Fiskabúr Valgeirs [Update, 16'04'08]

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Hérna koma tvær andlitsmyndir af WC sem ég á.
Þetta er eini staðurinn í búrinu sem að hann er kyrr á,
og vill soldið vera að hangsa þarna:

Image

Og svo prófíll :) :

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Jæja smá myndaupdate þar sem að allt í búrinu er búið að stækka þokkalega og svona:

Óskararnir (sem vaxa eins og arfi :D):
Image

Clown knife (sem er nú orðinn 20cm langur):
Image

Black Ghost knife (sem er heilir 12cm! (vex hægt þetta grey :D ))
Image

Svo er smá þraut til gamans :)
Finnið þið fiskinn á myndinni :D hehe:
Image

Ætla að segja þetta gott í bili en kem með fleiri myndir um helgina, úr hinum búrunum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Eru óskaranir alveg að borða vel hjá þér ?, það eru 3 núna innan 14 daga búnir að fara í klósettið hjá mér, voru mjög hressir til að byrja með en síðan bara allt í einu hættu að borða og síðan bara steindauðir, fyrsti fékk reyndar bletta veiki deginum eftir að hann kom heim og síðan sveppi eftir það, en hinir 2 bara hættu að éta og drápust :/
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég keypti mér 3stk óskara um daginn og midas og flowerhorn drápu 2 af þeim undir eins... og þessi eini sem eftir er er algjör feimnispúki :)


Hvað ertu að gefa þeim? Ég hef aldrei heyrt um óskara sem éta ekki, þetta eru algjör átvögl!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já akkurat, mjög skrítið að óskar vilji ekki éta, ég var bara að gefa þeim þá aðalega TetraCichild stangir og síðan af og til rækjur eða kinda hjörtu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ég gef þeim reglulega rækjur og þeir gjörsamlega elska það annars eru
þeir að fá þurrfóður sem að heitir Tetra Pro og eru þeir mjög hrifnir af því og að mínu mati þá taka þeir hraðar vöxt með tetra pro heldur en því sem ég gaf þeim áður... Er einmitt sammála því að óskarar séu átvögl, því kemur fremur á óvart að þeir hafi ekki viljað matinn... Gæti hugsast að þeir hafi verið e-ð lasnir hjá þér greyin... ég myndi hiklaust reyna aftur þar sem þetta eru þrælskemmtilegir karakterar.
Prufa þá einmitt þetta þurrfóður, Tetra pro, og bara um að gera að
fikta sig áfram með fóðri, eins og rækjum, ýsu og e-ð þannig. Ég
hugsa að ég myndi aldrei gefa óskurunum rautt kjöt.
Svo er líka mjög vinsælt hjá mínum þegar maður sleppir nokkrum gúbbífiskum, platy eða e-ð álíka, ofaní búrið, þá er það bara hver er fyrstur að ná bráðinni og er alltaf mikill slagur um það :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Datt í hug að henda inn nokkrum myndum af íbúunum mínum í viðbót:

Image
Convicta pabbi og seiðin hans.

Image
Frú Convict í fallegum litum, sést því miður ekki nógu vel.

Image
Óskararnir alveg svo til samvaxnir :p
Varð að skjóta þessari með, fannst hún nett:
Image
Þessi er kallaður Tumi.

Image
Black ghost knife alltaf flottur :)

Reyndi svo að ná "mugshot" af Clown og þetta var útkoman:
Image
Clown knife á voða bágt með að vera kyrr þegar maður er að taka myndir :) hehe.

Það er svo bara tímaspursmál hvenær maður þarf að fara að fá
sér stærri tank :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi mynd er svolítið flott, það er eins og hann sé fyrir ofan yfirborðið.
Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hún er bara flott.
Ansi mögnuð. :góður:
Djö.... þarf maður að fara að fjárfesta í alvöru myndavél. :oops:
Alltaf eitthvað annað sem gengur fyrir.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Já ég er einmitt drulluánægður með þessa mynd af honum :)
Tókst alveg prýðilega, smá heppni með "angle" og birtu ;)
Lexis
Posts: 89
Joined: 24 Jul 2007, 23:05

Post by Lexis »

Hann Tumi minn er allta svo sætur :P þetta er nú samt engin mega myndavél... bara Canon Ixus eitthvað, kostaði engar stórar upphæðir en stendur algerlega fyrir sínu :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er eins og einhver spekingurinn sagði: Stærðin skiptir ekki máli :P
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Það hefur verið einhver með "lítilmennskubrjálæði" :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:hehe:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

skemmtilegt að sjá seiðin stækka!... ossa krúttleg :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Mér áskotnaðist þennan líka fína gibba fyrir áramót en fékk hann frá
spjallverja hér á spjallinu (Jinx.) Hann er að mínu mati með
króníska skitu, en það er ekkert smá mikið af úrgangi frá honum :P
(enda duglegur að þrífa.) Er þetta e-ð vandamál eða er þetta alveg "normal?"

