600 L búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

Image
hér er búrið eins og það er í dag það stendur reyndar til að smíða lok yfir það í framtíðini :roll:

þegar ég var í bænum síðast fékk ég þennan oscar hjá Hlyn (varginum) og Elmu
Image
og er hann núna í algjöru uppáhaldi hjá okkur

Image
þetta er algjör snillingur eftir 400 km ferðalag í fötu eftir ósléttum vegum var hann orðin fölur og svo rólegur að ég gat klappað honum í fötuni en aðeins 1 kls eftir að hann var kominn í búrið var hann farinn að hrekkja gullfiskana og fljótlega uppúr fór hann að éta :mrgreen:

íbúarnir í búrinu eru
6 stk gullfiskar (fara í vor)
3 stk Ancirstus
1 stk Oscar
1 stk Gourami blár (tímabundið)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 600 L búrið mitt

Post by Squinchy »

Lítur vel út :), þetta eru engir smá gullfiskar hjá þér, mjög flottur óskarinn, snilldar fiskar :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by Elma »

æj hann er svo sætur!
Mjög fallegur á litinn, flott mynstur!
Þeir voru svo rólegir hjá okkur,
þrátt fyrir mikið ferðalag,
byrjuðu strax að borða þegar þeir komu :)
Flott búrið hjá þér!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Salvini
Posts: 102
Joined: 18 Feb 2010, 04:02
Location: Vestfirðir

Re: 600 L búrið mitt

Post by Salvini »

Óskar er flottur.
Hvaða hitastig er á vatninu hjá þér?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

rokkar á milli 22 og 24,5
lindamjoll
Posts: 26
Joined: 11 Sep 2011, 16:28

Re: 600 L búrið mitt

Post by lindamjoll »

Ein ljóshærð hérna megin,borðar óskarinn ekki gullfiskana?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

lindamjoll wrote:Ein ljóshærð hérna megin,borðar óskarinn ekki gullfiskana?
þetta er kanski ekkert svo "LJÓSHÆRÐ" spurning (fyrst og fremst vegna þess að ég spurði að þessu sjálfur)
en oscarin telst til semi agressífrar síkliðu og gullfiskarnir eru talsvert stærri en hann þannig að ég er að vona að oscarin drepi þá ekki þó að hann hrekki þá svolítið!!!
en það bar svolítið á hreisturmissi hjá gullfiskunum fyrst eftir að ég setti oscarinn í búrið (ljósu blettirnir á gullfiskunum) þannig að hann var svolítið að tukta þá til en eftir að ég lækkaði hitan í búrinu niðurfyrir 24°c þá virðist þetta hafa horfið allavega í bili.
svo er stefnan sett á að koma gullfiskunum í tjörn í vor hvort sem ég bý mér sjálfur til tjörn eða sel þá
lindamjoll
Posts: 26
Joined: 11 Sep 2011, 16:28

Re: 600 L búrið mitt

Post by lindamjoll »

ok takk, en afhverju breytist árasargirnin við lækkað eða hækkað hitastig?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

ég eiginlega veit ekki hvers vegna en ég hef allavegana tekið eftir að fiskarnir virðast róast við kaldara vatn nema það hafi einfaldlega hitt þannig á að oscarinn hafi verið búinn að tryggja sér svæði í búrinu þegar ég slökti á hitaranum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 600 L búrið mitt

Post by Vargur »

Það hægist á öllum efnaskiptum hjá fiskum við aðeins kaldara vatn, sérstaklega má sjá mun á árasargjörnum sikliðum og eru 22-23° (og jafnvel niður í 20°) fínt hitastig fyrir frekustu tegundirnar. Við lægri hita má líka fóðra minna og þannig halda vatnsgæðum jafnari búrinu en þó ber að athuga að mörg sníkjudýr eiga auðveldara með að ná sér á strik við lægri hita þannig gott er að fylgjast vel með einkennum sjúkdóma.
Ef menn eru að rækta eða vilja láta fiskana stækka hratt þá er yfirleitt betra að hafa hitastigið hærra.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

Image

tilvonandi íbúi í 600 lítrana
ég skrapp í bæinn í nokkra klukkutíma og á meðan konan var að versla kom ég við í Fiskó og sá þennan Oscar ílla til fara og lítin svo ég spurði að því hvort ég ætti ekki að bjarga honum og reyna að koma honum til betri heilsu og útlits og okkur samdist um vel viðunandi verð
þegar ég kom með hann heim virtist hann ekki hafa nokkurn áhuga á að hafa þetta af lagðist bara á botnin og hékk þar kviðsmogin, horaður og eins og hann hafi orðið útundan eða böggaður í drasl...

núna 3 dögum seinna er hann farinn að koma syndandi að glerinu þegar ég labba framhjá sí sníkjandi mat (sem hann fær nóg af) og er allur að hressast.
nú er bara að vona að uggarnir lagist á honum og hann geti farið í stóra búrið en hann fékk athvarf hjá nokkrum litlum ancirstum og 4 trúða Bótíum
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by Elma »

ágætur þessi, lítur samt út fyrir að vera "stunted".
en kannski er það bara á mynd.
Gæti tekið við sér þó, enda kominn í stærra búr og svona :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

hvaða áhrif hefur það á áframhaldið ef hann er "stunted"?

hann er reyndar ekki kominn í 600 lítrana ég þorði því ekki af því að hann var svo druslulegur svo ég setti hann í 60 (54) lítra til að byrja með á meðan ég fengi hann til að éta (berjast um matinn), þar sem það eru 6 stórir og gráðugir fiskar í stóra búrinu var ég hræddur um að hann yrði undir í baráttuni um matinn þar...

helduru að hann sé betur kominn meðal stóru fiskana í stóra búrinu???
hann er ekki nema um 5 cm!!!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by Elma »

nei myndi hafa hann í litla búrinu ef
hann er bara um 5cm :shock:
svo hann fái eitthvað að éta og
fitni aðeins.

og já þá er alveg öruggt að hann sé "stunted" ef
hann er svona lítill en lítur út fyrir að vera "fullorðinn".
Fékkstu eitthvað að vita hvað hann er gamall?

