Undirstaða undir búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Undirstaða undir búr

Post by Sirius Black »

Jæja maður er búin að setja búrið upp og lítur það nokkuð vel út :)
En spurningin er sú, að ég keypti voða fína kommóðu í IKEA undir búrið og svo þegar það er fullt þá er eins og kommóðan svigni aðeins undan þunganum :oops: Á ég að hafa miklar áhyggjur og taka vatnið úr búrinu eða gerist þetta almennt hehe :oops: sem ég hef ekki mikla trú á því að þetta lítur frekar illa út að sjá hana svona smá bogna.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég myndi nú gera eitthvað í þessu :P
ég var með kommóðu undir 180l búrinu og bætti við undirstöðum í miðjuna til að koma í veg fyrir að hún svigni í miðjunni
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Endilega sýna mynd af undirstöðunni, veistu úr hverju hún er smíður úr ? og kanski líka mynd af boganum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta hljómar ekkert svakavel. Þykk plata sem er jafnstór og botflötur búrsins gæti reddað þessu.

Hér er þráður um svipað mál,
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1372
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég ákvað bara að taka meira en helminginn af vatninu úr því :) En annars er þetta 60 L búr svo að ég hélt að kommóðan myndi ekki finna svona rosalega fyrir þessu :oops: Var ekki alveg að þora að hafa þetta yfir nóttina, örugglega ekki gott að vakna við flóð í íbúðinni og bæði kommóðan og fiskabúrið ónýtt hehe :P

En annars er þetta kommóðan :)
http://www.ikea.is/ikea/vorur/svefnherb ... d=21228779
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég er með 54 lítra búr á svona kommóðu, sem er heldur hærri. Platan svignar vissulega, en þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af vegna búrsins. Það sem er leiðinlegt við þetta er það, að maður er kannski búinn að beygja kommóðuplötuna varanlega.
Best væri að fá sér þykkari plötu eins og Vargur bendir á. Ég hef hugsað út í það, en ekki komið því í framkvæmd. Þegar ég geri það þá ætla setja renninga úr td. gúmmí undir endana á henni, svo að þyngd búrsins komi beint niður á hliðar kommóðunnar.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef séð 110L búr á svona kommóðu og það svignar ekkert, en það búr er líka 80cm langt einsog kommóðan.
54 lítra búrið er styttra og þyngdin á því fer ekki úti hliðarnar á kommóðunni. Einsog aðrir hafa sagt, prófaðu að skella plötu undir búrið.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja ég fór og keypti plötu undir búrið , hún er reyndar ekki svo þykk og svignar líka smá en mér líður einhvern vegin betur að vita af annarri spýtu þarna undir hehe :P
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég hef slæma reinslu af svona svignuðum plötum undir fiskabúri.

Hef lent í því tvisvar að búrin hafa gefið sig, fyrra skiptið var nú bara óvitaskapur í mér því það var fyrsta búrið mitt og ég pældi nú ekki mikið í því að botninn gæti gefið sig útaf smá svignun. Það búr sprakk einmitt um miðja nótt :roll:

Hitt búrið sprakk þó ég héldi nú að ég væri aldeilis með góða spítu undir því.

Svo ég myndi mæla með að hafa frauðplast undir búrinu líka bara til að vera öruggur, það þarf ekkert að vera svaka þykkt bara cm eða svo
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ætli svona kommóða haldi 120L búri? það er held eg 1 meter á lengd sirka..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Agnes Helga wrote:Ætli svona kommóða haldi 120L búri? það er held eg 1 meter á lengd sirka..
já ef búrið er passar beint á kommóðuna heldur hún því vel.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hugsa það muni aðeins fara fram af á hliðunum (c.a. 10 cm eða minna hvorumegin)... ef ég myndi setja plötu myndi það virka?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jább
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Agnes Helga wrote:Hugsa það muni aðeins fara fram af á hliðunum (c.a. 10 cm eða minna hvorumegin)... ef ég myndi setja plötu myndi það virka?
Láttu búr aldrei standa út fyrir. Plötu undir og eitthvað mjúkt milli plötu og glers, td. frauðplast 5 - 10 mm þykkt ætti að duga.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Jám, enda spurði ég hvort það myndi virka ef þa væri plata á milli.. en tilhvers frauðplast (forvitni)?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Frauðplastið jafnar ójöfnur á undirstöðunni.
Það er ekki mælt með að nota frauðplast undir búr sem er með plastramma.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Vargur wrote:Frauðplastið jafnar ójöfnur á undirstöðunni.
Það er ekki mælt með að nota frauðplast undir búr sem er með plastramma.
Þetta er Rena búr minnir mig... með svörtu plastloki og svörtum plastramma niðri.. á ég þá ekki að hafa frauðplast?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei, þá setur þú ekki frauðplast, frekar slétta plötu undir.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, ég hafði nú hugsað mér að gera það þannig þar sem þetta myndi vera inn í herberginu minu :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply