Ég er nú frekar græn í þessum fiskamálum og átti alltaf fiska sem barn og unglingur en er að byrja aftur eftir langt hlé. En það sem ég er að velta fyrir mér að ég fékk mér slatta af gúbbý, sverdrögum, platy og black molly í 160 lítra búrið og hefur gengið vel. En í síðustu viku langaði mig að prófa að vera með tetrur líka og keypti ég fjórar Serpae Tetra (Hyphessobrycon eques. fann þessi nöfn á netinu) og fjórar terur sem ég hef ekki fundið nöfnin á en eru langar og mjóar með hvíta rönd eftur endilöngum búknum og rauðan sporð og ekki vissi afgreiðslukonan hvað hétu en hún fullvissaði mig um að þér myndu ganga með í búrinu. Nema hvað núna eru gúbbarnir mínir að deyja í hrönnum og nokkrir eru með klofna sporða (eins og þeir séu rifnir). Getur það verið að tetrurnar séu að gera þetta?.
Reyndu að fylgjast með því, eru þær eitthvað að elta hina fiskana? Annars þykir mér það nú frekar ólíklegt. Annars hef ég séð svarttetrur drepa skala, einmitt með svona sporðanarti. Gleymum því ekki að pírana er tetra
Takk fyrir ég held að ég muni bara hafa augun á þeim....en í morgun þá var einn hifin platy búinn að missa háa uggann en enginn dauður. það er frekar leiðinlegt að vera að missa svona marga fiska fyrir rangar leiðbeiningar.
Agnes
Getur ekki verið að þetta sé venusarfiskur Tanichthys albonubes?
en þeir eru í raun ekki tetrur heldur af Cyprinidae ættinni, þar leynast karpar
eins og gullfiskar og svo barbar sem eru ágætis nartarar, en venusarfiskurinn
er samt oftast talin frekar friðsæll og þægilegur hópfiskur
Ég hef séð bæði Venusarfiska og Serpae tetrur hakka niður bardagafisk en ég hefði haldið að flestir aðrir fiskar ættu að sleppa, sérstaklega í 160 lítra búri.
Hmm, ég er með kongó tetrur í 160 l búri, og ég tók eftir því í fyrradag að það var búið að narta smá í háa bakuggann á stóra skalanum, og aðeins meira í gær.
jæja ég lét tetrurnar í annað búr og allt var í góðu þar til að ég tók eftir því í dag að tvær gúbbý kvk hjá mér eru komnar með einhvern sjúkdóm sem ég kann ekki skil á. Þær eru þaktar eins og örsmáum sandkornum.
en annars sína þær engin einkenni, ég hef séð hvítblettaveiki en þetta er eitthvað annað, þar sem að þetta er það lítið að ég sé ekki neitt á þeim nema að horfa eftir þeim endilöngum. er einhver sem getur látið sér detta í hug hvað þetta sé.
Agnes
ég ákvað að prófa að salta í búrið og setti góðan slurk af grófu salti og viti menn í morgun þegar ég leit í búrið var allt farið af fiskunum
en þegar maður er búinn að vera að salta búrið hvernig er framhaldið... á ég að gera vatnaskipti núna? eða á ég að láta saltið fara með tímanum með reglulegu vatnaskipunum sem ég geri?
takk fyrir.
en þar sem að ég er með mikið af plöntum í búrinu og færði ég nokkrar um stað meðan ég var að nota saltið, hvenær er óhætt að setja þær aftur í búrið?
Það fer eftir saltmagninu og líka plöntunum, sumar eru nokkuð saltþolnar.
Ég mundi eki setja pl0nturnar aftur í búrið fyrr en þú er búin að skipta út ca 50% af vatninu.