Stunted þýðir að hann sé hættur að vaxa,
en uggarnir og augun halda áfram að vaxa.
Gerist t.d út af slæmum vatnsskilyrðum,
eða ef fiskurinn er hafður í of litlu búri,
fær lítið að borða, of margir fiskar í búrinu,
eða út af genatengdu dóti sem ég hef ekki lesið mér til um ennþá.

en það gæti verið að hann taki við sér og stækki aðeins.
en þegar fiskar eru stunted þá eru þeir yfirleitt ekki langlífir,
þar sem líkaminn er hættur að stækka en líffærin halda áfram að
stækka og eru öll krambúleruð þarna inn í litlum líkama.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

upphaflega þegar ég sá first inní búrið þá hafa verið ca 5-8 oscarar í búrinu í Fiskó og þá tók ég strax eftir því að þeir voru svona kviðsmognir þ.e mjóir við gotraufar svæðið (allir) ég taldi að þeim væri bara svona lítið gefið og spáði ekkert meira í það og keipti fiskinn hjá ykkur Hlyn í þeirri ferð (sem ég gjörsamlega heillaðist af), svo var ég á ferðinni fyrir síðustu helgi í stuttri heimsókn í bænum og rendi við í Fiskó þá sá ég að þessi var 1 eftir í búrinu og það var allra minsti fiskurinn. hann er við frekari mælingar nákvæmlega 7 cm en ekki 5 eins og ég sagði
ég veit ekki hvað hann er gamall en taldi að þetta væri bara ungfiskur sem hefði orðið útundan

ættlunin var að hafa hann í litla búrinu þangað til hann fitnaði aðeins og tæki fóður mjög ákveðið. eða að mesta lagi 2-3 vikur...
eftir það verður hann að fara í stóra búrið og spjara sig sjálfur.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by keli »

stunted er nú meira þegar fiskur hefur gengið í gegnum vaxtarskeið án þess að vaxa. Það getur verið af ýmsum ástæðum, en í þessu tilfelli líklega útaf því að hann er búinn að vera í einhvern tíma í búðinni og fengið lítið að éta.

Það þýðir að fiskurinn nær líklega ekki fullri stærð, og að hlutir eins og augun og önnur líffæri (sem hætta ekki að stækka) verða hlutfallslega stór miðað við búkinn.

Fiskurinn getur samt verið hraustur, skemmtilegur osfrv þegar hann er kominn í gang með að éta og stækka aftur. Ég myndi ekkert vera að hafa áhyggjur af þessu, enda ágætis eintak og uggarnir eiga eftir að vera eins og nýjir eftir nokkra daga. Ég er heldur ekki viss um að hann sé stunted, hann er bara lítill og þá eru hlutföllin á óskörum svolítið asnaleg :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

pjakkur007 wrote:Image
Jæja ekki varð hann langlífur greyið... drapst á jóladag

hann fór aldrei að taka fóður alminnilega þó að hann sýndi nokkru sinnu tilburði til að hressast þá entist það bara í nokkra daga
á þeim tíma sem ég átti hann stækkaði hann ekki um 1 cm... uggarnir héldu áfram að tætast upp og sporðurinn klofnaði, enginn annar fiskur í búrinu sýndi merki um veikindi eða nokkuð óeðlilegt þannig að eftir að hann drapst gerði ég ekkert annað en að fjarlægja hann

gengur bara betur næst...
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by pjakkur007 »

Þá er búið að bæta við öðrum Oscar í 600 L búrið

Image

og þó að það sé smá stærðarmunur á þeim þá er ekki svo langt síðan þeir voru mjög svipað stórir í fiskabúri hjá Varginum

eitt merkilegt sem ég tók eftir er að eftir að ég bætti öðrum fisk við hefur Oscarinn sem var fyrir eiginlega bara verið upptekinn af því að skoðe nýja íbúann í búrinu og næstum alveg látið gullfiskana í friði
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 600 L búrið mitt

Post by Sibbi »

Frábær mynd, það er eins og þeir hafi hreinlega stillt sér upp fyrir myndatökuna, glæsilegt :góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 600 L búrið mitt

Post by Squinchy »

Hvernig er það Pjakkur007, er búrið enþá í þinni eigu?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: 600 L búrið mitt

Post by jonsighvatsson »

Ég ætlaði alltaf að fá mér oscar , en las að þeir fokka upp öllum gróðri .. er það ekki satt?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by keli »

Moka allt upp og fokka öllu upp fyrir þér. Svipað með flestar aðrar stórar síkliður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 600 L búrið mitt

Post by Birkir »

Þegar ég var með Oscara gætti ég að þvía ð vera með nokkuð stórar plöntur með þykkum blöðum. Ég lét þar vaxa fyrir aftan nokkuð stórar rætur og greinar með grjót í kring og það, að mestu, kom í veg fyrir að durgarnir rótuðu þeim upp. En þeir voru duglegir að róta upp við framglerið og út í hornunum sem mættu framglerinu. Ég gætti þess að hafa bara sand og grjót þar. Þetta var stundum ansi fallegur gröfur hjá mér og fínasti landslagsarkítekt.
Post Reply