Má setja dýrabein í fiskabúr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
andri
Posts: 6
Joined: 08 Sep 2010, 10:13

Má setja dýrabein í fiskabúr?

Post by andri »

Sonur minn fann bein útí móa, örugglega af rollu. Það virðist vera búið að liggja úti í nokkur ár. Okkur datt í hug að það gæti verið flott að hafa það í einu fiskabúrinu. Veit einhver hérna hvort það sé óhætt að setja það útí?
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Það er spurning en ég myndi sjóða það allaveganna 2-3svar áður en ég myndi halda að það væri ekki æskilegt en ég er sérfræðingur í þessum málum.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Hef sett rollubein í búr, setti það fyrst í uppþvottarvélina.
En það er varla neitt eftir af því.
Eyðist hratt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
diskokongen
Posts: 42
Joined: 11 Jun 2010, 22:00
Location: rvk

Post by diskokongen »

ég er búinn að vera með eitthvað bein í búrinu mínu í ca. 6 mánuði og eini gallinn er að plegginn vill frekar narta í það heldur en þörungin.
annars þreif ég bara það versta af því og lét það ofaní. no problem
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég var með hesthaus í heilu lagi
var farinn að eyðast fljótlega þannig að ég tók hann uppúr
og hef ekki tímt að setja hann ofan í búr síðan
hann var þar í nokkra mánuði og virtist ekki gera fiskum neitt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
andri
Posts: 6
Joined: 08 Sep 2010, 10:13

Post by andri »

takk fyrir góð svör, ég prófa að setja það útí
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Gudmundur wrote:ég var með hesthaus í heilu lagi
var farinn að eyðast fljótlega þannig að ég tók hann uppúr
og hef ekki tímt að setja hann ofan í búr síðan
hann var þar í nokkra mánuði og virtist ekki gera fiskum neitt
Og ég bara spyr, hvar í ands****** náðirðu í heilann hesthaus ?!?! :shock:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Karen wrote:
Gudmundur wrote:ég var með hesthaus í heilu lagi
var farinn að eyðast fljótlega þannig að ég tók hann uppúr
og hef ekki tímt að setja hann ofan í búr síðan
hann var þar í nokkra mánuði og virtist ekki gera fiskum neitt
Og ég bara spyr, hvar í ands****** náðirðu í heilann hesthaus ?!?! :shock:
Fékk hausinn eftir að hesturinn hætti störfum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú hefur ekki gengið hann upp í rúm til þín sbr. The Godfather?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Gudmundur wrote:
Karen wrote:
Gudmundur wrote:ég var með hesthaus í heilu lagi
var farinn að eyðast fljótlega þannig að ég tók hann uppúr
og hef ekki tímt að setja hann ofan í búr síðan
hann var þar í nokkra mánuði og virtist ekki gera fiskum neitt
Og ég bara spyr, hvar í ands****** náðirðu í heilann hesthaus ?!?! :shock:
Fékk hausinn eftir að hesturinn hætti störfum
:rofl: :rofl: :rofl: :panna:

en hætti hann störfum vegna þess að þig vantaði hann í önnur störf (fyrirsætu störf)

eða varð hann fyrirsæta vegna þess að hann gat ekki annað orðið :twisted:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ásta wrote:Þú hefur ekki gengið hann upp í rúm til þín sbr. The Godfather?
:shock:
nei en til að sumir fái í magann
þá fékk ég hann ferskan með háls og öllu
Og hestamaður nokkur sem ég þekki tók að sér að saga sumt af og sjóða síðan restina í nornapotti
ég fékk því hausinn skinnlausan en með innihaldi sem ég lét humra og dagleg vatnsskifti vinna á
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skil ekkert í Guðmundi að koma ekki með mynd af hausnum.
Hér er mynd af fiskabur.is

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Og það er víst í lagi að setja fleiri bein en dýrabein :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply