sæl og blessuð
Ég fékk mér tvo Guppy (kk og kvk) og þau eru alltaf uppi á yfirboðinu . Eru þetta bara þannig fiskar sem eru bara alltaf á yfirboðinu, ég spyr ykkur því ég er ekki jafn fróður og þið um fiska ?
Guppy spurning
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þá er gott að lesa sér til um fiskana, þú getur fundið fullt af upplýsingum um gúbbífiska bara ef þú ferð í "leita" hér á spjallinu. Eða að nota hinn stórfenglega, víðfræga vef sem heitir hvorki meira né minna en google.com
Hér eru tveir góðir linkar sem ég fann við það einfaldlega að leita "guppy" á google. Hér geturu lesið næstum því allt sem vita þarf um guppy.
http://en.wikipedia.org/wiki/Guppy
http://www.guppies.com/
En jú gúbbí eru yfirborðsfiskar og synda mikið/aðallega þar.
Hér eru tveir góðir linkar sem ég fann við það einfaldlega að leita "guppy" á google. Hér geturu lesið næstum því allt sem vita þarf um guppy.
http://en.wikipedia.org/wiki/Guppy
http://www.guppies.com/
En jú gúbbí eru yfirborðsfiskar og synda mikið/aðallega þar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
burt með gullfiskanarauðbakur wrote:Takk síklíða
En er þetta kannski útaf því að ég er með gullfiska í búrinu líka?
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/
Að sumu leiti er þetta rétt hjá vikar m en mér finndist réttast af honum a.m.k. að útskýra mál sitt.vikar m wrote:burt með gullfiskanarauðbakur wrote:Takk síklíða
En er þetta kannski útaf því að ég er með gullfiska í búrinu líka?
Gullfiskar eru kaldavatnsfiskar og kjósa kaldara vatn en flestir hitabeltisfiskar (gullfiskar 16-20°C, aðrir hitabeltisfiskar 24-26°C og allt upp í 28-30° hjá sumum).
Gúbbífiskar eru frekar heitfengnir og dafna best í 27-28° hita.
En á hinnbógin eru þetta hvort tveggja harðgerðir fiskar sem þola mikið og geta alveg lifað í sátt og samlyndi, persónulega finnst mér ekki gaman að blanda fiskum með svona ólík skilyrði saman en það er smekkur hvers og eins.
Þetta er nú örugglega ekki gullfiskunum að kenna að þeir eru mikið við yfirborðið.
Helst dettur mér í hug súrefnisskortur í vatninu, og fiskarnir "lepja" yfirborðið. Til að koma í veg fyrir þetta er sniðugt að láta bununa úr dælunni gára vatnið og koma yfirborðinu á meiri hreyfingu, jafnvel svo myndist loftbólur.
Það væri gott að fá smá upplýsingar um búrið hjá þér til að geta leyst þetta (ef eitthvað er).
Búrstærð?
Íbúar?
Dælubúnaður?
Hitastig?
Hversu oft þú skiptir um vatn og hversu mikið í einu?
Ég vona að þetta hjálpi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.