Búr "Cyclast" ekki.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Búr "Cyclast" ekki.

Post by Gilmore »



450 lítra síkliðubúrið hjá mér er ekki að cyclast. Ég er búinn að vera með það í gangi í 3 vikur með fjórum þokkalega stórum óskurum.

Ég mæli reglulega allt saman. Ammónían fór fljótlega af stað og er búin að vera í 3.0 mg/l í 2 vikur og er enn. Nitrit er varla mælanlegt og Nitrat sömuleiðis.

Testkitin eru frá Tetra og eru alveg í lagi, ég hef prófað að mæla hreint vatn og svo vatn úr hinu búrinu sem ég er með og ammónían þar er 0 mg/l, en það búr cyclaðist á ca. 3 vikum með hjálp frá Safe Water frá King British (veit ekkert hvort það hafi virkað eitthvað).

Ég notaði nákvæmlega sömu aðferð á bæði búrin , en þetta stóra fer ekkert í gang. Ég setti smá af media úr litlu dælunni í þessa stóru til að fá smá flóru, en það breytti engu.

Óskararnir eru eldhressir og éta á fullu, ammónían virðist ekki vera að skaða þá ennþá. En mér finnst ekki eðlilegt að ammónían sé ekki að byrja að minnka eftir 3 vikur. það sem ég hef lesið tekur ammóníuna ca. viku - 10 daga að toppa, hverfa og nitrit tekur við.

Einhver tips??
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef þú hefur verið duglegur að skipta um vatn þessar 3 vikur þá fokkar það cycle stundum upp. Annars bara bíða lengur, þetta hlýtur að koma á endanum :) Ætti að sleppa fyrst fiskarnir eru hressir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég hef ekki skipt um mikið vatn, nema tvisvar þá ryksugaði ég það mesta af botninum, því það var svo mikið af drullu og þá fór svona 10% vatn með.

Ég saltaði reyndar búrið fyrir 1 1/2 viku, ca. 4g á líter, því það kom upp hvítblettaveiki, hefur það áhrif á cycle?

En ég bíð bara þolinmóður, en ef ammónía er næstum mánuð að klárast, hvað er þá nitritið eiginlega lengi að klárast 2- 3 mánuði???? Damn!! :x
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ertu nokkuð með UV kerfi í gangi ?
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Neibb
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

þetta gengur hægt en er þó að mjakast í rétta átt! Ammónía næstum horfin eftir 4 vikur, en búrið er núna Nitrit pittur og ég vona að það standi ekki yfir í margar vikur. Brúnþörungur er farinn að myndast í töluverðu magni. Hef ekki mælt Nitrat.

Ég átti ekki von á að þetta mundi taka svona langan tíma, ef Nitrit tekur 3x lengri tíma að hverfa en Ammónían þá ætti sá hluti að taka 3 - 4 mánuði :/.

Óskararnir eru hressir, sísvangir og stækka, en mér finnst samt frekar óþægilegt að láta þá vera þarna í þessum pitt svona lengi. Geta ekki tálknin skemmst við að vera svona lengi í Ammóníu og Nitrati??
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað er nitrit og nitrat hátt? Ég veit svosem ekki með skemmdir, óskarar eru auðvitað mjög harðgerir og líklega ágætis candidatar í að cycla búr.

Ég er þó sammála þér að þetta taki langan tíma, eina skiptið sem ég man eftir að búr taki svona langan tíma í að cyclast er þegar ég var að hjálpa til við að setja upp 8000 lítra búrið í gömlu vinnunni minni...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég var að mæla áðan......allt test kit frá Tetra og eru í góðu lagi.

Ammonia = 0.25 mg/l
Nitrit = 3.3 mg/l >
Nitrat = 100 mg/l>

Sem sagt ammónía að hverfa en Nitrat og Nitrit útúr kortinu.

Ég hélt að Nitrat ætti ekki að vera komið í einhverju magni nema Nitrit væri að nálgast 0??

Getur verið að búrið sé bara löngu cyclað en ekki náðst að myndast næg flóra til að höndla þetta mikla bioload, en búrið er fullt af drullu og ég hef ekki gert nein alvöru vatnaskipti síðan það var sett upp fyrir tæpum 5 vikum.

Rena Xp4 stútfull af mechanic og bio media á samt vel að geta ráðið við þetta bioload. Ég var einu sinni með svipað búr með innbyggðri Juwel dælu sem náði að höndla 400l búr fullt af Óskörum og félögum.

Xp4 dælan er fyllt þannig:

Neðsta karfan er með grófum svömpum og næsta karfa er með fínni svömpum og svo körfurnar 2 fyrir ofan eru fylltar af Rena Biostars media (1 pakki á að duga í 400l búr, en ég er með 5 pakka), svo er ull efst.

Spurning um að gera stór vatnaskipti núna og sjá hvað gerist, en búrið er allt að fyllast af brúnþörung.
Post Reply