Búr í óupphituðu rými

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Búr í óupphituðu rými

Post by Elloff »

Ég á aukabúr sem ég hef ekki pláss fyrir inni hjá mér, hefur einhver reynslu af því að vera með búr í óupphituðum bílskúr? Fitnar rafmagnsreikningurinn illilega á því að halda því í ca 25 gráðum? Þetta er ekki nema 115 lítra búr.
Last edited by Elloff on 28 Jul 2010, 18:38, edited 1 time in total.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það sést lílill munur á rafmagnsreikningnum á einum hitara.
Minn fiskur étur þinn fisk!
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

O.k. burtséð frá því hvort kostnaður sé mikill eða lítill, getur hitarinn haldið uppi hitanum yfir köldustu mánuði, hvaða reynslu hafa menn af þessu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fá bara nógu stóran hitara, það er ekkert mál. Það sér þó vel á rafmagnsreikningnum ef hitarinn er stór þarf að vera mikið í gangi
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

keli wrote:Fá bara nógu stóran hitara, það er ekkert mál. Það sér þó vel á rafmagnsreikningnum ef hitarinn er stór þarf að vera mikið í gangi
Það var það sem ég var smeykur um.
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

það er nú samt ekki svo mikill munur held ég.. þetta er nú ekki það stórt búr..
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hafðu búrið vel lokað, þá helst hitinn betur og ágætt væri að hafa fiska sem þola hugsanlegar sveiflur.
Ekkert annað að gera en prófa bara.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Stærð búrsins er ekkert rosaleg, en ef það þarf að halda búrinu í 25 gráðum í 10 gráðu meðalhita (eða hvað, kannski meiri meðalhiti) þá þarf líklega 300w hitara.

Fyrir hverjar 3 klst og 20 mín sem hann er í gangi (1 kílówattstund) borgar maður uþb 10kr. Það munar kannski ekki öllu, en ef við segjum 6klst á dag, þá er það 600kr á mánuði eða 7200 á ári. Auðvitað ekkert mega rosalegt með eitt búr, en oft vilja fleiri bætast við og þá er þetta orðið lúmskt mikið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

kýttar bara ull á búrið :P
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Geturu ekki staðsett það nálægt ofni/heitum lögnum í bílskúrnum eða er þða ekki möguleiki?
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Það er ekki möguleiki þar sem ekkert slíkt er í skúrnum :)
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Fáðu þér gullfiska þeir gætu þolað sveifluna.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Það er ekki áhugi á því, ætlaði að henda skalapari í þetta eða hafa seiði í þessu.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

frauðplast á bak og stuttu hliðar og undir búrið þétt glerlok ofaná tilað missa hitann ekki upp og 300 w hitara
settu þetta bara upp og skoðaðu næsta rafmagnsreikning
og ef hann hækkar óeðlilega vertu þá bara með kerti í stofunni og þá lækkar hann á móti
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply