Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Góðan dag. :)
Ég heiti Eydís
Ég er með sirka 120-130l ferskvatnsbúr sem ég er að sjá um í vinnunni minni. Það eru 8 gullfiskar, 1 ryksuga og 1 annar sem ég veit ekki hvað er.
Það er þrifið einu sinni í mánuði. Þá er 3/4 af vatninu tekið og skipt út og steinarnir 'ryksugaðir'
Dælan er þrifin einu sinni í viku og smá vatni skipt út 1 sinni í viku. Og þeim gefið að borða 2svar á dag.

Hvaða hitastig þarf að vera á vatninu þegar ég skipti því út?
Og þarf ég setja einhver efni sem viðhalda góðri bakteríu flóru eða hjálpar við niðurbort á mat og úrgangi?
Nema sú flóra sé nú þegar komin upp í búrinu og viðhaldi sér bara sjálf ef ég tek aldrei allt vatnið?
Er með efni sem kallast Safe Water filter aid frá King British er það einhvað sem ég ætti að vera setja í vikulega þegar ég þríf dæluna og skipti út smá vatni ?
Einnig er ég með AlguMin frá Tetra og vantar upplýsingar hvernig þar er notað ?

Með fyrirfram þökk
Eydís Hjaltalín.
fish in a pond
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by RagnarI »

Á að vera nóg að skipta um sirka 50% af vatninu einu sinni í viku og það á að vera jafn heitt og það sem fyrir er í búrinu (1-2 gráður til eða frá gera ekkert til) . bakteríuflóran viðheldur sér sjálf í mölinni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Vargur »

Vatnið þarf að vera í svipuðu hitastigi, bara heitt og kalt úr krananum.
Þessi rútína hljómar mjög vel en það er spurning hvað er gefið mikið í búrið, ef fiskarnir éta matinn á 1-2 mínútum ætti þetta bara að vera flott.
Það þarf ekki að setja nein efni eða lyf í búr sem hafa verið í gangi í nokkra mánuðu ef allt er í lagi, flóran heldur sér og vatnið okkar er mjög gott.
Tetra Algumin er efni sem notað er til að vinna á móti þörung, ef þörungur er að angra ykkur þá er betra að finna ástæðuna og laga hana frekar en að kaupa efni til að setja í búrið.
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Takk fyrir ykkar innlegg það kom að góðum notum :)
Ég þreif búrið og allt gekk vel og allir fiskar ánægðir :)

Þegar skipt er um 50% af vatni einu sinni í viku er ekki betra að taka fiskana uppúr á meðan svo þeir verði ekki fyrir sjokki ?
Mig var bennt á að sjóða vatn og blanda með köldu því hitaveitu vatnið sé ekki gott fyrir þá - en ég hef líka lesið alveg þveröfugt að það sé í góðu lagi að nota bara kranavatnið beint í búrið?

Svo var ég að velta fyrir mér með vatnsdæluna.
Á hún að standa örlítið fyrir ofan vatnið svo það komi líka súrefni í vatnið, eða á hún að vera öll undir vatni ?
Það fer kannski eftir því hvort um hreinsi eða loftdælu sé um að ræða og ég er bara ekki viss hvort ég sé með.
fish in a pond
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Andri Pogo »

Ekki taka fiskana uppúr, það er miklu meira rask fyrir þá.
Ekki sjóða, beint úr krananum bara eins og Vargur sagði.
Gott að láta dæluna gára yfirborðið uppá súrefni já, þetta er líklega lítil hreinsidæla sem þú ert að tala um.
-Andri
695-4495

Image
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Takk fyrir fljót og hnitmiðuð svör Andri - þetta er alveg æðisleg þjónusta ! :)
Er að fara eftir ykkar ráðum og hef breytt aðeins hvernig ég sé um búrið og mér finnst það ganga betur!

En annars er ég að velta fyrir mér núna - hvað ég geri við svona 'filter bómul' - set ég hann inní dæluna með hinum svampnum eða hvað ?
:)
fish in a pond
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Andri Pogo »

Það er oft bara svampur í svona minni dælum en jú ef þú vilt geturu skellt bómul með.
-Andri
695-4495

Image
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Andri geturu gefið mér góð ráð með fæðu?
Er með 7 gullfiska - allir svolítið mismunandi og eina ryksugu.
Fóðrið sem ég er með núna eru svona pallets (kúlur) NUTRAFIN MAX - þetta er það sem var til hér í vinnunni hjá mér en mér finnst þetta ekki vera alveg rétt fæða. Og á að gefa þeim lítið að borða 6x á dag heldur enn 2svar mikið?
Og er einhvað til í því að gefa þeim grænmeti kannski 1x á dag?
Þeim er aldrei gefið eftir klukkan 5 því Þá er enginn hér á meðan. nema um helgar þá er ég með auto-feeder
fish in a pond
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Andri Pogo »

Alveg nóg að gefa 1-2 sinnum á dag og sleppa því bara um helgar. Vatnið er fljótt að verða slæmt ef það er verið að gefa of oft.
Gefa bara það sem þeir ná að borða á 1-2 mín.
Gætir gefið gúrkubita eða kartöflubita öðru hverju fyrir ryksugufiskinn (og kannski narta gullfiskarnir í það líka) Getur stungið gaffli eða skeið í gegn til að halda því á botninum.
Taka bara það sem er óétið uppúr seinna sama dag eða næsta dag.
-Andri
695-4495

Image
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

ok frábært takk :)
Þannig óþarfi er að þeir fái líka að borða 2x á dag yfir helgi. er betra að sleppa því ?
fish in a pond
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Andri Pogo »

Allt í lagi að sleppa því, fiskarnir þola vel að vera án matar í marga daga.
Ég er með búr í vinnunni líka (skóla) og læt það bara vera yfir helgar og frídaga.
-Andri
695-4495

Image
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Ég ætla gera það héðan af :)
Smá vandi - ég fór í burtu í 5 daga og á meðan fengu fiskarnir ekkert að borða (enginn dó) En búrið var allt orðið grænt meðfram öllu - allir steinar allt gler og svoleiðis. Ég var hafði þrifið búrið vel innan sem utan 2 dögum áður en ég fór í burtu í 5 daga.
Hvað gæti orsakað þetta? og hvernig losna ég við þetta?
Er sniðugt að setja efni ofan í t.d Safe water eða AlguMin frá Tetra?
fish in a pond
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Arnarl »

Væntanlega hefur ekki verið slökkt ljósin á meðan eða sól skynið á búrið, slökktu ljósin og settu svartann ruslapoka eða þykt teppi yfir búrið í svona 3-4 daga og ekkert gefa á meðann. Ljósleysið drepur þörunginn og svo þrífuru bara búrið og byrjar aftur með 8 tíma ljós, mæli með að kaupa tímarofa á ljósið sem sér allveg um að kveikja og slökkva sjálfkrafa
Minn fiskur étur þinn fisk!
Fishdis
Posts: 7
Joined: 04 Feb 2015, 13:15

Re: Viðhald og hreinsun á ferskvatnsbúri

Post by Fishdis »

Takk Arnar
Ég prufa þetta yfir helgina að setja svartan ruslapoka yfir búrið og ekkert gefa :)
fish in a pond
Post Reply