Þrif á gleri.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Þrif á gleri.

Post by Ásta »

Þar sem alltaf er verið að tala um að ekki megi þrífa glerið (að utan) með sápu, hvernig þrífið þið glerið svo það verði alveg laust við tauma og ský?
Ég nota bara rúðuúða og fíberklút.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara rakan microfiber klút. Óþarfi að nota efni með honum :-)
-Andri
695-4495

Image
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

ég nota annaðhvort rúðuúða og klút eða svona ariel fitulosandi úða og klút..
Fiskar og grænmeti.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota bara drullugt handklæði.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:Ég nota bara drullugt handklæði.
láddiggisona
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alveg satt, ekkert voða drullugt en samt bara svona fiskahandklæði, aldrei einhverja spes tusku og aldrei nein hreinsiefni, bara smá vatn úr búriniu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Rúðuúði og svoma microfiber klútur virkar vel hjá mér :), verður mjög shæní og flott eftir smá pússun :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Í þau fáu skipti sem ég þríf glerið að utan þá er það bara með ajax gluggahreinsi..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Vargur wrote:Ég nota bara drullugt handklæði.
sama hér,
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

...bara handklæðið sem ég nota til að þurka mér eftir að hafa verið að stússast í fiskabúrinu. Nema þegar búrið er nýuppsett, þá nota ég einhverja góða tusku og hreint vatn en enga sápu.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ajax Triple Action og þurra borðtusku mjög hreint og fínt á eftir eins og hvítur stormsveipur :D
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég set bara smjör á gerlið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Varlamaður wrote:Ég set bara smjör á gerlið.
:fyllerí:
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég nota einhverskonar rúðuúða og bréfsnifsi úr pappírsrúllunni í vinnuni. Ég skil samt ekki allveg hversvegna ekki mætti nota hvað sem er utan á glerið, svo framarlega sem maður gæti þess að ekkert geti farið ofan í búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nei, ég sé heldur ekki hvers vegna það er svona skelfilegt.
En ég hef séð fólk mæla þvílíkt á mót því, bara sápa má helst ekki koma nálægt búrinu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

ég notaði eiginlega alltaf rúðu úða :roll:
En núna á ég bara svo mikið af svona fínum fiber klútum
sem verða bara vondir ef maður notar sápu, en pússa
með þeim hiklaust án sápu (en bara afþví að ég nota þá líka án sápu á gluggana hjá mér)

Geri meira aðsegja oft eins og Vargur, pínu vatn úr búrunum ef
það vantar raka, nenni ekki þessu spreyji :oops:

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Er e-ð af liði hér sem er að þrífa búrin að innan?
hehe, það er soldið skýjað hjá mér glerið að innan
og ég var að spá hvort að þetta sé ekki bara kísillinn?
Og hvernig er best að ná þessu ölllu af glerinu :?
:shock:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í innanþrif nota ég uppþvottabursta við hver vatnskipti og sköfu með rakvélablaði ef eitthvað er vel fast á glerinu, á milli er ég með segul sem ég renni yfir glerið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með svamp sem ég nota að innan, nota fínu hliðina venjulega, grófu hliðina ef eitthvað er fast og svo sköfu með rakvélablaði ef eitthvað er pikkfast.
Líst vel á uppþvottaburstann, þá þarf maður ekki með alla hendina ofan í.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply