Vargsbók

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Vargsbók

Post by Vargur »

Hér er ætlunin að halda einskonar dagbókarform, aðallega fyrir mig sjálfan en vonandi einnig öðrum til fróðleiks og skemtunar.

Skipti um vatn í öllum búrum í kompunni í kvöld.
Færði Lombardoi í sér búr. Nú er spurning hvort ekki fari að koma að fyrstu hrygningu hjá þeim.

Afrísku tegundirnar sem ég er með núna:
Malawi:
Pseudotropheus kingsizei
Pseudotropheus red top Zebra
Pseudotropheus demasoni
Pseudotropheus saulosi
Pseudotropheus elongatus
Tropheops tropheus
Melanocrhomis johannii
Melanochromis maingano
Metriaclima estherae (Red Zebra)
Metriaclima estherae O.b.
Metriaclima lombardoi
Labidochromis hongi
Labidochromis caeruleus (Yellow Lab)
Cynotilapia afra
Aulonocara O.b.

Tanganyika:
Altolamprologus calvus (Black)
Synodontis petricola
'Lamprologus' ocellatus


Aðrir fiskar.
Óskarar
Bótíur
Ancistus
Convict
Gubby
Pleco
SAE
Corydoras
Skalar
Last edited by Vargur on 05 Oct 2006, 06:48, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í öllum stofubúrum í dag.
Bætti við 5 demasoni sem ég fékk hjá Guðjóni í demasoni búrið, eru sennilega 18-20 núna.

demasoni
Image

red top zebra
Image

Vargur jr. í sporðaköstum
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég færði Óskarana í gærkvöldi, þeir voru með red top zebra í búri en þar sem zebrarnir eru svo vel tenntir þá var farið að sjá aðeins á óskurunun.

Stefnan er að smella upp stóru búri fyrir Óskarana en ég veit ekki hvort það verður alveg strax.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

nokkuð gott eintak af vargstegundinni þarna , ágætis litir og þokkalega byggður, greinilega sonur föður síns og engin þörf á dna prófi. gaman að sjá þessa sjaldgæfu tegund óspillta :)

er ekki frá því að þessi líti betur út en originallinn. !
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hahaha, djúníorinn er náttúrulega ekkert nema flottur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

:D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fór með um 60 fiska í dag og dreyfði á nokkrar verslanir. Rúmlega helmingurinn fór þó í Fiskabur.is

Bætti við tveimum albino Óskurum og tilvonandi "monster" sem kallaður er shovelnose. :wink:
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Fór með um 60 fiska í dag og dreyfði á nokkrar verslanir. Rúmlega helmingurinn fór þó í Fiskabur.is

Bætti við tveimum albino Óskurum og tilvonandi "monster" sem kallaður er shovelnose. :wink:
hvernig shovelnose ?

eitthvað í líkingu við þennann ?
Tiger Shovelnose Catfish - Phseudoplatystoma Faciatium

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nokkuð svipaður, ég held þetta sé Pseudoplatystoma tigrinum, náskylt kvikindi en aðeins öðruvísi á litinn.

Þessi skepna verður um 1 metri á lengdina !!
http://www.planetcatfish.com/catelog/im ... ge_id=7568
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

þú verður ekki bara að fjárfesta í stærra búri heldur einnig stærri íbúð . . þetta eru ránfiskar sem þurfa svakalegt pláss maður.

ég hef samt aldrei séð svona fisk í fullri stærð með berum augum svo ég muni ...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er talað um að 1000 lítrarnir rétt sleppi fyrir svona skrímsli. :?
Hér er mynd af skrímslinu, tekin í dag.
Image

Úff !? :)
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnskipti í öllum kompubúrum í gær.
"Strippaði" afra kerlingu, reyndar ekki nema 12 seyði enda er þetta í fyrsta skipti hjá henni, það er önnur afra kerling með uppí sér en hún á nokkra daga eftir, ég veit ekki hvort ég nenni að ná henni.

Cynotilapia afra kk (ekki alveg í fókus)
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er búinn að vera að hamast í kvöld, bætti við einu búri í kompunni hjá mér. Nú eru þar 6 búr, þar af 2 tvískipt. samtals tæplega 1000 lítrar á 1.5 fermetra og svo rúmlega 1000 lítrar til viðbótar annars staðar í íbúðinni.

Vatnskipti í öllum búrum í stofunni og færði Óskarana í 160 l búrið sem þeir voru í. Núna eru einungis þeir þar ásamt nokkrum litlum johannii seyðum sem þeir geta leikið við og svo Synodintis petricola kattfisknum mínum sem fær það hlutverk að taka aðeins til eftir þá mathákana.

