Búrfiskar í matinn - ekki fyrir viðkvæma?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Búrfiskar í matinn - ekki fyrir viðkvæma?

Post by Andri Pogo »

Rakst á athyglisverðan þráð á erlendri spjallsíðu.

Þessi maður vildi skipta út fiskunum sínum, reyndi að auglýsa þá en ekkert gekk.
Í stað þess að fara með þá í búð og fá inneign og ekki vita í hvaða höndum fiskarnir lenda þá ákvað hann að... borða þá.
Þetta er Red Devil síklíðupar / Amphilophus labiatus og voru víst mjög gómsætar.

Myndirnar kunna kannski að vekja upp einhverjar neikvæðar tilfinningar, þetta var amk mjög umdeilt mál á þessum þræði.

Persónulega myndi ég ekki borða mína eigin fiska, þó svo að nokkrir fiskar sem ég á eru mikilvægir/vinsælir matfiskar erlendis.
Frekar myndi ég t.d. láta stoppa upp Pangasiusinn þegar hann væri kominn í góða stærð frekar en að grilla hann :P

Aftur á móti finnst mér ekki vera hægt að líkja þessu við að borða köttinn eða hundinn sinn eða álíka gæludýr en það voru vinsæl rök fyrir því hvað þetta væri rangt.

En ég vil endilega heyra ykkar skoðun á þessu máli.


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi ekki setja það fyrir mig að éta þá... En oft hefur maður gefið fiskunum lyf og jafnvel mat sem er ekki ætlast til að sé notað á fiska sem eru ætlaðir til manneldis...

Sá einmitt svipaðan þráð á mfk þar sem gaurinn át arowönuna sína... Held reyndar að hún hafi stokkið uppúr frekar en að hafi orðið of stór.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sé svo sem ekkert að því að éta þetta þó ég haldi að búrfiskar séu í flestum tilfellum góður matur þar sem þeir fá sjálfsagt ekki nógu gott og fjölbreitt fóður.

Það má ekki gleyma því að margir þeirra fiska sem við höfum sem búrfiska éru étnir á sínum heimaslóðum. Td eru innan við 10% fiska sem eru veiddir í Malawi vatni sem eru fluttir út, restin er étin af heimamönnum.

Um daginn var fjallað um það um daginn í Ísland í dag held ég, að það sé vöntun á ýmsum fisktegundum á veitingastaði hér heima og því velt upp hvort ekki væri hægt rækta þessa fiska hér, tegundir sem meðal annars voru nefndar voru ma Clarias og Pangasius, vel þekktir búrfiskar hér á spjallinu. :-)
Ég væri alveg til í að fara út að éta og fá mér grenivafinn íslenskan Clarias steiktan í miklu smjöri. Borinn fram með hleyptu skelfiskseyði, möndlum og ferskum jurtum. :P
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég þori nú ekki einu sinni að segja mitt álit á þessu.
Vil halda friðinn :wink:
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

:ekkert:
ætla ekkert að kommenta á ennan þráð


...ææ gerði það víst
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

ég hefði nú boðið uppá gott hvítvín með þessu en ekki Dr-pepper :roll:-en líklega hefði ég ekki list á þessu og drukkið bara vínið :lol:
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

úff...að borða lax og ýsu er allveg nógu ógeðslegt :/ !
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Kannski ekki eitthvað sem ég myndi græja heima hjá mér,
en mér finnst ekkert að því þannig, í margri menningunni er það litið
hornauga að éta hrossakjöt og ekki sjáum við Íslendingar neitt að því

En virkilega skemmtileg pæling hjá Varg, hljómar meira segja
eins og eitthvað beint af matseðli :lol:


Image
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

þetta hefur alveg hvarflað að manni, ef stebbi fer í pírana þá er það bara grillparty eftir ár :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi ekki hika við að panta svona á veitingastað en gæti ekki hugsað mér að éta "minns eigins" fiska. Hef þó velt fyrir mér hvernig fronturnar bragðast.

Ég er ekki viss um að það hafi verið þægilegt að verka fiskinn með brauðhníf.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

~*Vigdís*~ wrote: Kannski ekki eitthvað sem ég myndi græja heima hjá mér,
en mér finnst ekkert að því þannig, í margri menningunni er það litið
hornauga að éta hrossakjöt og ekki sjáum við Íslendingar neitt að því

En virkilega skemmtileg pæling hjá Varg, hljómar meira segja
eins og eitthvað beint af matseðli :lol:


Ég er fyrrverandi hörku hestakona og ég ét hrossakjöt með bestu lyst.

Mig myndi ekki langa að éta gullfiskana mína en ég væri alveg til í að borða einhverja framandi fiska á veitingastað.
Evit
Posts: 76
Joined: 18 Nov 2007, 00:52
Location: Rvk

Mér finnst

Post by Evit »

Mér finnst þetta persónuleg mjög ósmekklegt að borða fiskabúrsfiska en það er bara mitt álit eða að sjá þessar myndir vekur mér óhug
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

frekar fisk en lítin ferfætling, samt borða ég ekki fisk vill frekar hafa hann í búri eða í náttúrulegum heimkynum
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

Ég fór til portúgals fyrir mörgum árum og man ég eftir því að á veitingastöðum voru stór fiskabúr, með t.d. svipuðum fiskum og þessum og þar átti maður að velja sér fisk, svo var hann háfaður uppúr og eldaður fyrir þig. :shock:

Við íslendingar þekkjum það kannski ekki að borða svona fallega fiska, en mörgum útí heimi þykir þeir sjálfsagt mun bragðbetri en soðin ýsa með kartöflum og smjöri :-)
Eymar Eyjólfsson
Post Reply