Guns - myndir

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Guns - myndir

Post by guns »

Image
Þessa mynd tók ég fyrir nokkru síðan og sýnir hún flest það sem var í búrinu í byrjun des. Þarna var ég ný búinn að fá mér Albino fiska sem hafa verið nokkuð skemmtilegir og alls ekki feimnir.

Image
Ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert hvað þessi fiskur heitir. Fékk ekki nógu góðar upplýsingar þegar ég keypti hann frá F&F. Væri gaman ef einhver reynsluboltana gæti borið kennsl á hann.

Image
Sama dýr og á myndinni fyrir ofan. Er með 3stk af þessum í búrinu.

Image
Einn Demasoni að kíkja hvaða kjáni þetta er sem er að mynda.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Þessar myndir tók ég allar rétt áðan. Ég fékk í byrjun mánaðarinns 4 convict seyði frá Vargi og hef ég verið að fita þau soldið. Þau stærstu eru orðin það stór að þau ættu að standa sig ágætlega en hið minnsta, sem er soldið ásjáanlega minni en hitt á eftir að þurfa að verja sig soldið til að byrja með. En það kemur allt í ljós.

Image
Þetta er litla krílið, soldið lítill í sér ennþá. Trúlega er þetta kelling.

Image
Hér eru tveir af þeim stærri. Eitthvað að leita af nýjum felustöðum.

Image
Þetta gæti orðið fjörugt.

Image
Hver ert þú, og hvað ertu að vilja hérna??

Image
Síðasta myndin sem ég tók, slökkti svo ljósin í búrinu og ætla að leyfa convictunum að koma sér fyrir í myrkrinu. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskurinn sem þú veist ekki hvað heitir er sennilega Pseudotropheus elongatus og þá hugsanlega ættaður úr Vargshúsum.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég var umþaðbil að sofna í gær þegar mér var litið á eitt búranna hjá mér og sá þetta:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ég veit ekki hvort ég sé að misskilja eitthvað sem var í gangi, en þetta eru sennilega síðustu fiskarnir sem ég bjóst við að sjá slást. Soldill stærðarmunur á þeim, kannski sitthvort kynið? Alltaf verið í sama búri og ábyggilega úr sama goti. Keyptir af Vargi í fiskabur.is ... man ekki hvað þeir hétu og væri ágætt ef einhver kannaðist við þá eða getur skotið á það af hverju þeir séu farnir að slást :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta eru Metriaclima zebra albino og pottþétt tveir karlar fyrst þeir slást svona heiftarlega. Þeir eru bara að berjast um völdin, þú getur átt eftir að sjá þetta nokkrum sinnum en svo viðurkennir annar þeirra ósigur og mun lúffa fyrir hinum í framtíðinni.
Það er mikið sjónarspil að sjá svona alvöru slagsmál, stundum vara þau í rúmlega klukkustund.
Post Reply