(Kem vonandi sem fyrst með myndir af gibba litla) :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mér sýnist þetta frekar vera Clarias Lazera :D
[img]http://www.fishfiles.net/up/0801/qtkz4z ... ias[1].png[/img]
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Piranhinn wrote:Mér áskotnaðist þennan líka fína gibba fyrir áramót en fékk hann frá
spjallverja hér á spjallinu (Jinx.) Hann er að mínu mati með
króníska skitu, en það er ekkert smá mikið af úrgangi frá honum :P
(enda duglegur að þrífa.) Er þetta e-ð vandamál eða er þetta alveg "normal?"

(Kem vonandi sem fyrst með myndir af gibba litla) :D
Minn Gibbi er líka svona, veit ekki hvort þetta er eðlilegt.. allavega er minn Gibbi ofsalega frískur og flottur og þá myndi ég halda að þetta skituvesen væri bara eðlilegur hlutur hjá duglegum fiski.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já, það gæti verið rétt hjá þér "Síkliðan", þetta með Clariasinn, en minn er
mun ljósari, dekkjast þeir e-ð með aldrinum, veistu e-ð um það?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hann virkar dekkri sona uppúr vatni hann var svona dökk grár
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvernig gengur með clown knife-inn ? er hann búinn að stækka mikið meir?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já hann er allur að verða vígalegri kappinn enda með góða matarlyst :)
Hann mælist í dag um 20-21 cm og töluvert sverari á "hæðina..?" :D hehe.
Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að koma með myndasyrpu bráðum :)
Eru þínir fiskar ekki allir í fanta formi?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já endilega skelltu inn nýjum myndum :P
allir í fínu formi hjá mér og éta vel, þessi hryggskakki er langskemmtilegastur, alltaf eitthvað á ferðinni.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

eru allir´þessir fiskar í 90l búrinu þínu
:)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Já, 90l búrið hentar mjög vel fyrir þá eins og er þar sem það
er fremur langt og breitt en ekki mjög hátt, þ.e. meira sundpláss fyrir þessar tegundir:

2 stk 6-8 cm óskarar.
1 stk 12 cm Black ghost knife.
1 stk 9 cm Gibbi.
1 stk Clown knife 20 cm.
1 stk Clarias catfish 8 cm.

:D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hver eru málin á þvi búri? og varstu ekki annars með nokkur í viðbót ?

og clarias bara 8cm á nokkrum mánuðum :shock: ætli hann sé eitthvað lasinn hehe :D
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

L * H *B
77*41*31 sem að þýðir að það sé að utanmáli 97 lítra, innanmál tekur líklegast í kringum 95 lítra.

Jú er með 2 önnur búr, eitt 250 lítra sem hýsir RBP (Piranha) og eitt 60 lítra sem er heimili allmargra fangasíkliða :D Hrognóðir fiskar.
Ég er aðeins farinn að hallast að því að hann sé í megrun Clariasinn :D
En á móti kemur að hann var e-ð í kringum 4 cm þegar ég fékk hann... :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ætlaru svo að skipta út 90L fyrir stærra eða skipta piranha út þegar clown knife og kattfiskurinn stækka ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

hvað þarf hann stórt búrImage
:)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég hafði hugsað mér að skipta út piranha fiskunum til að byrja með, þar sem ég er búinn að kynnast tegundinni frekar vel og get alltaf sótt í hana aftur ef mig langar það :)
Clown knife þarf gott pláss til að vaxa þar sem hann verður mjög stór.
Ef þú vilt bara hafa hann sem juvinile fisk þá að sjálfsögðu þarftu ekki mjög stórt en ef þig langar að sjá hann vaxa og dafna þá bara "bigger is better."
Vil nota tækifærið og minna á það að ég þarf að fá aðstoð með einn óskarinn minn áður en það verður of seint :(

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=2456
Post Reply