Seiði_lífslíkur
Seiði_lífslíkur
Góðan dag.
Fyrstu seiðin okkar voru að fæðast. Þau eru í búri með gervigróðiri ( stór planta með fullt af laufum) sem þau virðast fela sig í og svo hanga þau á bakvið dæluna.
Við eigum ekki seiðabúr. Er ekki betra að leyfa þeim bara að vera þarna heldur en að setja þau í sér skál/fötu með engum hitara eða gróðri? Ætti maður að vera sér út um javamosa?
Þurfa þau eitthvað annað fæði en fiskamat? Sé að sumir hafa mælt með spirulina dufti.
kv.Bryndís
Fyrstu seiðin okkar voru að fæðast. Þau eru í búri með gervigróðiri ( stór planta með fullt af laufum) sem þau virðast fela sig í og svo hanga þau á bakvið dæluna.
Við eigum ekki seiðabúr. Er ekki betra að leyfa þeim bara að vera þarna heldur en að setja þau í sér skál/fötu með engum hitara eða gróðri? Ætti maður að vera sér út um javamosa?
Þurfa þau eitthvað annað fæði en fiskamat? Sé að sumir hafa mælt með spirulina dufti.
kv.Bryndís
Re: Seiði_lífslíkur
Það verða töluverð afföll, en það lifa venjulega nokkur úr hverju goti. Það á alveg að duga flestum, enda fæstir í því að rækta fiska til annars en bara skemmtunar.
Þú minnist ekkert á hvaða fiska þú ert með, en ég geri ráð fyrir að þú sért með gúbba.
Þú minnist ekkert á hvaða fiska þú ert með, en ég geri ráð fyrir að þú sért með gúbba.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Seiði_lífslíkur
Við erum með sverðdraga og molly. Við teljum að þetta sé molly-seiði. Ekki tilgangurinn að rækta heldur aðallega gaman fyrir krakkana ef nokkur seiði lifa af En fæðið, dugar venjulega fiskamaturinn ?
Re: Seiði_lífslíkur
Fiskamaturinn ætti alveg að duga. Seiðin kroppa í það sem til fellur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Seiði_lífslíkur
Ein spurning enn. Nú tókum við eftir því að nokkur af seiðunum voru inni í dælunni (Eheim dæla), sprelllifandi. Einhver lent í því?
Re: Seiði_lífslíkur
Það hafa margir lent í því
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Seiði_lífslíkur
Eitthvað til að hafa áhyggjur af? Sækja þau, eða koma þau sér út aftur sjálf?
Re: Seiði_lífslíkur
Bryndís wrote:Eitthvað til að hafa áhyggjur af? Sækja þau, eða koma þau sér út aftur sjálf?
Engin sem veit?
Re: Seiði_lífslíkur
Bryndís wrote:Eitthvað til að hafa áhyggjur af? Sækja þau, eða koma þau sér út aftur sjálf?
Engin sem veit?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Seiði_lífslíkur
Ég veit nú ekko hvernig dæla þetta er en þau ná varla að synda út aftur meðan hún er í gangi, hvað þá eftir að þau stækka eitthvað. Ég myndi opna dæluna og ná þeim út og minnka svo jafnvel kraftinn á dælunni ef hægt er.
Re: Seiði_lífslíkur
Já við gerðum það strax, sóttum þau. Minnkuðum kraftinn á dælunni sem er Eheim dæla með ristum á neðri hlutanum og þau virðast hafa synt þar inn. Vorum aðallega að velta fyrir okkur ef þau færu að gera þetta ítrekað, hvort maður ætti þá sífelt að vera að ná í
litlu greyin .-)
litlu greyin .-)
Re: Seiði_lífslíkur
Getur sett nælonsokk yfir inntakið á meðan þau eru svona lítil. Passa að hann stíflast mjög fljótt og þarf líklega að þrífa mjög reglulega, líklega daglega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net