54lítra

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

54lítra

Post by Hanna »

Loksins, loksins er maður komin aftur kæru spjallverjar :-) 2 ára fjarvera er alltof langur tími en nú er ég loksins búin að fjárfesta mér í búri. Ákvað að byrja smátt eftir pásuna og fékk mér 54l búr, keypti notað og fékk með slatta af grófri möl og helling af skeljum og kuðungum sem ég er ekki alveg viss hvort ég haldi... Hvaða áhrif hafa skeljarnar aftur á vatnið? hvort hækkar eða lækkar ph gildið?
Í augnablikinu er búrið nú frekar tómlegt og leiðinlegt en stefnan er tekin á að laga það við fyrsta tækifæri..
Ég bý í Danmörku núna og það er ofboðslega furðulegt að kíkja inn í búðirnar hérna.. það er í raun ekki ætlast til þess að maður kaupi eitt stykki, það eru alltaf svona hóptilboð eða svoleiðis :D Ofboðslega mikið úrval hérna líka sem maður er í rauninni ekki vanur að sjá heima..
En semsagt í búrinu hjá mér núna eru
5x rauðir tuxedo guppy (2 kallar og 3 kellingar)
2x albínó ancistrur (ca 3-4cm)
1x flottur rauður bardagakarl

Á planinu er svo að kaupa nýja peru, 1x eplasnigil, 2x skala, 3 sverðdraga og svo slatta af gróðri :D
Skelli inn myndum við fyrsta tækifæri :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

úff... er svo ofboðslega tækniheft að ég er engan veginn að ná að finna út úr því hvernig maður á að setja inn myndir hérna :?
það kemur bara kassi með rauðum kross í horninu :( Þannig myndirnar verða að bíða eitthvað lengur meðan ég finn útúr þessu :wink:
What did God say after creating man?
I can do so much better
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: 54lítra

Post by Frikki21 »

Ég held að þetta sé full lítið búr hjá þér ef þú ætlar að bæta skölum við !
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

þetta er einungis byrjunarbúr... stefni á að fá mér 130+ lítra á næstu tveim mánuðum þannig þeir ættu að hafa það fínt þangað til :)
What did God say after creating man?
I can do so much better
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: 54lítra

Post by Frikki21 »

já ókei ;)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 54lítra

Post by Elma »

Velkomin aftur, Hanna!

en eg er viss um að bardagakallinn eigi eftir að éta
eitthvað af þessu slöri af gúbbunum.
eða öfugt...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

Takk Elma :) Æ helduru það? Var svo viss um að þeir ættu að geta verið saman í búri :?
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 54lítra

Post by Elma »

það fer svolítið eftir persónuleika hvers bardagafisks..
en ég hef lent á góðum og slæmum eintökum..
kannski er þinn einn af þessum góðu :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

Það lítur ekki út fyrir það :( Tvær gúbbýkerlingar dauðar og slörið eiginlega horfið á þeim báðum... Spurning hvernig þetta verður eftir helgi þegar ég kemst að gera eikvað í þessu
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

úff.. það lítur út fyrir að þessi helv.. bardagafiskur ætli að verða dýrkeyptur... sporðarnir á báðum gubbýkörlunum eru svona hægt og rólega að hverfa :( tók kvikindið og setti hann í stórt gotbúr meðan ég reyni að finna betri lausn.
Fór í dag og náði loksins að kaupa peru í búrið (það er búið að vera ljóslaust síðan ég fékk það :( ), 3x corydoras panda, eitt stk eplasnigil og slatta af plöntum: valisneriu, Egeriu og svo eitthvað gras sem ég kannast ekki alveg við...
Er ennþá að reyna finna út úr því hvernig maður á að setja inn þessar blessuðu myndir og það bara er engan veginn að virka hjá mér... er ekki alveg hægt að vista þær á flickr eða er betra að nota fishfiles?
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: 54lítra

Post by Agnes Helga »

Með að setja þær hingað er það nú ekki svo flókið, þær verða að vera á netinu, notast sjálf við facebook eða fishfiles. Síðan hægri smelliru og gerir copy link á fb og setur [img]linkinn%20hérna%20inn%20á%20milli[/img] en það er hægt að copera svona link tilbúin af fishfiles fyrir neðan myndina sjálfa. Ef það sé af eitthverju öðrum síðum þá minnir mig að það sé hægri smellt, smellt á properties og þar er linkur sem er coperaður.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Re: 54lítra

Post by Hanna »

Náði loksins að finna úr þessu.. Takk Agnes Helga
Image
heildarmynd af búrinu tekið 3. ágúst

Image
bardagafiskurinn

Það koma fleiri myndir í kvöld :)
What did God say after creating man?
I can do so much better
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 54lítra

Post by Vargur »

flottir þessir rauðu gubby.
Ég mundi láta bardaga fiskinn fara eða hafa hann bara í seiðaneti sem hangir í búrinu.
Post Reply