Svartneon tetru hrygning
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Svartneon tetru hrygning
Operation "Fá Svartneon til að hrygna út að því að ég tími ekki að kaupa 150 stykki" fer vel af stað.
Keypti 7 stykki og er búinn að vera að undirbúa þær í rúmlega 50 lítra búri, fá frosið fóður, blóðorma og eru að byrja að fá lifandi brine shrimp.
Ég ætlaði að setja álitlegt par yfir í 20 lítra hrygningarbúr í kvöld og sjá hvort eitthvað gerðist í fyrramálið. Þegar ég var svo að skoða búrið áðan, þá sá ég að þær eru þegar búnar að hrygna í búrið sem þær eru í. Veit ekki hvað verður af því, botninn er þakinn Eheim ehfisubstrat kúlunum og svo er einhver javamosi og trjárót í búrinu.
Ég get ekki alveg gert upp við mig hvort ég eigi að færa tetrurnar 7 yfir í 20 lítra búrið eða hvort ég eigi bara að leyfa þessum hrognum að vera og prófa samt að setja par yfir í búrið í nótt.
Ég veit ekkert hvað eru mörg hrogn í búrinu þar sem ég sá bara 2 í horninu þar sem það voru engar eheim kúlur á botninum, eflaust er þó slatti af hrognum þar sem að tetrurnar hafa ekki komist í að éta þau þar sem þau hafa fallið niður á milli kúlanna á botninum. Ef það verður eitthvað af þessu, þá ætti ég að geta fiskað seiðin upp og flutt þau í litla búrið og tetrurnar aftur í það stærra.
Keypti 7 stykki og er búinn að vera að undirbúa þær í rúmlega 50 lítra búri, fá frosið fóður, blóðorma og eru að byrja að fá lifandi brine shrimp.
Ég ætlaði að setja álitlegt par yfir í 20 lítra hrygningarbúr í kvöld og sjá hvort eitthvað gerðist í fyrramálið. Þegar ég var svo að skoða búrið áðan, þá sá ég að þær eru þegar búnar að hrygna í búrið sem þær eru í. Veit ekki hvað verður af því, botninn er þakinn Eheim ehfisubstrat kúlunum og svo er einhver javamosi og trjárót í búrinu.
Ég get ekki alveg gert upp við mig hvort ég eigi að færa tetrurnar 7 yfir í 20 lítra búrið eða hvort ég eigi bara að leyfa þessum hrognum að vera og prófa samt að setja par yfir í búrið í nótt.
Ég veit ekkert hvað eru mörg hrogn í búrinu þar sem ég sá bara 2 í horninu þar sem það voru engar eheim kúlur á botninum, eflaust er þó slatti af hrognum þar sem að tetrurnar hafa ekki komist í að éta þau þar sem þau hafa fallið niður á milli kúlanna á botninum. Ef það verður eitthvað af þessu, þá ætti ég að geta fiskað seiðin upp og flutt þau í litla búrið og tetrurnar aftur í það stærra.
Ákvað að hafa fiskana áfram í stærra búrinu og prófa að færa par yfir í hrygningarbúrið í gær. Þegar ég athugaði búrin í morgun þá var ekkert að gerast í hrygningarbúrinu, en hinsvegar var allt á fullu í stærra búrinu
Ég ákvað því á endanum að færa parið úr hrygningarbúrinu aftur yfir en færði svo javamosan úr stærra búrinu yfir í það litla og öfugt.
Geri ráð fyrir að eitthvað af hrognunm hafi verið í javamosanum og vona þá að eitthvað af þeim klekist í minna búrinu...... sjáum til.
Ég ákvað því á endanum að færa parið úr hrygningarbúrinu aftur yfir en færði svo javamosan úr stærra búrinu yfir í það litla og öfugt.
Geri ráð fyrir að eitthvað af hrognunm hafi verið í javamosanum og vona þá að eitthvað af þeim klekist í minna búrinu...... sjáum til.
Þetta er komið "on hold" í smá tíma, er að reyna að ná vatninu vel mjúku og súru fyrir þær. Eggin klekjast víst ekki nema að það sé nánast engin harka í vatninu.
Ég ætla að reyna að koma mér upp svona 150 stykkjum fyrir stóra búrið, en ef ég næ upp einhverju umfram það, þá skal ég hafa samband. Miðað við árangurinn hingað til, þá gæti verið nokkuð langt í það
Ég ætla að reyna að koma mér upp svona 150 stykkjum fyrir stóra búrið, en ef ég næ upp einhverju umfram það, þá skal ég hafa samband. Miðað við árangurinn hingað til, þá gæti verið nokkuð langt í það
Jæja, áætist hrygning síðustu nótt og öll hrignin féllu á botninn í gegn um plastnetið sem ég er með yfir botninum.
Eg náði því að ryksuga 20-30 egg upp úr búrinu og setti þau í ca. 10-15 lítra búr. Nú verður bara spennandi að sjá hvort að eggin klekist, ég er ekki svakalega bjartsýnn á því að það gerist, er smá hræddur um að vatnið hafi verið of kalt og að eggin hafi verið í of miklu ljósi (tók ekki eftir þeim fyrr en nokkru eftir að ég kveikti ljósið...... kemur þó í ljós á morgun.
Eg náði því að ryksuga 20-30 egg upp úr búrinu og setti þau í ca. 10-15 lítra búr. Nú verður bara spennandi að sjá hvort að eggin klekist, ég er ekki svakalega bjartsýnn á því að það gerist, er smá hræddur um að vatnið hafi verið of kalt og að eggin hafi verið í of miklu ljósi (tók ekki eftir þeim fyrr en nokkru eftir að ég kveikti ljósið...... kemur þó í ljós á morgun.
Viti menn, það voru nokkur örsmá glær seiði að þeytast um í búrinu núna þegar ég kom heim. Var reyndar mjög erfitt að finna þau, en ég sá allavega 3, en leitaði ekki mjög lengi. Geri því ráð fyrir að það séu nokkur í viðbót þarna. Nú fylgist ég bara með og gef þeim svo eitthvað að éta á föstudaginn að ég held, eða e.t.v. seinni partinn á fimmtudag.
Þetta fór fyrir lítið, held að ég hafi drepið öll seiðin með of snöggum hitabreytingum, hækkaði hitann á búrinu og hann fór upp um einhverjar 2-3 gráður. Fann bara eitt seiði eftir það, sem ég finn svo ekki lengur.
En hvað með það, það var önnur hrygning í nótt og ég náði að sjúga upp nokkra tugi eggja, ég taldi á milli 80 og 90, en mér fannst þau nú ekki það mörg í krukkunni þegar ég leit í hana eftirá. Sjáum hvort þetta gangi ekki eitthvað betur í þetta skiptið.
En hvað með það, það var önnur hrygning í nótt og ég náði að sjúga upp nokkra tugi eggja, ég taldi á milli 80 og 90, en mér fannst þau nú ekki það mörg í krukkunni þegar ég leit í hana eftirá. Sjáum hvort þetta gangi ekki eitthvað betur í þetta skiptið.
Af hverju tekur þú ekki frekar parið upp úr og leyfir seiðunum að vaxa í stabílu búri ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Ég er með þá 4 saman í 54 lítra búri, ekki viss hvaða 2 eru parið, ég þyrfti að setja þá í svo lítið búr, 18 lítra og hef því frekar farið þessa leið. En búrið sem ég er með eggin í núna er orðið frekar stabílt og ég ætti ekki að lenda í neinum svona sveiflum aftur, hitarinn heldur búrinu á réttu hitastigi og er með litla loftdælu í búrinu.
Annars var ég að undirbúa búrið fyrir eggin, skipta um smá vatn, ryksuga botninn og svona, tók þá erftir því að það er víst eitt seiði ennþá þarna, ekki nema 2-3mm. Virðist hafa lifað á infusoriu af java mosanum og svo hef ég 2svar sett pínu slettu af micro ormum í búrið. Hann ætti að ráða við nýklakta artemiu núna, þannig að ég skelli nokkrum slíkum til hans núna.
Annars var ég að undirbúa búrið fyrir eggin, skipta um smá vatn, ryksuga botninn og svona, tók þá erftir því að það er víst eitt seiði ennþá þarna, ekki nema 2-3mm. Virðist hafa lifað á infusoriu af java mosanum og svo hef ég 2svar sett pínu slettu af micro ormum í búrið. Hann ætti að ráða við nýklakta artemiu núna, þannig að ég skelli nokkrum slíkum til hans núna.
ef ekkert gengur hjá honum verðum við bara að hjálpa það er sattstebbi wrote:Þetta virðist vera verðugt verkefni að ná þessu á "legg" maður ætti kannski að prófa sjálfur og hjálpa þér að ná uppí 150 stk
með þessu áfram haldi eitt seiði á mánuði þá tekur þetta um 13 ár
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða