Dýraríkið að fara á hausinn?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Sven »

Það er allavega það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá auglýsinguna í fréttablaðinu, 70% afsl á öllu sjávardóti, 60% af öllum Eheim dælum, 60% af öllu fiskabúrum yfir 100 lítra o.s.frv.

Er ekki nokkuð ljóst að búllan sé að fara á hausinn?
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Fiskurinn »

Sven wrote:Það er allavega það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá auglýsinguna í fréttablaðinu, 70% afsl á öllu sjávardóti, 60% af öllum Eheim dælum, 60% af öllu fiskabúrum yfir 100 lítra o.s.frv.

Er ekki nokkuð ljóst að búllan sé að fara á hausinn?
úff.. Hvernig getur þú fengið þetta út þó að Dýraríkið vilji hafa tilboðshelgi á fiskadóti?
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Sven »

70% afsláttur af ÖLLU sjávarfiskadóti, 70% af öllum ljósum. Ef búðin er ekki að fara á hausinn þá er þetta frekar skrýtin útsala, allir sem hafa í huga að kaupa sér eitthvað stórt gera það klárlega þessa helgi, eftirspurnin næstu mánuðina eftir dýru fiskadóti verður klárlega mjög lítil. Maður mundi halda að venjuleg útsala væri með mikið hóflegri afslætti.
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Fiskurinn »

Sven wrote:70% afsláttur af ÖLLU sjávarfiskadóti, 70% af öllum ljósum. Ef búðin er ekki að fara á hausinn þá er þetta frekar skrýtin útsala, allir sem hafa í huga að kaupa sér eitthvað stórt gera það klárlega þessa helgi, eftirspurnin næstu mánuðina eftir dýru fiskadóti verður klárlega mjög lítil. Maður mundi halda að venjuleg útsala væri með mikið hóflegri afslætti.

Útsölur þurfa ekki að einskorðast við tiltekna hluti,prósentu hlutföll eða tímasetningar. Ekki komu svona innlegg, þegar var verið að auglýsa allur hundamatur á afslætti?

Misjafnar áherslur á tilboðshelgum hjá Dýraríkinu. Ætla að drífa mig og gera góð kaup,hvað með þig?
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Ási »

Hvað stendur útsalan lengi?
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Agnes Helga »

Lítur svolítið eins og lagerhreinsun vegna þess að fyrirtækið sé að fara á hausinn. En ef þetta sé "normal" afsláttur hjá dýraríkinu þá er það bara gott og blessað og gaman að sjá hvað fer næst á útsölu..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Fiskurinn »

Agnes Helga wrote:Lítur svolítið eins og lagerhreinsun vegna þess að fyrirtækið sé að fara á hausinn. En ef þetta sé "normal" afsláttur hjá dýraríkinu þá er það bara gott og blessað og gaman að sjá hvað fer næst á útsölu..
Hvað er normal afsláttur? Hef ekki kynnt mér það persónulega. En fínt að fá svona helgi fyrir alla sem langar í fiskatengda hluti :wink:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Cundalini »

Fiskurinn wrote:
Agnes Helga wrote:Lítur svolítið eins og lagerhreinsun vegna þess að fyrirtækið sé að fara á hausinn. En ef þetta sé "normal" afsláttur hjá dýraríkinu þá er það bara gott og blessað og gaman að sjá hvað fer næst á útsölu..
Hvað er normal afsláttur? Hef ekki kynnt mér það persónulega. En fínt að fá svona helgi fyrir alla sem langar í fiskatengda hluti :wink:
Þetta er bara snilld, ég keypti mér viltan bláan Discus með 40% afslátt áðan.
Það hefði bara þurft fleiri starfsmenn til að afgreiða.
Ég var þarna í gær líka og þá vissi ég ekkert af því að það yrði útsala í dag og um helgina. En ég sá að þeir höfðu verið að taka inn sendingu af fiskum, sem fór í sóttkví og kemur fram eftir 4 vikur.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Agnes Helga »

Fiskurinn wrote:
Agnes Helga wrote:Lítur svolítið eins og lagerhreinsun vegna þess að fyrirtækið sé að fara á hausinn. En ef þetta sé "normal" afsláttur hjá dýraríkinu þá er það bara gott og blessað og gaman að sjá hvað fer næst á útsölu..
Hvað er normal afsláttur? Hef ekki kynnt mér það persónulega. En fínt að fá svona helgi fyrir alla sem langar í fiskatengda hluti :wink:
Svona "normal" afsláttur er oft c.a. 10-30% af samkvæmt minni reynslu af búðum og vinnum þar :) En ef þetta sé farið að vera svona mikill afsláttur í dýraríkinu þá er það alveg gott og blessað, ekki allstaðar sem það er :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
orko
Posts: 21
Joined: 13 Jan 2010, 16:49
Location: Reykjavík

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by orko »

Þeir voru með nákvæmlega svona útsölu á sama tíma í fyrra líka. Hef einga trú á því að þeir séu að fara á hausinn.
140l Gullfiskar

Ormur Karlsson
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Sven »

