Ýmsar spurningar.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Savage
Posts: 7
Joined: 17 Mar 2013, 19:41

Ýmsar spurningar.

Post by Savage »

Hæ hæ. Ég er nýr hér á spjallinu og langar að varpa fram nokrum spurningum. Er með 112 L búr 1.Balahákarl, 6.Neontetrur, 1.Tígrisbarba, 2.Riksugur sem ég veit ekki hvað heita, 1.Paradísafisk. Er holt að hafa salt í vatninu og hvað mikið þá? Hvað er kjörhitastig fyrir greyinn?
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Ýmsar spurningar.

Post by GummiH »

það er ekki verra að vera með smá sjávarsalt (ekki nota borðsalt) það á að minnka stress og viss salt efni eiga að vera gagnleg fyrir einhverja fiska. Mig minnir að balahákarlinn sé í smá söltuðu vatni þaðan sem hann kemur. Ég set 2 sléttfullar matskeiðar af sjávarsalti í 110 lítra búrið mitt.

Kjörhiti fyrir þína fiskaflóru væri 25 gráður
Savage
Posts: 7
Joined: 17 Mar 2013, 19:41

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Savage »

Takk fyrir svörin.
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Ýmsar spurningar.

Post by unnisiggi »

það er ekkert að því að nota t.d kötlusalt í ferskvatsbúr það þarf ekki endilega að vera að kaupa rándýrt sjáfarbúrasalt
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Ýmsar spurningar.

Post by GummiH »

já kötlusalt er sjávarsalt unnisiggi... fyndið hvað fólk snýr alltaf úr svörunum hjá manni :O
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Ýmsar spurningar.

Post by unnisiggi »

bara til að hafa það á hreinu þá er ég ekki með neina útúrsnúninga og kötlusalt er ekki sjáfarsalt það er rock salt sem er unnið úr námimm en samt sem áður mjög gott að nota það í fiskabúr
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Elma »

SÆll
velkominn á spjallið.
Vildi bara benda þér á að bala hákarlinn verður stór fiskur
(30 cm) og þurfa stór búr og þurfa að vera í hóp.
Þeir geta líka borðað litla fiska eftir því sem þeir stækka.
Tígris barbinn þarf líka að vera í hóp, ekki færri en 6 og því fleiri því betra.
Annars verða þeir stressaðir og éta slörið af öðrum fiskum,
því er Parardísarfiskurinn í hættu hjá þér að missa slörið.
25 er fínn hiti og þú þarft ekkert salt.
Sumir fiskar vilja hafa smá salt, þá er það bara pínu lítið
og það eru helst þá fiskar eins og molly sem vilja það
enda er það í þeirra náttúrulega umhverfi.
Og auðvitað brakis fiskar.
Salt er oft notað gegn ýmsum kvillum en ekkert nauðsynlegt að
nota það daglega.
Plús þá eyðileggur það plöntur og drepur snigla.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Savage
Posts: 7
Joined: 17 Mar 2013, 19:41

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Savage »

Það virðist vera mismunandi skoðanir varðandi saltið, Tjörfi hjá Furðufuglum og fylgifiskum ráðlagði mér að setja 300 gr af salti í búrið sem ég og gerði, sagði að það væri gott fyrir tálknin og minkaði hættu á ýmsum kvillum, ég var komin í vandræði með flóruna í búrinu og hafði enga hugmynd um hvað væri að gerast í búrinu fyrr en ég sá hér á spjallinu umræðu um Nitrit og Nitrat, fór því af stað að leita að ráðum, eftir að ég hafði gert N/N test komst ég að þvi að Nitrate stigið var alt of hátt, skipti þá 20% af vatni út setti 300 gr salt út í og síðan Stability vökva, skipt svo um 15-20% vatns daglega ásamt þvi að setja 1 tappa af Stability vökvanum í hvert skipti og 2 matsk af Köttlusalti þriðja hvern dag til að vega á móti vatnsskiptunum. Þetta ráðlagði Tjörfi mér að gera í 7 daga til að fá gott jafnvægi í búrið, skemst er frá þvi að segja að þetta hefur heldur betur virkað, fiskarnir hressir, hvítblettaveikinn farin af Balahákarlinum, vatnið lyktar minna og alt á uppleið. PS: Verst að hafa ekki frétt af þessari síðu fyrr, frábærar umræður og góð ráð, frábær síða.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Sibbi »

Elma wrote: Sumir fiskar vilja hafa smá salt, þá er það bara pínu lítið
og það eru helst þá fiskar eins og molly sem vilja það
enda er það í þeirra náttúrulega umhverfi.
Og auðvitað brakis fiskar.
Hvað er brakis fiskar?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Þórður S.
Posts: 91
Joined: 16 Nov 2011, 13:16

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Þórður S. »

brackish vatn er vatn sem er mitt á milli sjó og ferskvatns þ.e. " hálfsaltað "

http://www.liveaquaria.com/product/aqua ... .cfm?c=954

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_br ... sh_species
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Ýmsar spurningar.

Post by Sibbi »

Þórður S. wrote:brackish vatn er vatn sem er mitt á milli sjó og ferskvatns þ.e. " hálfsaltað "

http://www.liveaquaria.com/product/aqua ... .cfm?c=954

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_br ... sh_species

Ósarvatn 8)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ýmsar spurningar.

Post by keli »

Ég nota ekki salt í fiskabúrin mín nema ég hafi einhverja sérstaka ástæðu til þess, t.d. hvítblettaveiki. Maður getur sett allt að 5gr á lítra án mikilla vandræða fyrir flesta fiska, en ég byrja venjulega á uþb 2gr á lítra og hækka rólega upp ef það dugar ekki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply