Fiskabúðir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Fiskabúðir

Post by Rúnar Haukur »


Lítur út fyrir að ég skelli mér í kaupstaðarferð um helgina, og langar að kíkja í nokkrar búðir eftir því sem tími vinnst til...

Hvaða "fiska"búðir er helst að kíkja á ?
Fiskabúr er komið á listann, hverjar aðrar :?:

Svo ef einhverjum vantar að losna við fiskabúr, hitara, hreinsara eða loftdælu í stað þess að henda því þá skal ég taka það mér hingað heim í paradísina :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

fiskabur.is í Hafnarf, Fiskó á Dalveginum í Kóp, Dýragarðurin í Síðumúlanum, Dýraríkið á Grensás
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Náttúrulega fiskabúr.is
Það er nú alveg must að kíkja í einu sérverslun landsin með fiska og taka í spaðan á Vargnum og ekki ólíklegt að Guðjón verði á staðnum líka.

Ath. Lokað á sunnudögum.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Ekki spurning að maður setur Fiskabúr.is efst á listann.
Gæti nebbilega verið að það verði lítill tími, nema á laugardagsmorgun í að sinna hobbyinu.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Það opnar 12 í fiskabúr.is
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Þá kíkir maður bara í hádegismat - verður boðið uppá fisk :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú kemur með hann. :wink:
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

hæhæ

Post by lilja karen »

alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvaða helling af veiki fékkstu?
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Re: hæhæ

Post by Inga Þóran »

lilja karen wrote:alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
geriru þér grein fyrir að þessi umræða var send inn í janúar og núna er nóvember? :) hann er örugglega búinn að kíkja i allar þessar búðir núna ljúfan :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: hæhæ

Post by Vargur »

lilja karen wrote:alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
Kjaftæði :roll:
Allir fiskar geta veikst og það þarf ekkert að koma búðinni neitt við.
Það er ekki ólíklegt að nitrat hafi verið búið að byggjast upp hjá þér og nýji fiskurinn hafi ekki þolað það.
Ef þú hefur ekki sent fiskinn í greiningu á Keldur þá veistu ekkert hvað drap hann.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: hæhæ

Post by Rodor »

lilja karen wrote:alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
Það virðist sem einhver Lúkasar-hystería hrjái marga sem koma að dýraspjöllum. Nú er verið að rakka niður eina gæludýrabúðina enn, þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem gæludýrabúð er rökkuð niður á fiskaspjall.is.
Sjálfur hef ég keypt fiska úr flestum búðum á höfuðborgarsvæðinu og ég hef lent í því að fiskur drepist innan nokkurra sólarhringa.
Það sem ég er fullkomlega viss um í dag er þetta. Ég hef verið alltof værukær með nítratið (NO3), ég hef jafnvel ekki tekið mark á testi sem ég keypti, vegna þess að það var svo ódýrt! Um helgina skipti ég um yfir 50% af vatninu og er búinn að gera það tvisvar síðan. Nítratið er nú komið undir 20.
Stress við flutning og það að vera kominn í framandi heimkynni bætir ekki heilsu hjá nýkeyptum fiski.

Sönn saga úr sveitinni á síðustu öld.
Afi minn seldi belju fyrir hálfri öld. Hún var flutt yfir að minnsta kosti tvær heiðar áður en hún komst á leiðarenda. Malbikaðir vegir þekktust ekki, en holur og hæðir voru ökumönnum vel kunnar þá.
Beljan drapst á öðrum degi í nýja fjósinu. Bóndinn sem keypti beljuna af afa vildi meina að honum hefði verið seld veik belja.
Last edited by Rodor on 16 Nov 2007, 15:58, edited 1 time in total.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

hehe, ég kíktí í dýraland um dagin.. get alveg svarið fyrir það að mér fannst fiskabúrin ekki heillandi og vildi ekki kaupa neitt né fá neitt úr þeim búrum :? ekkert nema þörungur og hárþörungur, fiskarnir virtust ekki vera heilbrigðir né hressir, héngu bara út í horni og e-h þannig.. þó að þessir 2 óskarar heilluðu mig samt örlítið.. langaði að "bjarga" þeim.. þeir 2 orðnir of stórir fyrir búrið sem þeir voru í.. s.s. örugglega um 60 L búr..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég verð að segja að ég hef skoðað allar dýraverslanir á hb. svæðinu og það verður að segjast að þær eru misgóðar... sama hvað ég skoða margar búðir þá getur enginn einhverveginn toppað fiskabúr.is að mínu mati, hún hefur allt sem maður þarf: fjölbreytt úrval, góð/persónuleg þjónusta, ekki bullað tóma þvælu ofaní mann svo maður kaupi bara eitthvað (hef lent oftar enn einu sinni í því að mér sé sagt einhver tóm þvæla um hvaða fiskar henta saman í búr og fl.) ekkert okur og síðast en ekki síst ekkert mál að panta fiska í gegnum þá. og talandi um fiskabúr.is þá ættu allir sem eru í leit að flottum plöntum/fiskum að kíkja þangað sem fyrst því það eru ekkert smá flottar anubias plöntur þarna núna og aðrar geggjaðar plöntur :shock:
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

JinX wrote:ég verð að segja að ég hef skoðað allar dýraverslanir á hb. svæðinu og það verður að segjast að þær eru misgóðar... sama hvað ég skoða margar búðir þá getur enginn einhverveginn toppað fiskabúr.is að mínu mati, hún hefur allt sem maður þarf: fjölbreytt úrval, góð/persónuleg þjónusta, ekki bullað tóma þvælu ofaní mann svo maður kaupi bara eitthvað (hef lent oftar enn einu sinni í því að mér sé sagt einhver tóm þvæla um hvaða fiskar henta saman í búr og fl.) ekkert okur og síðast en ekki síst ekkert mál að panta fiska í gegnum þá. og talandi um fiskabúr.is þá ættu allir sem eru í leit að flottum plöntum/fiskum að kíkja þangað sem fyrst því það eru ekkert smá flottar anubias plöntur þarna núna og aðrar geggjaðar plöntur :shock:
Það er alveg nóg að hrósa þeim búðum sem maður er ánægður með, það vekur athygli á þeim.
Hinsvegar er alveg óþarfi að rakka hinar niður, því þögnin er best fyrir þær.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Re: hæhæ

Post by Rúnar Haukur »

Inga Þóran wrote:
lilja karen wrote:alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
geriru þér grein fyrir að þessi umræða var send inn í janúar og núna er nóvember? :) hann er örugglega búinn að kíkja i allar þessar búðir núna ljúfan :D
Greynilega lengi líf í "góðum" þráðum sko !

En maður kíkir bara í þær búðir aftur sem eru með gott vöruúrval og það á fínu verði svo skemmir ekki góð þjónusta fyrir. Heimsæki ofast Fisko, Dýraríkið og svo Fiskabúr.is
Post Reply