Það er frábært að hafa Óskarana meira fyrir augunum, þeir eru greinilega sáttir í búrinu þó það sé nú þegar eiginlega of lítið fyrir þá, þeir læðast að johannii seyðunum og taka svo sprettinn á eftir þeim en ná litlu kvikindunum ekki, bráðfyndið ! :lol:

Nokkrar myndir, teknar rétt eftir flutning.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég átti leið um Keflavík í dag og kíkti í Vatnaveröld, rakst þar á tvo litla Óskara og ákvað að taka þá með heim. :wink: Planið er að eiga bara annan en ég ákvað að kaupa þá báða til að minka líkur á einelti enda eru þeir talsvert minni en hinir sem fyrir eru.
Planið er að láta fara einn af þeim rauðu og einn lutino ásamt öðrum þeim nýja og sjá svo til með framhaldið. Reyndar eru lutino Óskararnir miklir félagar, ég veit ekki hvort ég hafi hjarta í að aðskilja þá. :oops:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í öllum kompubúrum og Tanganyika búri.
Vatnsskipti í Óskarabúri.

Bætti nokkrum fiskum við.
1 stk. Poly. senegalus
Image

3 stk. Neolamprologus tretocephalus, gullfallegir Tanganyika fiskar sem verða um 15 cm.
Image

2. stk. (vonandi par)einnig Tanganyika, Lamprologus caudopunctatus.
Image
Last edited by Vargur on 12 Oct 2006, 17:30, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Endurraðaði í demasoni búrinu áðan, þeir eru búnir að vera frekar leiðinlegir og hafa verið að pikka einn og einn út. Maður virðist þurfa að halda þeim uppteknum á einhverju.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í kompubúrum.

Nú þarf maður að fara að bæta sig í ræktununni, ég á orðið ekki fiska til að selja eftir hreinsunina um daginn. Reyndar á seyði sem fara að komast í sölustærð.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þarftu ekki lika að mata nýja rándýrið með seiðum :D :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

"Rándýrin" eru farin að éta rækjur með bestu lyst þannig seyði verða bara á matseðlinum til hátíðabrigða.

Ég tók eftir því um helgina að það eru komin seyði hjá kuðungasikliðunum. Ég rétt sá glitta í seyði inn í tveimum kuðungum. Maður er nú ekki alveg viss í fyrstu hvort þetta eru seyði eða bara rykkorn, þau eru svo smá.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu að meina litlu Tanganyika?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, kuðungasikliðurnar litlu úr Tanganyika vatni. Þær verða ca 5cm.
Hér er mynd af einni ca 3cm.

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nú meira hvað það er mikil frjósemi í fiskunum hjá þér.
Það er ekkert að ske hjá mínum, allt steingelt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta eru nú mest ungir fiskar hjá þér, er það ekki. Þeir eiga bara eftir að hrökkva í gang.
Ég held maður ætti að skella á þig einu Convict pari. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, það væri gaman að sjá hvernig það myndi þróast.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í öllum stofubúrum í gærkvöldi.
Sá að það eru tvær saulosi kerlingar komnar með hrogn upp í sig í öðru 240 l búrinu. Það kom mér aðeins á óvart vegna þess að þetta eru svo ungir fiskar, aðalkarlinn er ekki einu sinni kominn í liti. Ég fylgdist aðeins með þeim og tók eftir því aðalkarlinn var í hörkustuði og sýndi sig sem hann mest mátti, hann á sennilega eftir að rjúka upp í liti á næstu dögum.
Í búrinu eru einnig tvær kingsizei kerlingar með seyði í kjaftinum og convict par með hrogn.

Image
Nýbakaður faðir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti í kompubúrum.
Endurraðaði aðeins fiskunum, nú á ég eitt búr laust. (hvað sem það endist lengi).
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Breytti aðeins Óskarabúrinu, henti í það rót og nokkrum plöntum. Nú er það aðeins opnara og auðveldara að ryksuga. :wink:
Í því eru núna óskararnir ásamt nokkrum johannii seyðum og 2 risa danio, johannii og danio eru bara í búrinu til afþreyingar fyrir óskarana.

Image
Image
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Eru einungis ameríkanar í Oscar búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei, í búrinu eru einnig convict kerling (Amerísk) og nokkur johannii seyði (Afrísk) sem leikfélagar fyrir Óskarana.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Má því leiða líkur að því að Afríkanar aðlagist betur búrum Ameríkana heldur en the other way around?

Ég hef heyrt að Ameríkanin þurfi meira á náttúrulegu umhverfi að halda en Afríkanarnir, þ.e.a.s. að Ameríkanin myndi fíla sig minna í búri með skeljasandi og klettum á kostnað róta og platna (?).
Post Reply