Síkliður: er að starta búri,vantar aðstoð

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Síkliður: er að starta búri,vantar aðstoð

Post by Birkir »

Sæl öll. Ég vil þakka Hlyn Vargi fyrir að hafa leitt mig inn á þetta spjall. Hef reyndar póstað þessu annarstaðar en maður þarf að vera á tánum til að gera þetta rétt.


Sæl öll sömul

Til allra blessunar rataði ég inn á þetta spjall og vil bara þakka Trítlu og öllum sjórnendunum hérna og þátttakendum fyrir góða punkta og áhugaverða þræði hér.

í nóvember fæ ég 390l. búr.
Ég vil hafa í því síkliður.
Nú er ég að velta því fyrir mér úr hvaða vatni/landi ég á að einbeita mér af. Malawi (er ekki eitthvað annað vatn þekkt í Afríku sem gefur af sér álitlegar síkliður?) eða S-Amerískar? Heyrði ég Tanganyku síkliður nefndar á nafn? Ég veit það ekki, væri til í að fá inpútt frá ykkur hérna.

Fyrst. Hver er munurinn?
Ef það er munur, er þá ekki stigsmunur á útliti búranna, þ.e.a.s. afríku síkliður eru meira með grjót og skeljasand á meðan s-ameríku mega hafa rætur og gróður og því er vatnið dekkra?

Hvað þarf að vera til staðar í búrinu áður en ég set vatn í það?
Af hverju þarf ég að huga sérstaklega svo ég megi koma af stað góðu búri sem rúllar eins og gott vistkerfi?

Og. Hvaða búðir selja hvernig síkliður og hvernig reynslu hafið þið af þessum búðum?


með von um góð viðbrögð! veit ekki hvernig ég verðlauna ykkur þau en ég set í það minnsta inn myndir og kannski einhverja lame brandara.
Last edited by Birkir on 22 Oct 2006, 18:11, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mörgum þessum spurningum er svarað hér á spjallinu og ég held þú fáir flest nánast öll svörin í fræðslugreinum hér á spjallinu, ef þú gefur þér smá tíma í að lesa færð þu sjálfsagt mikið af þeim upplýsingum sem þig vantar. Ég er svo líka sveittur að klára fleiri greinar sem eru væntanlegar. :wink:

Vinsælustu Afrísku sikliðurnar koma úr Malawi vatni, Tanganyika er einnig mjög vinsælt og svo Viktoríuvatn sem er hvað minnst þekkt þrátt fyrir að vera 3. stærsta vatn í heimi.
Ekki er ráðlagt að blanda saman tegundum úr þessum vötnum þó það sé vel hægt ef valdir eru saman fiskar með líkar þarfir.

Það er hinn mesti misskilningur að ekki sé hægt að hafa gróður með Afrískum sikliðum, reyndar á gróður oft erfitt uppdráttar við kjöraðstæður fiskanna auk þess sem sumar tegundir tæta niður gróður.

Úrval af sikliðum, bæði Afrískum og Amerískum hefur ekki verið neitt sérstakt í verslunum hér á landi ef undanskilin er verslunin Fiskabur.is, þar er landsins mesta úrval af sikliðum.

Ég mæli með þvi að þú finnir þér þá fiska sem þér líst best á og vinnir svo út frá því. Taktu hring um verslanir og skoðaðu fiska á netinu og þú finnur fljótt hvað heillar þig.

Hann nebbi getur svo frætt þig um Ameríkusikliðurnar, ég vona að hann setji saman nokkra punkta hér.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Re: Síkliður: er að starta búi, vantar aðstoð

Post by Hrappur »

Birkir wrote:Sæl öll. Ég vil þakka Hlyn Vargi fyrir að hafa leitt mig inn á þetta spjall. Hef reyndar póstað þessu annarstaðar en maður þarf að vera á tánum til að gera þetta rétt.


Sæl öll sömul

Til allra blessunar rataði ég inn á þetta spjall og vil bara þakka Trítlu og öllum sjórnendunum hérna og þátttakendum fyrir góða punkta og áhugaverða þræði hér.

í nóvember fæ ég 390l. búr.
Ég vil hafa í því síkliður.
Nú er ég að velta því fyrir mér úr hvaða vatni/landi ég á að einbeita mér af. Malawi (er ekki eitthvað annað vatn þekkt í Afríku sem gefur af sér álitlegar síkliður?) eða S-Amerískar? Heyrði ég Tanganyku síkliður nefndar á nafn? Ég veit það ekki, væri til í að fá inpútt frá ykkur hérna.

