæti svosem alveg verið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

já okej,

en hún átti mjög erfitt með að synda og var alltaf á hundrað á sporðinu og ég held hún var nánast komin að hrygningu miðað við hvað hún átti erfitt með að synda,,

og þess vegna held ég að hún hafi dáið útaf hrygningu,,
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

En ef hún hafi verið með sjúkdóm, er vatnið þá ekki mengað eða e-h :? :?

og fiskarnir sem átu hana eru þeir þá ekki líka með sjúkdóminn eða e-h? :? :? :roll: :roll:
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

ég er svona að pæla hvort þetta sé sjúkdómur, því að þá ætla ég að þrífa allt búrið á morgun, og vona að sjúkdómurinn sé farinn eftir það

þannig að fínt væri að fá að vita það fyrir víst,, :roll: :roll:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ef þetta var einhver sjúkdómur þá held ég að það sé alveg nóg fyrir þig að skipta um 50% af vatninu og salta bara vel og ekki má gleyma að skola skítinn úr dælunni öðru hverju :)
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Takk fyrir það JinX

En ég var samt lööngu búin að ákveða að þrífa búrið 25.nóv, hah þannig að ég ætla bara að gera það líka, enda er búrið mitt nokkuð skítugt :? :? :roll: :roll:

En gætu hinir fiskarnir smitast af sjúkdóminum eða e-h ?
Gabríela María Reginsdóttir
Post Reply