Ef þetta er eitthvað sem má búast við reglulega og búðin ekki að fara á hausinn þá er það náttúrulega bara gott mál.
En fyrir mér lítur þetta einmitt svolítið út eins og lagerhreinsun. 20-40% afsláttur af fiskum er ekkert óeðlilegt, en 60-70% afsláttur af virkilega dýrum vörum, stórum fiskabúrum, Eheim búnaði og þess háttar er alls ekki venjulegt, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Fiskurinn »

Sven wrote:Ef þetta er eitthvað sem má búast við reglulega og búðin ekki að fara á hausinn þá er það náttúrulega bara gott mál.
En fyrir mér lítur þetta einmitt svolítið út eins og lagerhreinsun. 20-40% afsláttur af fiskum er ekkert óeðlilegt, en 60-70% afsláttur af virkilega dýrum vörum, stórum fiskabúrum, Eheim búnaði og þess háttar er alls ekki venjulegt, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Eheim og stór fiskabúr á tilboð = Þrot. (hvað er málið með það)
En fiskar á tilboð, Ekkert nema eðlilegt :mrgreen: Nóg um þrotatal..Búðinn er ekkert á förum :góður: Búinn að gera góða kaup sjálfur og er hrikalega sáttur 8)
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by stebbi »

Þar sem það er bara afsláttur á fiskadóti þá finnst mér þetta ekki lykta af þrotaútsölu. Hinsvegar ef þú ert að spá í að kaupa þér stórt búr og dælu þá er þetta rétta helgin í það.
Ég fór áðan og ætlaði að ná mér í mat á afslætti en það var fullt verð á öllum mat nema einni tegund af flögumat.
Það voru ekki nema kannski helmingurinn af fiskunum í búðinni á aflætti og þá voru Það aðallega fiskar sem ég giska á að seljist ekki hratt, s.s. síkliður ofl. fáar tetrur og smáfiskar voru á aflætti
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Sven »

já, ef allt annað, þ.e.a.s. hundavörur og þess háttar er ekki á neinum afslætti þá er þetta varla að fara á kollinn. Ég skil samt ekki þessa massa útsölu t.d. á öllum Eheim vörum, kannski eru þeir bara búnir að sitja með sömu vörurnar svona svakalega lengi að þeir þurfi að slá svona mikið af til að selja þær.
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Orientalis »

Einhversstaðar heyrði ég að Dýraríkið hefði skipt um kennitölu í kjölfar lokunar á Grensásvegi 14.

En þegar Dýraríkið er farið að gefa 60-70 % afslátt á fiskum og öðru dóti, eru hlutirnir þá ekki bara komnir niður í eðlilegt verð hjá þeim?
Fiskurinn wrote:Ætla að drífa mig og gera góð kaup,hvað með þig?
Það ætti ekki að vera langt að fara, vinnur þú ekki ennþá í Dýraríkinu?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by ulli »

Orientalis wrote:Einhversstaðar heyrði ég að Dýraríkið hefði skipt um kennitölu í kjölfar lokunar á Grensásvegi 14.

En þegar Dýraríkið er farið að gefa 60-70 % afslátt á fiskum og öðru dóti, eru hlutirnir þá ekki bara komnir niður í eðlilegt verð hjá þeim?
Fiskurinn wrote:Ætla að drífa mig og gera góð kaup,hvað með þig?
Það ætti ekki að vera langt að fara, vinnur þú ekki ennþá í Dýraríkinu?
:mrgreen:
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by Fiskurinn »

Orientalis wrote:Einhversstaðar heyrði ég að Dýraríkið hefði skipt um kennitölu í kjölfar lokunar á Grensásvegi 14.

En þegar Dýraríkið er farið að gefa 60-70 % afslátt á fiskum og öðru dóti, eru hlutirnir þá ekki bara komnir niður í eðlilegt verð hjá þeim?
Fiskurinn wrote:Ætla að drífa mig og gera góð kaup,hvað með þig?
Það ætti ekki að vera langt að fara, vinnur þú ekki ennþá í Dýraríkinu?
Hvar ég vinn skiptir litlu.Rétt skal vera rétt 8)
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Dýraríkið að fara á hausinn?

Post by ellixx »

þeim mun meiri álagning , þeim mun meiri svigrúm til afslátta.
þetta var líka svona í fyrra.
ætlaði að kaupa einhverja dælu í sumpinn sem var á 60% afslætti ,en með afslætti átti hún samt að kosta 30þ
þorði ekki að taka hana þar sem hún var einungis 2500 lítra en vantaði 4000+ lítra.
fékk að vísu blue wafe dælu í 150-200 litra búr á 7500kr ,en það verð var eftir 60% afslátt .
eftir að hafa skoðað aðrar svipaðar dælur þá held ég að ég hafi ekki verið að gera neinn spes díl :(
samanber kanski þessi á fullu verði 8500kr hjá varginum fyrir svipað stórt búr.
http://petshop.is/product/details/categ ... uct_id/177
og þessi frá tjörvari á undir 7000kr
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=4531
það marg borgar sig að skoða aðeins í kringum sig áður en maður stekkur á % ;)
kveðja
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Post Reply