Búrin mín, 720L á bls.11

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hefur ekki senegalus það orð á sér að ná á fiska sem liggja á botninum að næturlagi?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

má gefa þeim kindahjartu?
ætlaði að ath með nautahjarta en það var ekki til.
Langar að prófa ef það er óhætt :D
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Senegalusinn er líklegast sá seki, það hvarf annar í nótt og þegar ég gaf blóðorma í morgun lá hann bara í horninu sínu, pakksaddur og glottandi :lol:

En annars þá keypti ég nautasteik handa þeim en mér var ráðið frá því að gefa það þannig að ég prófaði lambahjarta og það gekk vel.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image
Nýjasti fiskurinn, Clown Knife. Svakalega flottur og algjört átvagl.
Það kom á óvart hvað hann getur opnað kjaftinn mikið þegar hann fékk lambahjarta, eins og bílferja!
Hann er nánast allan daginn eins og á myndinni, ekkert að fela sig.

Image
Að éta blóðorma.

Image
Og frændurnir saman.

Image
Myndir teknar í flýti. Félagarnir að hvíla sig saman, Senegalusinn notar Black Ghost sem sæng

Image
-||-

Image
Sængin var farin að hreyfa sig of mikið og Senegalus eitthvað pirraður...

Image
...en þeir komu sér aftur fyrir :lol:

Image
Og að lokum heildarmynd af búrinu, dundaði mér við að setja inn hvaða fiskar eru þar. Ég tek glaður við ábendingum ef einhverjar tegundir eru rangnefndar. Litlu rauðugga tetrurnar fara samt í kvöld til systur minnar svo þær verði ekki étnar í nótt.
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

skemtileg síðasta myndin
þú skrifaðir "Tetrur 2 stk", mér sýnist þetta vera venusarfiskur sem er danio en ekki tetra, veit ekki hver munurinn er en..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, þetta eru Venusarfiskar þarna.
Skemmtilegar myndirnar af senegalus og black ghost.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Líka flottur skallinn þinn, ég er yfirleitt ekki hrifin af þessum fiskum en þessi hefur einhvern sjarma.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já dóttir mín fékk hann í afmælisgjöf fyrir 8 mánuðum síðan og hann hefur stækkað vel.
Hann er leiðinlegur oft við aðra fiska og ég ætlaði að láta hann um daginn en hætti svo við í bili. Hann hefur verið lengst með okkur og það er eitthvað við hann :lol:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Venusarfiskarnir tveir sem voru eftir fóru til systur minnar. Konan vildi ekki að þeir yrðu étnir.

En Clown Knife er farinn að láta meira bera á sér. Sérstaklega þegar ljósið er slökkt, er búinn að vera fylgjast með honum í morgun og hann var að reyna að næla sér í Boesmani :shock: Hann lítur ekki við tetrunum, sér greinilega að það er ekki mikill matur á þeim hehe.
En ég vona þó að hann fari ekki að éta þá. Gaf blóðorma og lambahjarta áðan sem Clown-inn borðaði eiginlega allt áður en hinir komust í það.
Gaman að þessu.
-Andri
695-4495

Image
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Flottar myndir! gaman að sjá hvernig þeir leggjast í eina sæng þarna frændurnir :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Bætti við 2 nýjum regnbogafiskum í dag, þónokkuð stærri en Boesmani sem voru til staðar og stækka varla mikið meir.
Held að þeir séu Melanotaenia misoolensis
Annar er meira gulur en hinn meira blár. Þeir eru mjög aktívir og litlu Boesmani elta þá einsog mömmu sína :D

Og þess má til gamans geta að ég gerði fyrstu vatnaskipti hjá mér áðan. Tók nú ekki nema nokkrar mínútur en ég skipti um 23 lítra eða ~13%

Ætti ég að gera það vikulega eða sjaldnar? Fleiri lítra?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Hnífurinn að borða rækju:
Image

