Salamöndruseyði

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Salamöndruseyði

Post by Gudjon »

Ég hef verið að stússast í því síðustu daga að koma upp salamöndru seiðum, allt gengur vel, þyrfti reyndar að fara að færa þær yfir í stærra búr. Þær eru allar orðnar um og yfir 1 cm og þær eru eitthvað um 25 stykki held ég, býst við einhverjum afföllum.


Mynd:
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ansi magnað. Er algengt að þær fjölgi sér í búrum, voru þær ekki bara í einhverju smá búri ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Salamöndur þurfa þannig séð ekkert stórt búr og engin vatnsgæði né neitt þannig, foreldrarnir eru frekar stórir og eru í 20-30 l búri sem er mjög lítið en samt fjölga þær sér. Ég hef ekki heyrt um að þær fjölgi sér mikið í heimahúsum en þessar sem eru hér eru allaveganna til í tuskið, það líða svona 4 mánuðir á milli umferða hjá þeim.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

sæll !
ef þú getur ekki losað þau út skal ég taka nokkur stk . . fín oscarfæða.


ekkert illa meint guðjón :? og bið ég alla afsökunar sem særast við ummæli mín en oscar er mitt áhugamál . allt annað er matur. .
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég hef þig í huga þegar að þar að kemur, fólk er reyndar strax farið að sýna áhuga á öðrum spjöllum um kaup o.fl.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hér kemur mynd af búrinu sem að þau eru í, það er mjög lítið en það nægir þeim, dýrin eru ekki í minni eign svo lítið gengur að tala um að ég þurfi að fá mér stærra búr fyrir þau eða e-ð þannig


Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Mynd af þeim við fóðrun

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Parið hrygndi aftur í gær svo ég færði fyrri hópinn yfir í einhverskonar matarílát og eggin þar sem fyrri hópurinn var



Image


Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

það er aldeilis stuð á bænum ;)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

svo sannarlega
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Nú eru komin egg í þriðja skipti á um mánaðar tímabili, þetta er nú farið að verða aðeins meiri vinna og pláss en ég ætlaði mér

nebbi: Ég get örugglega séð einhverju ofaní óskarana þína ef að þú hefur áhuga
Í hvaða stærð mundiru helst vilja fá þær, ég gæti pottþétt látið þig fá eitthvað úr umferð númer tvö þegar að þau klekjast út sem verður á næstu dögum, það er betra að þú takir þau fyrr en seinna því að það getur verið erfitt að koma þeim úr lirfuskeiðinu og yfir í salamöndrur
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gudjon wrote:Nú eru komin egg í þriðja skipti á um mánaðar tímabili, þetta er nú farið að verða aðeins meiri vinna og pláss en ég ætlaði mér

nebbi: Ég get örugglega séð einhverju ofaní óskarana þína ef að þú hefur áhuga
Í hvaða stærð mundiru helst vilja fá þær, ég gæti pottþétt látið þig fá eitthvað úr umferð númer tvö þegar að þau klekjast út sem verður á næstu dögum, það er betra að þú takir þau fyrr en seinna því að það getur verið erfitt að koma þeim úr lirfuskeiðinu og yfir í salamöndrur
skal taka þetta strax og þér hentar ..
nú kann ég ekkert á salamöndrur . . ?
hvernig erfitt er þessi umskipting á lirfu og salamöndru ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hún er örugglega ekkert erfið ef maður fer rétt að og hefur tímann í það, þau fara að éta hvort annað og fleira. Sjálfur veit ég lítið um salamöndrur annað en það sem ég hef lært af þessu pari
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Post by Kubbur »

jæja hvernig gengur hjá þér, kíkti á búrið hjá mér í gær og það eru 10 stykki eftir, fékk eitthvað fiskafóður í töflum og set reglulega þarna útí, þetta stækkar geðveikt hratt
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Post by Kubbur »

nebbi wrote:sæll !
ef þú getur ekki losað þau út skal ég taka nokkur stk . . fín oscarfæða. . .
hvað / hver er oscar
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

Það er stór og flott Ameríku siklíða ;)
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Post by Kubbur »

ahh ég skil, gaman af þessu
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Kubbur wrote:
nebbi wrote:sæll !
ef þú getur ekki losað þau út skal ég taka nokkur stk . . fín oscarfæða. . .
hvað / hver er oscar
Þetta er Oscar sem að nebbi á

Image
Post Reply