Fjölgun (Bardagafiska)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Fjölgun (Bardagafiska)

Post by Jaguarinn »

Er algeing að bardaga fiskar fjölgi ség í kúlubúrum en ég er að spá í að fá még bardaga fiksa og konu mig langar svog að rækta þessa hvernig geiri ég það og hvernig aðstæður þurva þaug að veira í.
:)
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

...
:)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

óþarfi að senda "..." eftir 23 mínútur :?
Fólk svarar þér fyrr eða síðar :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það sé kominn tími til að setja saman grein um ræktun bardagafiska, þetta er svo algeng spurning hér á spjallinu.

Notaðu leitina og sjáðu hvort þú finnir ekki nokkra þræði hér á spjallinu þar sem er minnst á þetta.
Eitt er þó víst að kúla er ekki nóg til að rækta bardagafiska, þú þarft sitthvort búrið fyrir karl og kerlu og svo þarftu búr fyrir seiðin. Í framtíðinni þarf svo nokkra tugi búra fyrir karlana til að alast upp í því ekki geta þeir verið saman í búri.
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

Síamski bardagafiskurinn (Betta Splenders) kemur frá Síam (síam kallast reyndar Tæland núna), Víetnam, Malasýu og nokkrunm svæðum í Kína. Fiskurinn getur orðið 7 cm og orðið 3 ára. Hann lifir við 24-30° heit vatn og lítið sýrustig.
Fiskarnir geta lifað í frekar súrefnislausu vatni en samt þurfa þeir jafnmikið súrefni og hver annar fiskur. Síamsfiskar eru Öndunarfiskar og hafa lífæri sem sem kallast völundarhúsið og er staðset á fremsta tálknboga. Völundarhúsið gerir þeim kleift að anda beint af yfirborðinu. Það gerist þannig að fiskurinn gleypir lofti af yfirborðinu og þrýstir því í völundarhúsið sem vinnur súrefni úr því, þetta þýðir samt ekki að fiskarnir séu alltaf á yfirborðinu, þeir ferðast um allt fiskabúrið. Nauðsinlegt er að fiskurin hafi greiðan afgang af yfirborðinu annars drukknar hann. (ég veit að það hljómar furðulega)
Síamski bardagafiskurinn heldur sig í tjörnum, ám og jafnvel lækjum. Hann hefur “uppstæðan munn” sem gerir honum kleift að ná í pöddur sem hafa dottið í vatnið og fljóta þar, enda eru pöddur aðalfóður hans í náttúruni. Þeir borða lifandi fóður jafnt sem þurfóður.
Síamskir bardagafiskar eru yfirleit friðsamir gangnvart öðrum tegundum en þegar 2 körlum er blandað saman þá taka þeir tveir að berjast um líf og dauða og bardaginn endar oftast með því að annar eða báðir deyja (hin seinna úr sárum). Það má einugis hafa einn síamskan karlfisk í hverju búri.
Karlfiskarnir eru mjög skrautleigir að lit og og helstu litir eru blár, rauður og hvítur, einnig hafa þeir langa og fyrirferðamikla ugga. Kvenfiskarnir eru með minni lit og mun styttri ugga. Oft má sjá láréttar rendur á kvenfiskum. Það er fullkomlega öruggt að hafa nokkra kvenfiska (hrygnur) saman í búri með einum karlfisk (hæng) nema um mökun. Þá verða þeir árásargjarnir.
Síamskir bardagafiskar geta fjölgað sér án þess að sérstakur búnaður sé í búrinu, það þar ekki einu sinni að vera það stórt, 50 lítrar ættu að nægja. Síamskir bardagafiskar makast þannig að hængurinn býr til froðuhreiður með því að Blása mörgum slímkúlum á yfirborðið, slímkúlurnar límast svo saman og mynda hreiðrið. Síðan kemur hrygnan og verpir í hreyrið. Hængarnir verða árásargjarnir meða þessu stendur og best er að hafa felustað fyrir hryggnuna meðan ferlinu stendur.
Hængurinn mun sjá um hreyðri að öllu leiti til eftir þetta og rekur hryggnuna burt, best er að fara með hana í annað búr. Hængurin sér um það með að spýta öllum þeim eggjum sem detta út hreyðrinu aftur til baka. Eftir 1-2 daga ættu eggin að klekjast út og seiðin sjást greinilega fljótandi á yfirborðinu, og hængurin mun éta öll þau seiði sem fljóta niður (dauð). Seiðin nærast á hreyðrinu sjálfu í 1 og hálfan dag en síðan þarf að gefa þem þurfóður. Hængurin ætti að vera fjarlægður 2 dögum eftir að seiðin klekjast út, þar sem hann gæti étið seiðin sem synda frjálst um. Gefa ætti seiðunum nokkru sinnum á dag. Til er fiskafóður sérstaklega fyrir fiska sem verpa eggjum, Veit ekki hvort það er fáanlegt á íslandi.
Stærð 6,5 cm
lifa í um það bil 2 ár
ph:6 - 8
24°-27° mest 30°
vinsælir hrygningarfiskar
kallinn gerir loftbóluhreiður.
þarf að hafa smá rými fyrir loft á yfirborðinu
ekki bara lokaður kassi því þeir anda lofti
að sér og vilja þá fá svipað heitt loft og vatnið er.
líkar best í vel plöntuðu búri
án annars kalls í búrinu því þeir munu drepa hvorn annan.
Matur er flögur, ormar, rækjur, nautshjartamix, og pellets.
drepa ekki minni fiska.
þola lítil búr ef þeir eru einir.
fallegir skrautfiskar sem vert er að prófa