Annar af nýju regnbogafiskunum (sá stærri), þetta er sá litminni og blárri.
Boesmani flýtur með.
Image

Og báðir, náði engum almennilegum myndum af þeim. Þessi litmeiri er með skærgula rönd á "nefinu" sem hann virðist stjórna. Dofnar og birtist til skiptis.
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Langaði alltaf í eitthvað stærra skraut í búrið og fann fínan hraunhlunk fyrir utan hjá mér, tæplega 10kg.
Finnst hann koma ágætlega út en hvað finnst ykkur ???

fyrir:
Image


eftir:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Þetta kemur mjög vel út :D
Kveðja Hrannar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Voða fínt. Svo þegar gróðurinn hækkar og breikkar þá fær búrið meiri fyllingu.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Venusarfiskur, vá fallegt nafn hef aldrei heyrt það fyrr :oops:
Hef alltaf þekkt þennan undir White Cloud (Tanichthys albonubes) er það ekki sami eða er þetta
önnur tegund sem er bara lík?
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vigdís, ef þú vissir eitthvað um latnesku :D þá auðvitað væri þér fullljóst að albonubes (alba nubes) merkir white cloud en fiskurinn fannst eimitt fyrst við White cloud(ensk þýðing) fjöll í Kína. Almennt eru þeir þó held ég þekktir sem Venusarfiskur i Evrópu (evrovision).
Þessir fiskar eru alveg stórskemmtilegir og nokkuð sérstakir vegna þess að vafamál hefur verið hvaða ættkvísl þeir teljast til, persónulega hélt ég að þetta væri tetra eða jafnvel danio en raunin er að þeir flokkast undir ættkvísl karpa. :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Senegalus gerði okkur ansi skelkuð áðan!
Við komum heim um 9-leitið, höfðum verið úti í 6klst og ég byrja á að gefa fiskunum að borða.

Svo þegar ég lít yfir búrið sé ég hvergi Senegalus :shock:
Búrið er vel lokað og búinn að líma fyrir snúrugötin þannig hann gæti ekki hafað sloppið.
Ég ríf lokið af og leita betur en ekkert.
Þá er eini staðurinn eftir dælan og lokið á henni er ekki nógu vel lokað, götin fyrir rafmagnssnúrurnar eru nógu stór fyrir hann að troða sér í.
Slekk á dælunni og tek filterana frá en sé ekkert.
Svo eftir smástund sé ég Senegalus kíkja upp úr dælunni :D
Hann hafði semsagt stokkið uppúr vatninu og ofaná dæluna, smeigt sér niður meðfram rafmagnssnúrunni og legið þar fastur, kannski í smástund, kannski í marga klst.
Ég náði að lokka hann upp og út úr dælunni með rækju.

Ég er bara þakklátur að þetta hafi gerst núna en ekki þegar ég verð í útlöndum eftir mánuð. Ég límdi niður debetkort fyrir götin til bráðabirgðar, gegn betur frá því fljótlega.

Ég gleymdi myndavélinni útí bíl þannig ég náði engum myndum af honum syndandi í dælunni :lol:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Bara halda þessu við :)

Ég prófaði að skella 2 neon tetrum í búrið í dag. Ekkert gerðist fyrstu mínúturnar og ég var á hraðferð þannig ég gat ekki fylgst lengi með.
Var svo að koma heim núna og þær eru horfnar.
Leiðinlegt að missa af þessu því ég er ekki viss hver borðaði þær, Clown-inn eða Senegalus. Veit ekki með black ghost, mér finnst hann svo rólegur.

