Eitthvað gegn hvítblettaveiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Eitthvað gegn hvítblettaveiki

Post by Karen »

Það er komin upp hvítblettaveiki í 110L búrinu mínu og ég veit ekki hvað ég á að gera.
Á ég að kaupa lyf?
Þá hvaða lyf?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi kaupa lyf á morgun og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja með.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég ákvað að notfæra mér þennan þráð, svo ég sé nú ekki að stofna en einn þráðinn :) Ég tók eftir nokkrum hvítum blettum á nokkrum fiskum hjá mér í gærkveldi, örlitlum, aðallega á sporðinum. Ég skipti strax um c.a. 50% vatn og setti salt í búrið.. Nú eru nokkrir blettir horfnir og sá fiskur sem var "verstur" er með færri bletti. Það eru engin önnur einkenni, fiskarnir eru hressir og með góða list, ég hef ekki séð þá nudda sér upp við neitt.

Svo ég var að spá - ætti ég að starta lyfjameðferð á búrið (sem inniheldur btw plattý seyði, mjög litlum ryksugum og kas"óléttri" plattý), eða ætti ég að setja meira salt og vona að þeir náði að komast yfir þetta án þess að verða veikir/veikari? Má ég setja aftur salt í búrið eftir að hafa sett salt í það í gærkvöldi?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ef þú ert byrjuð í saltinu hefði ég haldið að þú ættir að halda þig við það og jafnvel hækka hitann í búrinu á meðan, flestir fiskar ættu að þola að fara í 30° í nokkra daga.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Mæli sterklega með því að sett sé loftdæla í búrinn þegar farið er í lyfjameðferð.
Lyfin virðast taka mikið súrefni úr búrinnu.

Hef farið flatt á þessu hjá mér, þegar hvítblettaveiki kom upp.

Veit svosem ekki hvort nóg sé að salta, en það vita það eflaust þó nokkrir hérna.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er ekki byrjuð að salta, en ég þarf að plata hana mömmu til að fara með mér að kaupa lyf.
Kannski maður splæsi í loftdælu í leiðinni.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Efast um að ég þurfi loftdælu með saltinu, er það ekki öfugt farið með saltið? Þeas að það auki súrefnið í búrinu?

Nú eru allir hvítu blettirnir farnir, nema einn leiðindablettur á einum black molly (ekki nema ég sé bara að sjá þann hvíta blett því það er svo auðvelt á svörtum fisk). En eftir grandskoðun sé ég bara þann blett... mig dauðlangar að ná þessu alveg í burtu, en þori ekki að skella mér í brjálaða meðferð útaf seiðunum, hversu lengi get ég haldið áfram í saltinu? Og ég hlít að þurfa að skipta út vatninu svo það verði ekki rammsalt.. Samt sagði e-r að ég ætti að forðast að skipta um vatn á sama tíma og salt, útaf súrefnismagni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdæla er góð en ekki nauðsynleg með salti.
Þú átt langt í að saltið verði of mikið fyrir fiskana ef þú settir bara matskeið á 5-10 lítra.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Þessir hvítu blettir vilja bara ekki fara! Núna eru þeir alveg pííínulitlir, þarf alveg að stara á fiskana til að sjá þá. Þeir eru bara á sporðinum hjá þeim.. Ég er búin að vera mjög dugleg að skipta um vatn og salta búrið.. Sýnist það ekki vera nóg..

Ætli ég þurfi ekki að gefa þeim e-r lyf? Ég er bara svo hrædd um að drepa ancistru - og plattý seyðin mín... Hvaða lyf er best?

Ég á tvö hér heima, sera baktopur direct (síðan bardagafiskurinn minn fékk sporátu) og svo sera costapur, sem ég veit ekkert hvað er gamalt (fylgdi fiskabúrinu sem ég fékk gefins), það stendur í leiðbeiningunum að það má alls ekki nota það eftir að það rennur út, en ég sé hvergi best before dagsetningu?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Er þetta ekki bara að lagast? þó að þú setjir lyf í búrið getur það tekið dálítinn tíma að losna við einkennin, ef að fiskarnir eru sprækir þá myndi ég gefa þessu nokkra daga í viðbót!
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég hef nefnilega tekið eftir nokkrum blettum í viðbót, en alveg ótrúlega litlum. Fiskarnir voru alveg frískir allan tíman, og sýna engin önnur einkenni. Gæti þetta kannski verið e-ð annað en hvítblettaveiki?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hvítbletta veiki fjölgar sér.man ekki hvernig hríngrásinn er.
prófaðu að googla White Spot Dicease life span

er mjög liklega vitlaust skrifað hjá mér. :oops:

If the species of Ich has a short time period while in the free-swimming stage, and the treatment is made only once per day, the time when it is exposed to treatment can be missed. If the treatment is not done long enough in the number of days of treatment, the Ich can hatch out days after the treatment period is over and continue to infect the fish.

Image

A = The trophozoites in the host's skin.
B = Trophont leaving the host.
C = The mature trophont with hundreds of maturing tomites.
D = The releasing of tomites that penetrate the skin of the host fish.
A = The cycle continues all over again.

Tekið af Kordons Articles.
Hér er linkur http://www.novalek.com/kordon/articles/ich.htm
myndi vilja þýða þetta en er bara svo hrikalega lélegur í stafsetningu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru ekki blettirnir bara að fara, það getur tekið nokkra daga að losna alveg við þá.
Auktu kannski aðeins við saltið og reyndu að hafa fiskana rólega því stress eikur á veikindin, ekki alltaf vera að sulla í búrinu og hafðu slökkt ljósið mestan part dagsins.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Nei þeim er einmitt að fjölga.. seyðafulla plattý kerlingin var orðin alveg laus við þá, en er núna öll í blettum. pínulitlum en komnir útum allt á henni.. :S ég jók saltið, gott að vita að ljósið hafi líka áhrif. Ég hef passað mig að vera ekkert að "sulla" í búrinu, alveg látið það í friði. setti reyndar nýja lýsingu, það er ekki lok á búrinu svo ég var alltaf með skrifborðslamba, setti núna hillu fyrir ofan búrið með tveim ljósum á henni. það er það eina sem er búið að eiga við búrið eða e-ð í kringum það.

Þar sem fiskarnir eru allir mjög hressir og að öðru leiti einkennalausir er ég að spá í að sjá til í 1-2 daga með lyfin..
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

jæja.. ég losnaði alveg við veikina úr búrinu, fiskarnir voru algjörlega einkennalausir svo ég setti þá í stærra búrið með hinum. Svo vildi ég endilega fá gróðurinn úr "veika" búrinu (var nýbúin að kaupa mér java mosa og vildi ekki henda honum :S), samt beið ég í 2 daga, saltaði búrið fáránlega mikið, veit að ich sest á gróður, en veit ekki hvort salt hefur áhrif á það... SVo í gærkvöldi skellti ég gróðrinum í stærra búrið (60l) - og nú í morgunn er komin hvítblettaveiki í það! :( Þetta er alveg glatað! Þetta virðist hafa komið með gróðrinum, því fiskarnir voru alveg lausir við þetta (og eru enn, það eru aðrir fiskar komnir með hana núna - þar á meðal seiðin mín, sem sluppu algjörlega við þetta þegar þau voru í veika búrinu)... ég er að spá í að skipta um vatn og skella bara lyfjum í...

Ég á hér heima sera costapur, sem er gegn hvítblettaveiki. Var að spá í að nota það. Svo á ég líka sera baktopur direct, gegn bara bakteríusýkingu. Virkar það líka gegn hvítblettaveiki? (bara að spá, því ég á ekki svo mikið af costapur, það fylgdi bara með stóra búrinu, og greinilega búið að nota eitthvað af því)..

Eru kannski önnur lyf sem ykkur finnst virka betur? Ég er mest að spá í litlu seiðin mín (ancistru og plattý).. Vil helst ekki drepa þau með of sterkum lyfjum..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Salt er best.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Er það? og alltílagi fyrir viðkvæma fiska? Ókei.. er að spá í að prófa það í viku þá, ef fiskarnir verða ekkert brjálað veikir... Hvernig er þá best að hafa þetta? ég var að skipta um 50% vatn áðan.. Á ég að setja salt strax? einhverstaðar heyrði ég að nýtt vatn og salt passar ekkert of vel saman, því það gefur auka súrefni í vatnið (reyndar skil ekki alveg afhverju NaCl ætti að gefa auka súrefni?) og nýtt vatn er súrefnisríkt, ef það væri of mikið súrefni í vatninu gætu fiskar dáið??.. En það er kannski bara vitleysa?

Hvernig væri best að fara að þessu? Þetta eru 60l. Segjum að ég ætli að hafa þetta í viku, hvenær væri best að gera vatnaskipti, hversu mikið, og hversu mikið salt og hversu oft? Setja salt strax eftir vatnaskipti? Afsakaðu spurningarflóðið :oops:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Losnar við þetta strax með salti ef það er í lagi með annað í búrinu þínu (vatnsgæði) 2gr á lítra til að byrja með.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

En hvernig hefur þér gengið Karen?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Er búin að selja búrið.
Ég er hætt í fiskunum og komin í hestana. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Que sorpresa :shock:

Ég spái því að þú fáir þér annað búr innan örfárra mánaða :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Það gæti vel verið, en ég efa það. :)
En ég er ekki að segja það að mig langi ekki í fiska. :wink:
Á sennilega eftir að sakna þess.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hva hva hva... hvað varð um stóra búrið sem var á dagskrá ?
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég varð að hætta við allt með fiska.
Vil frekar vera í hestunum. :wink:
Ég er einmitt að fara að skoða hest í dag (líklegast). :wink:
Post Reply