það er líka til victoríuvatn í afríku mjög fallegar og litskrúðugar síkliður sem koma þaðan auk þess sem þónokkuð margar afrískar síkliður koma úr ám og lækjum td. kribbarnir sívinsælu og jewel sem passa með amerískum ,,,í 390 ltr búr er hægt að setja slatta af afrískum síkliðum en heldur færri af amerískum nema þá dvergsíkliðum einsog td. apistogramma sem eru töluvert skemmtilegar og litríkar gæti verið snjallt að vera með þannig og skala td. eða bara 2 óskara

Fyrst. Hver er munurinn?
Ef það er munur, er þá ekki stigsmunur á útliti búranna, þ.e.a.s. afríku síkliður eru meira með grjót og skeljasand á meðan s-ameríku mega hafa rætur og gróður og því er vatnið dekkra?

það er rétt að oft dekkja ræturnar vatnið og getur það orðið brúnleitt fyrstu mánuðina og jafnvel árið , það lagast þó með vatnsskiptum, fiskunum er slétt sama en ekki öllum eigendum :) flestum síkliðum finnst fínt að vera í dimmu eða ljóslitlu búri og eru ljósin oft bara til að lýsa upp búrið svo aðdáendur utan þess sjái betur hvað er að gerast eða til að grasið vaxi eitthvað en í gróðurbúrum er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa vel af birtu annars svarar þú spurningunni þinni eiginlega sjálfur :) .

Hvað þarf að vera til staðar í búrinu áður en ég set vatn í það?
Af hverju þarf ég að huga sérstaklega svo ég megi koma af stað góðu búri sem rúllar eins og gott vistkerfi?

áður en þú setur vatnið þarf nú ekki að gera mikið , setja möl eða sand og skreyta búrið með td. rótum og eða steinum . eftir að vatnið er komið þarf að huga að því að sækla búrið (kann ekki betra orð) það er að fiskar kúka og verður þá til ammoníak sem síðan breytist í nítrit sem aftur verður að nítrAti sjá grein http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic.php?t=73 þetta ferli verður að hafa átt sér stað áður en fiskarnir sem þú ætlar að eiga eru settir í búrið.. það er svosem hægt að setja fiskana strax en þá verður að fylgjast daglega með vatninu og mæla ammo-nitrit og nitrAt á hverjum degi og bregðast hratt við með td. vatnaskiptum ef ekki illa á að fara , gætir vaknað einn daginn og allt dautt í búrinu. þannig að ég mæli með því sterklega að þú setjir fiska sem skipta þig ekki máli og sæklir búrið í mánuð en það þýðir ekki að setja 2 fiska og sækla búrið og sturta svo 10 í því búrið er í raun bara tilbúið fyrir 2 svipaða fiska , svo bætir þú bara í búrið hægt og rólega

Og. Hvaða búðir selja hvernig síkliður og hvernig reynslu hafið þið af þessum búðum?

fiskabur.is er líklega með einna besta úrvalið fyrir utan upplifunina að koma þar inn og sjá fiska sem ekki finnast annarstaðar á íslandi og reglulega flott sýningarbúr sem ég fæ aldrei nóg af en fiskó er ekki langt undan í úrvali og f&f þegar sú búð er í standi þá er hægt að finna margt merkilegt þar líka..trítla , dýraland og dýraríkið eru að mér finnst meira í gotfiskum en þó hægt að finna ýmislegt á góðum degi.en það er um að gera að fara hringinn í búðirnar og skoða og spjalla við starfsfólkið, lesa sér til á netinu og prófa sig áfram , ég þekki engan fiskaáhugamann (konur eru líka menn) sem ekki hefur skipt um skoðun og breytt búrinu sínu nokkrum sinnum

með von um góð viðbrögð! veit ekki hvernig ég verðlauna ykkur þau en ég set í það minnsta inn myndir og kannski einhverja lame brandara.
einn brandari á viku er nóg og svo auðvitað myndir.. það er skylda.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

takk kærlega fyrir þetta.
þwkkingin mín er að aukast og ég er að fá smá fókus í þetta þó svo að ég sé ekki búinn að ákveða hvaða vatn verður fyrir valinu.

er það rétt að afríku síkliður eru litríkari en þær amerísku?

Þegar þú talar um gotfiska þá ertu að tala um fiska eins og gúbbí, tetrur, neon, gúrama etc?

Eru Afríkusíkliður meira í því að róta í botninum og taka sand/grjót upp í sig og spíta?

hvaða ensku leitarorð nota ég til að skoða síkliðumyndir sem eru einangraðar við hvert vatn fyrir sig (tanganyku, malawi, viktoríuvatn) nú eða ameríku?

afsakið hvað þessar spurningar eru margar og kannski augljósar. þeim mun fækka eftir því sem bringuhárunum fjölgar.

pís
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

hahaha. var að fatta að ég er alveg að skíta í mig með gotfiskapælinguna mína. refreshing memory...
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ameríku síkliður eru yfirleitt stærri en malawi og tanganyiku síkliður?

það er betra að hafa fáar ameríku síkliður saman en betra að hafa t.d. margar malawi saman

Malawi utaka síkliður eru stærri en þær sem ég nefni að ofan?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Takk fyrir þetta nebbi, ég nennti ekki að hamra inn margt af því sem þú skrifaðir. :?

En Birkir, ég myndi ekki endilega fast setja mig á eitt vatn, fiskar úr Malawi og Victoriuvatni ganga td. yfirleitt vel saman í búr. Tanganyika fiskarnir eru margir aðeins öðruvísi en ákveðnar tegundir ganga ágætlega með fiskum úr öðrum vötnum.

Í þínum sporum myndi ég ath hvort ákveðnar tegundir heilli, td. úr Tanganyika vatni, frontosa, lelupi, calvus osfr. eða Malawi vatni, Y. lab, demasoni, maingano, red zebra osf. eða þá Álnakörur úr Malawi vatni td., jacobfreibergi eða steveni og vinna svo útfrá því.

Hér getur þu lesið um hverja tegund fyrir sig;
http://www.cichlid-forum.com/articles/a ... allery.php

Hér eru nokkrar greinar um Afrískar sikliður.
http://www.cichlid-forum.com/articles/i ... n_list.php
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

ameríku síkliður eru yfirleitt stærri en malawi og tanganyiku síkliður?

það er betra að hafa fáar ameríku síkliður saman en betra að hafa t.d. margar malawi saman

Malawi utaka síkliður eru stærri en þær sem ég nefni að ofan?
Bæði Ameriskar og Afrískar sikliður eru til í öllum stærðum, algengustu Ameríkanarnir verða samt yfirleitt 15-25 cm meðan Afríku sikliðurnar eru vanalega 10-15 cm.
Malawi utaka (td. Aulonocara, Cyrtocara, Placidochromis) verða vanalega 10-15 cm. en mbuna (td. Melanochromis ,Pseudotropheus, Metriaclima) 8-12cm.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

kíktu inn á þessa síðu http://www.aquahobby.com/e_gallery.php hún er mjög notendavæn td. eru fiskar flokkaðir eftir uppruna og eða tegundum og hægt að fræðast töluvert þarna.

ath . samt að sumar uppl. eru ekki 100 % réttar en sjaldan fjarri lagi .

þetta er skemmtileg síða sem ég kíki reglula á td. gaman að sjá búr mánaðarins.. ..

í 390 ltr búr getur þú verið með td. 2 óskara sem eru stórskemmtilegir eða convikt par og firemouth par ásamt einhverju fleira , kíktu td. á þráðinn hans ólafs hann er með 400 ltr búr sem hann er búinn að útfæra á skemmtilegan hátt., það er reyndar alltaf litið til af amerískum síkliðum miðað við afrískar í búðunum sem er synd því þær eru að mínu mati stórskemmtilegar, gaman að fylgjast með þeim para sig og í hreiðurgerðinni og svo ekki síst að ala upp seyðin.. .. ef þú vilt minni fiska þá getur þú fengið þér apistogramma dvergsíkliður (amerískar).. ..
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Frábært nebbi. Allt að gerast!


Var að spá. Ég á 120l búr líka. Það er tiltölulega lítið í búr í samhengi við síklíður geri ég ráð fyrir. Er óráðlegt að setja ameríku eða afríku síkliður í slíokt búr eða væri sniðugara að hafa dvergsíkliður í því?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

120 lítra búr getur vel gengið fyrir ýmsar minni tegundir af Afríku silliðum, þá einungis 1-2 tegundir td. Cynotilapia eða minni tegundir af Pseudotropheus, Yellow lab getur jafnvel gengið.
Ég er td með mína Pseudotropheus demasoni í 130 l búri og Pseudotropheus red top zebra í 100 l.
Ég var með Pseudotropheus kingsizei í 130 lítrum og það gekk án vandræða.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Klassi

Þetta spjall er eðall
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

er ekki bara málið að starta báðum búrunum og setja afró í annað og kana í hitt ? ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

nebbi wrote:er ekki bara málið að starta báðum búrunum og setja afró í annað og kana í hitt ? ?
ég er einmitt að spá í það. bara spurning hvaða land fær hvaða búr :roll:

Ég er svolítið veikur fyrir Utaka síkliðum núna...
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Það væri gott að fá innpútt frá ykkur sem eruð vanari um hverskonar dæla myndi hæfa búrinu mínu best sem og pælingar með hitara og annað tilfallandi sem snýr að tækjabúnaði fyrir búr af þessari stærð sem á að vera glæsilegt og gott fyrir fiskana.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er persónulega mjög hrifinn af Rena Xp3 tunnudælunum, þær eru fremur ódýrar miðað við aðrar tegundir og hversu vandaðar þær eru.
Ég er með 3 svona dælur og er mjög sáttur. Þær taka mikið filterefni og eru kraftmiklar og hljóðlátar.

Hitarar eru flestir svipaðir held ég, ef þú vilt ekki að hitarinn sjáist í búrinu getur þú fengið þér hitara sem festist á slönguna á tunnudælunni. Þannig hitararar eru sniðugir en nokkuð dýrir.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er slíkur hitari til í Fiskabúr?

Annað. Þegar ég er komin með tunnudæluna, þarf ekki líka loftdælu?

hitari/tunnudæla, búr, er ég þá til í slaginn?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Slönguhitari er ekki til í Fiskabur.is en hugsanlega hægt að útvega hann fyrir þig. Þessir hitarar eru veit ég til í Dýraríkinu, ég keypti minn þar og mig minnir að hann hafi kostað um 10.000.-, held að hann sé 300w.
...þegar ég fer að spá í það þá væri ég jafnvel til í að selja hann, ég er ekkrt að nota hann. :?

Rena Tunnudælur fást í Dýraland sem er umboðsaðili en einnig í Trítlu og FF held ég.

Þú þarft ekki sérstaklega á loftdælu að halda held ég þó hún geri sjálfsagt sitt gagn, frekar bara ef þig langar til að hafa loftdælu. Ég er reyndar persónulega hrifin af því að hafa loftdælu í stærri búrum.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk fyrir þetta. Hvar er Dýraland?

Hversu öfluga/stóra tunnudælu ætti ég að fá mér?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Dýraland
http://www.icepet.is/index.html

Ég mundi kaupa tunnudælu sem dælir lágmark 1000-1500 l/klst og er gefinn upp fyrir allt að 600 lítra búr.
Það eru reyndar ýmsir kostir í þessu og fer eftir fiskum osfr., en þetta er eitthvað svipað held ég og flestir eru með í búrum af þeirri stærð sem þú ert að fá.
Að mínu mati er alltaf betra að vera með sem stærstar dælur og/eða 2 stk.

Ég er með Rena Xp3 sem dælir 1350 l/klst og er gefin upp fyrir búr allt að 650 lítra í mínum búrum, 240-500 lítra. Ég á von á að þurfa að bæta við hreinsibúnaði í 500 l búrið en hin eru í fínum málum.

Það væri gaman að heyra frá fleirum hvaða hreinsibúnað þeir eru með og hvað þeim finnst um hann.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er með Eheim tunnudæla 2224 á 112 ltr. fiskabúr , hún er að dæla
700 l/klst . Er mjög ánaður með þessi dælan - serstakt hvað er einfalt að hringsa hana. Kannski er sú ein pirandi þegar maður aftur að sjuga vatn á dælan !
I Juwel Rio 400 búrið fylgjar dælan með 1000 l/klst. , það kemur i ljos hverning það virkar.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Var að sjá ansi spennandi Rene dælu í Dýralandi á góðu verði. Auðvelt að tæma vatnið úr henni...
Post Reply