En það kemur nýtt "skrímsli" á heimilið á morgun eða hinn...
Stay tuned :lol:
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

stóri állinn minn (c.a. 40 cm 8) ) hann heldur alltaf til í dæluboxinu hjá mér..

svo þegar ég er að gefa rækju og svona, þá kemur hann og sækir þær í puttana á mér þegar ég gef honum þar..:D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

núnú, og bara allt í góðu með það? kemst hann alltaf aftur vandræðalaust til baka?
Er dælan þá alveg undir vatnsyfirborðinu? Mín stendur aðeins uppfyrir þannig hann hefur þurft að stökkva uppá þurrt og skríða svo niður.
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hann náttúrulega er eitthvað í kringum 40 centimetrana og gete verið með ábyggilega 10 cm af skrokkun uppúr vatninu þannig að hann kemst þangað sem hann ætlar..

en ég lennti hinsvegar í því að albino gibbiceps tróð sér með powerhead stútnum og inní boxið og var svö föst þar..:/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég held það sé bara best að hafa þetta alveg lokað svo það verði ekkert vesen.
Ég er að fara út í 2 vikur í sumar og vil helst hafa alla á lífi þegar ég kem aftur :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja þá er ég búinn að fá nýtt skrímsli á heimilið :lol:
Krílið er nú samt allt nema skrímslalegt, enda bara um 5cm og voðalegt krútt:
Image

Þetta mun vera hvítur Walking Catfish, mjög ánægður með hann og það verður spennandi að fylgjast með honum stækka.

Ég keypti sér búr undir hann því hann er alltof lítill fyrir stóra búrið. Hann fær að búa í nýja búrinu þar til hann hefur náð þokkalegri stærð.

Nýja búrið er 40l og kom ég því fyrir í bókahillu. Keypti dælu í það og ég notaði vatn og möl úr stóra búrinu þannig að ég startaði því bara deginum áður en ég sótti litla krílið.
Ég er með sama bakgrunn og á stóra búrinu og notaði líka hraun úr því.
Prófaði að planta Cabombu til að sjá hvort hún lifi það af. Er bara með Ikea hilluljós fyrir ofan búrið.
Image

Image
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta lítur vel út, skondið að þú skyldir hafa fundið notað búr í réttu breiddinni.
Flott að nota svo bara bækurnar í undirstöðu undir hilluna.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Já nokkuð heppinn held ég nú, það mátti ekki vera cm dýpra
En bækurnar þarna eru reyndar ekki að halda undir búrið, en ég lét þær samt þangað í þeim tilgangi... Ef hillan skildi eitthvað gefa sig þá dettur hún ekki langt :lol:
-Andri
695-4495

Image
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

þau er líka skemmtileg þessi skrímsli. ég náði mér einmitt í svona um daginn. Ertu að spá í að setja eitthvað meira í búrið?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Já, þetta kemur mjög vel út
Hvað ætlaðiru að nota nýja búrið undir?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég var nú með einhverjar ræktunarpælingar og ætlaði að fara að smíða mér búr undir það.
En þegar ég sá þetta kríli keytpi ég frekar strax búr sem mér bauðst undir hann.
Þegar hann fer í stóra búrið ætla ég kannski að vera með humra, eða eitthvað annað sniðugt sem er bæði skemmtilegt og gæti verið fóður fyrir skrímslin mín (þegar þau stækka)

En annars veit ég ekki hvort ég hafi eitthvað með krílinu ef þú varst að meina það Einar. Kannski einhverja gotfiska, hann var nú með nokkrum í búri í Fiskabúr.is þannig hann ætti að þola það :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Er búinn að fá þrjá rauða flotta sverðdraga í litla búrið, einn kall og tvær kellur.
Munu þeir halda Walking catfish félagsskap og hugsanlega fóðra hann með seiðum :D
Ef vel gengur með seiðin þá fara þau líka í stærra búrið.

Búinn að bæta nokkrum plöntum við stóra búrið og það fóru þrjár litlar Cabombur í litla búrið ásamt javamosa (?).


Fann flott video af clown knife, hann á eftir að verða svakalegt flykki :shock:
http://www.youtube.com/watch?v=FpnhwlnOsAs
-Andri
695-4495

Image
Post Reply