Íslenskt heiti: Bardagafiskur
Latneskt heiti: Betta Splendens
Erlend nöfn: Betta, Fighting Fish Fjölskylda: Belontiidae
Uppruni: Tælandi, Víetnam, Malasýu ásamt fáeinum svæðum í Kína
Stærð fullorðins: 7 cm
Félagsstaða: karlar geta ekki verið saman. gott að hafa nokkra kvenfiska með karli svo hann gangi ekki of hart að kerlunum
Lífsaldur: 2-3 ár
Fóður: Best er að gefa honum lifandi fóður, en hann borðar flögur og frosið fóður.
Ræktun: Hrigningarfiskur, gerir Loftbóluhreiður
Umönnun: auðveld.
Búrstærð: 3.2 lítrar nægja fyrir ein fisk en 10 lítrar eru samt betri
pH: 6.8 - 7.4
Vas harka: allt að 20 dGH
Hitastig: 24-30°C þolir 20 - 32.5°C

Um Bardaga fiskinn: Bardagafiskurinn er einn af vinsælustu ferksvatns búrfiskum veraldarinar ekki aðeins vega litahátsins heldur í hve mörgum gerðum og lögunum sporður er þar af má nefna tví sporð, hálfmána, krinlótan og svo keilulaga. Bardagafiskurinn er einn af þeim fiskum sem geta unnið súrefni úr loftinu jafnt sem vatni það gerir hann með þartilgerðu völundarhúsi sem er staðsett fremst í tálknunum því er nauðsinlegt að þeir hafi greiðan aðgang að yfirborðinu, annas gætu þeir druknað. Bardagafiskurinn er þektur fyrir það að ekki er hægt að hafa tvo karla saman í búri, þeir myndu berjast þar til annar deyr, hinn myndi að öllum líkindum drepast af sárum sínum.

Fóður: Í náttúruni borðar Bardagafiskurin næstum án undantekningar skordýr og lirfur. Bardagafiskurinn hefur munn sem snír upp sem er mjög vel til þess fallin að ná skordýrum sem hafa fallið í vatnið. Innvortis er meltingarfæri þeirra gert fyrir kjöt, því hann er með mun stitri meltingarvef en aðrir grænmetis étandi fiskar. Vegna þessara ástæðu er lifandi fóður besta fóðrið fyrir Bardagafiska, þrátt fyrir það munu þeir éta flögur, frosið fiskafóður og þurkað feskt fóður.

Ræktun: Bardagafiskurin hefur mjög stuttan líftíma, hann er bestur til ræktunar þegar hann er ekki orðin eins ás. Þeir hrigna í loftbóluhreiður sem karlin býr til, þeir þurfa ekki mjög stórt búr til hringingar né sérstaks umhverfis.
Margir ræktendur nota búr sem er aðeins 32 lítrar og virkar það mjög vel, þó er líka hægt að nota minni búr. Best er að gefa þeim fiskum sem þú ert að fara að para saman lifandi fóður. Vatnið ætti að fera með ph 7,0 og 25C.
Karlfiskurinn mun blása froðuhreiður (loftbóluhreiður) þegar hann er tilbúinn í tilhugalífið. Kvennfiskurinn ætti að geta falið sig eitthverstaðar í búrinu þar sem karlinn verður mun árása gjarnari þegar hann er tilbúinn til hrigningar. Þrátt fyrir það að kerlan hafi stað til að fela sig þá er ekki ólíklegt að hún missi smá af sporðinum eða nokkrar hreisturflögur þegar hrigning stendur yfir.

Þegar parið er tilbúin til hrigningar, mun parið sína áhugaverða litarhætti og sínir ástúð sína undir froðuhreiðrinu(loftbóluhreiðrinu). Karlfiskurin vefur sig utana um kvenfiskinn sem hefur snúið sér á bakið. Þegar hún hrignir eggjunum eru þau frjóðguð og byrja að sökva. Karlinn mun sækja eggin og spítir þeim í hreiðrið. Frá þessu augnablikin mun karlinn hugsa um hreiðrið. Það ætti að fjarlægja kvennfiskin því karlinn mun verða árásagjarn þegar hann er að gæta eggjana. Eftir 1 til 2 daga munu eggin klekjast út og seiðin verða sínileg í hreiðrinu. Þau munu nærast á fóðrserkinum sínum í 36 klukkutíma á þeim tíma tekur karlfiskurinn öll þau seiði sem detta úr hreiðrinu og setur þau aftur í hreiðrið og borðar þau sem deija. Karlinn ætti að fjarðlægja innan 2 daga eftir að seiðin klekkjast út þar sem karlinn gæti étið þau seiði sem eru farin að synda.
Seiðunum ætti að vera gefið nokkrum sinnum á dag með seiðafóðri eða artemíu.
[/b]

þetta fan ég bara :D :D
:)
Post Reply