Blettaveiki.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Blettaveiki.

Post by Bruni »

Blettaveiki getur oft fylgt með í "kaupbæti" þegar nýjum fiskum er bætt í safnið. Hún getur verið ansi skæð og margir hafa orðið fyrir þungum búsifjum ef ekki hefur verið brugðist snemma við og það af hörku. Ég tók fyrir viku eftir blettaveiki í fiskum sem ég keypti fyrir skömmu og setti þá strax á kúr, jók hitann í 28°c og saltaði. Þorði ekki að hækka meira í fyrstu. Ég var nokkuð skelkaður því þetta voru t.d. botiur sem fengu þennan fjára á sig. Eftir þennan tíma finnst mér að blettirnir ættu að vera horfnir. Sem betur fer éta fiskarnir vel og bera sig þokkalega eftir aðstæðum. Hver er ykkar reynsla af blettaveiki og hvaða lyf og aðferðir hafið þið notað í baráttunni við þennan skæða vágest ? :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fékk þennan ófögnuð fyrir tæpum 2 árum þegar ég var að starta búri fyrst. Þá fyllti ég búrið af vatni og skellti fiskunum í!
Ég fékk lyf sem heitir White Spot Control og er frá King British.
Það virkaði mjög vel, ég losnaði við blettina á skömmum tíma og missti engan fisk.
Þegar ég set upp búr í dag læt ég þau ganga í nokkra daga ef möguleiki er á og tek vatn úr öðru búri til að koma flórunni af stað. Það hefur virkað fínt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Salt og hækkun á hita ásamt auknu súrefnisstreymi er að mínu mati besta ráðið.
Það er allt of algengt að fólki séu seld lyf sem jafnvel veiki fiskana enn meir, einnig hefta mörg lyf súrefnisupptöku vatnsins þannig að fiskarnir drepast oft að völdun súrefnisskorts.
Ekki ætti að setja lyf í vatnið nema þess sé gætt að fiskarnir fái nægt súrefni.
Einnig virðast sum lyf einungis halda veikinni niðri en svo blossi hún upp aftur, Costapur er eitt þeirra lyfja.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Mínir fiskar lentu illa í veikinni í byrjun árs.
Ég byrjaði á því að salta og hækka hitann en blettunum fjölgaði ört og flestir af mínum fiskum voru þaktnir blettum eins og Slipslips ætti að geta tekið undir, svo ég hef ekki lengur trú á saltinu.
Ég keypti lyf sem heitir ContraSpot frá fyrirtækinu Tetra og það svínvirkaði, sá heljarinnar mun frá fyrsta degi, á þriðja degi voru flestir ef ekki allir blettirnir horfnir, ég setti lyfið einig í á fjórða degi til öryggis.

Afgreiðslumaður í fiskabúð sagði mér einhverjum dögum seinna að saltið dræpi ekki bakteríuna heldur héldi henni aðeins niðri á meðan að bakterían lifði enn í sandinum og að það þyrfti lyf til þess að ganga frá bakteríunni
Þetta stokast á við kenningar Vargs og ég tek það aftur fram að þetta heyrði ég frá afgreiðslumanni
En samkvæmt minni reynslu þá virkaði lyfið en saltið ekki, ég vil einnig taka það fram að ég hef aðeins einu sinni fengið hvítlettaveiki í búr hjá mér
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

svo eru sumir hreisturlausir fiskar einsog bótíur mjög viðkvæmir bæði fyrir lyfjum og salti svo maður spyr sig hvað á þá að gera ? ..

það hefur komið fyrir að ég hef sett of kalt vatn í búrið í venjulegum vatnaskiptum (seinast fyrir um ári) og þá hefur hvítblettaveiki blossað upp . .
með amerískar síkliður líkt og mínar þá salta ég búrið og hækka hitann í 30C og passa að það sé nægt súrefni í vatninu og skipti um vatn einu sinni í viku og það virkar alltaf ekki bara stundum eða næstum því heldur alltaf ,
mjög auðvelt og ódýrt .
þessi meðferð tekur 2 vikur og ættu blettirnir að vera horfnir eftir fyrstu vikuna og svo tek ég aðra viku til að klára svona til öryggis . .
. þessi meðferð drepur ekki bakteríurnar heldur flýtir líftíma þeirra og þær eiga í erfiðleikum með að fjölga sér í hitanum og líka erfiðara að finna nýjan hýsil á stuttum lífdögum.

það er alveg spurning hvort að maður fari ekki að sletta fram grein um þessa aðferð því það er ekkert mál að bæta við einsog 1000 orðum við svona smábréf. .
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Blettaveiki

Post by Bruni »

Sæl öllsömul. Þegar ég kíkti á "sjúklingana" mína í morgun sá ég mér til mikillar gleði að blettirnir voru horfnir . Fiskarnir voru í betra standi en ég þorði að vona, og n.b. þarna voru t.d. botíur sem eru sérstaklega viðkvæmar. Þetta slapp í þetta skiptið og til allrar lukku voru fiskarnir ennþá í sóttkví. Síðast var ég ekki eins heppinn. Ég bætti í morgun við einum skammti af lyfinu í búrið, en það er samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda. Lyfið er frá King British og heitir White Spot control. Mér fannst virkni lyfsins hæg. Kannski er það ekki verra. Öflugri og fljótvirkari lyf eru eflaust til, eru þau þá með einhverjar skaðlegar aukaverkanir ? Veit ekki með saltið, held að það sé betra að hafa það. Held að það dragi úr líkum á bakteríusýkingum sem gætu skotið upp kollinum þegar húð fiskanna er í "sárum" eftir atlögu sníkjudýranna. Vatnsskipti verða síðan í smáskömmtum, byrja eftir 2 daga, ferskt vatn eingöngu, ekkert salt, bíða og sjá hvað verður úr áður en þeir fara á "víðernin". Og nebbi, endilega komdu með doktorsritgerð um kvikindin o.s.frv.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef nokkuð oft þurft að takast á við blettaveikina og tel mig geta sagt með fullri vissu að saltið sé það besta til glíma við hana með tilliti til alls lífríkis í búrinu. Saltið drepur niður veikina sama hvað hver segir og að sjálfsögðu gengur það af henni aldauðri þar sem maður tekur ekki saltið úr búrinu heldur fer það smám saman með vatnsskiptum, salt hefur ekki áhrif á flóruna í búrinu og kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma sem oft koma í kjöfar bleittaveiki ens og td. fungus og bakteríusýkingar.
Ég man ekki eftir að nokkurn tíman hafi blettaveiki komið aftur upp í búri hjá mér þar sem saltað var.
Að sjálfsögðu mæli ég þó með við fólk að það noti lyf ef saltið hefur ekki áhrif á blettina eftir 2 sólahringa og einnig gengur ekki að nota salt í gróðurbúr.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara svo ég hafi það á hreinu, hvernig salt notaru ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Salt sem er ekki með joði.

Svo er magnið eitthvað sem allir hafa skoðun á :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota helst gróft kötlusalt, annars skiptir litlu máli hvaða salt er notað nema hvað eins og Keli segir ekki salt með joði, ég hef reyndar aldrei séð salt með joði svo ég viti til. Ég las líka einhverstaðar að ekki væri gott að nota salt sem ætlað er í sjavarbúr þar sem það inniheldur ýmis efni ætluð í sjávarbúr.
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Blettaveiki.

Post by Bryndís »

Veit að þetta er gamall þráður en spyr samt. Ég er með einn dvergfrosk með fiskunum mínum, þola þeir saltið?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Blettaveiki.

Post by Sibbi »

Bryndís wrote:Veit að þetta er gamall þráður en spyr samt. Ég er með einn dvergfrosk með fiskunum mínum, þola þeir saltið?

Ég mundi halda ekki, án þess að vita það.
Ég drap 2 vatnafroska með söltun, að vísu var um mikla söltun að ræða.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply