400L Malaví - A&M

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Talandi um warmlight perurnar, ég var eimitt mikið fyrir það að henda þeim og setja eitthvað annað í staðinn en er kominn á alveg aðra skoðun í dag, bú eru warmligt og cool-white í öllum mínum búrum í stofunni. Með speglum eru þessar perur að gera alveg fína lýsingu og lítill sem enginn þörungur er i búrunum. Þegar speglarnir eru komnir verður þessi gula birta frá warmlight ekki jafn áberandi.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég á ekki til eitt einasta orð... Socolofi kellinginn er búinn að vera með stútfullan munninn af seiðum síðustu daga/vikur, en ég tók eftir því að áðan þegar ég vakanaði leit ég í búrið og mér finnst hún vera farinn að geta lokað munninum og pokinn undir munninum hefur minnkað töluvert! - Er hún þá að fara sleppa þessu. Ég tók svo seint eftir henni að ég er ekki með töluna á því hvað hún er búinn að vera með þetta lengi í sér.

Svo er það Johannii kellinginn sem er líka stútfull af seiðum. Ég veit ekki hvað ég á að gera við þau. Ég er að vísu kominn með nokkur Demansoni seiði í 70L búrið mitt og eru þau orðinn ca. 1 cm. Er í lagi að setja seiðinn í það búr eða jafnvel að láta kellingarnar báðar í búrið? Þarf ég kannski að taka úr þeim? En ég er í svolitlum vanda því mig langar svo að fara safna seiðum í þetta búr og ég er farinn að hafa áhyggjur af socolofi kellingunni! - Það sem ég er mest að spá í er að hún sé ekki kominn of langt á leið!

Svo er það rósinn í hnappagatinu. Ég fékk mér Flavus par í búrið í gær og líta þau mjög vel út, eiga samt eftir að venjast búrfélögunum og taka meiri liti og jafna sig betur. - Ég sendi myndir fljótlega!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eftir nokkra daga þá minnkar kviðpokinn á seiðunum og þá raðast þau betur í kjaftinn á kerlu, þess vegna virðist hafa minkað upp í henni.

Það er ekki mjög gott að hafa mjög ung seiði með eldri seiðum en ef þú hefur þau í seiðaneti fyrstu 2-3 vikunar þá geta þau yfirleitt séð um sig með aðeins eldri seiðum í búri.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Fór í dag til Vargs í Fiskabúr þar sem hann Guðmundur seldi mér fallegt 206 lítra búr sem ég ætla koma fyrir einhverri góðri filteringu í búrið en þar sem það eru of mörg búr í stofunni hjá mér þá held ég að þetta búr verði niðri í kjallara þar sem ég er með svakalega stóra geymslu og ætla ég að reyna halda einhverju lífi í því.

Ég á svolítið í vanda með hvaðan ég á að fá vatn í þetta búr, og hvernig það verður með vatnaskipti en ég held að það verði ekki meira en jafnvel smá sandur og eitthvað grjót í botninum. Það er yfirfall á búrinu, ekki mjög öflugt en það er samt þarna en ég held að aðstæður leyfi ekki svoleiðis framkvæmdir, enn sem stendur, þetta kemur bara allt í ljós.

Svo verð ég eitthvað í úti á sjó í sumar og haust. Ég legg því allt mitt traust á konuna mína sem er jú reyndar að fara eiga barn okkar í júlí... jibbí, ég er að verða pabbi! - Ég vona bara að þetta eigi allt eftir að blessast.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Hvernig filtering er ráðlögðust í svona búr? Búrið sem ég keypti af Fiskabúr er ekki svo djúpt en það er langt og hátt. Mig minnir að það sé ca. 125x33x50 = ca 206 lítrar. Ég er að spá í svona loftdælu með filter svamp og jafnvel einn stóran terta loftstein sem ég á hérna einhverstaðar því ég á loftdælu með tvöföldum útgangi sem myndi henta vel í þetta. En myndi einhver mæla með einhvers konar öðruvísi filteringu. Ég er bara svo smeykur að hafa of mikla hreyfingu á vatninu. Sérstaklega þar sem þetta verður seyða búr.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdælan væri fín, td svamphreinsari í sitthvorn endan á búrinu.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Þá er seyðabúrið mitt komið upp niðri í kjallara og lýtur bara vel út. Ég ákvað að hafa bara slatta af grjóti sem ég átti hérna í heima við og hafði ekkert sértakt útlit á því, bara hrúgaði því í mitt búrið en lagði í 3 "hella" og slatta af sprungum. Það fóru 2 kellingar í búrið, Socolofi og Johannii. Filteringinn sem ég hafði í búrið er svamphreinsari og loftseinn sitthvoru meginn í búrinu. Þetta kemur bara þokkalega vel út. En ég er að spá í því hvað maður ætti að leyfa þeim að vera lengi í búrinu eftir að þær eru búnar að spíta þessu útúr sér?

Svo sendi ég myndir af búrinu. Og svo verður vonandi eitthvað gaman í framhaldi að því að sjá búrið fullt af seiðum.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég skipti um vatn í öllum búrunum en ég hef víst ekki tekið það fram hvaða fleiri búr ég er með. Það var skipt um ca 250 lítra í stóra 400 lítra búrinu og ca. 40 lítra gúbbí búrinu sem er 125 lítrar. ca 20 lítra úr 70 lítra búrinu sem er seyðabúr eftir demansoni kellingunna sem dó rétt eftir fæðingu. Og svo setti ég ca. 150 lítra í nýja fiskabúrið sem verður seyðabúr framvegis. Svo það mætti alveg segja að þetta hafi verið sulldagur hjá mér. - Þá er best að halda áfram að taka til í íbúðinni, hún er nefnilega á hvolfi.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Hefur einhver látið 2 sikliðu kellingar (afrískar) hrygna í sama búrið á sama tíma? Veit ekki hvernig ég get gert þetta allt saman í einu.

Svo er ekki mikil hreyfing á vatninu í búrinu en nóg súrefni og rólega góð filering í gegnum svampsíú tengda í loftstút og vatnið er ekki nema 23°C en það var samt settur 50W hitari til að geta eitthvað gagn! Kannski er ég bara svona en ég hef einhvern veginn alltaf áhyggjur að þessu! - Svo er ég líka allur að reyna fórna smá fikti fyrir eigin reynslu ... fikta meira og læra meira .... þið fattið!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef látið nokkrar kerlingar sleppa seiðum í sama búr, setti bara allar kerlingarnar í 200 l búr með fullt af felustöðum osf og allt gékk vel.
Ég hef þó trú á að 2 geti verið meira vesen, þær eru kannski að atast hvor í annari.
Sjálfum þykir mér best að vera með kerlingarnar bara í aðalbúrinu og veiða þær upp úr þegar tími er til kominn að "strippa" þær.

23° er frekar lágt fyrir seiðin en ekki stórvandamál. Þá vaxa þau bara hægar.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Það tókst betur hjá mér að hækka og jafna hitastigið í búrinu, allavegana er það ekki eins kallt eins og það var í gær. Samt er ég bara með 50 watta hitara en ekki mikla hreyfingu á vatninu en samt allveg nægilega mikla. En mér finnst eins og socolofi kellinginn sé búinn að spíta þessu útúr sér. hún "geispar" og "skoppar" aðeins til á botninum eins og hún sé að ná í eitthvað með kjaftinum.

Einhver staðar sá ég að kellingarnar geta geymt seiðinn uppí sér ef að ógn steðjar að í umhverfinu! En er þetta rétt hjá mér! - Kannski er ég bara svona ímyndunarveikur.

En mig langar rosalega mikið til að fá meiri fræðslu á því hvernig kellingarnar hegða sér á svona tímabili. - Og eitt enn; er einhver hætta á að hún éti seiðinn eða slepp ég með það ef að hún fær nóg að borða? - Verð að segja að ég er allger nýgræðingur í þessu og mér finnst ég ekki kunna eitt né neitt!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Vargur wrote:Ég hef látið nokkrar kerlingar sleppa seiðum í sama búr, setti bara allar kerlingarnar í 200 l búr með fullt af felustöðum osf og allt gékk vel.
Ég hef þó trú á að 2 geti verið meira vesen, þær eru kannski að atast hvor í annari.
En ef að ég læt nokkur demansoni seiði sem eru nokkuð stálpuð í búrið, bara svona til að dreyfa athyglinni af Johannii kellingunni? Seiðinn eru um til 1½ til 2 cm stór og ca. 1 mánaða gömul! Seiðinn eru um 11 talsins og ef að ég gæti skipt seiðunum út í 70 lítra búrinu og sett þau í 200 lítra búrið og jafnvel tekið johanni kellinguna úr búrinu og sett hana eina og sér í 70 lítra búrið! - Stundum þori ég ekki að gera neitt en mig langar að fá álit ykkar á þessu!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú ertu nú alveg að fara yfir um. :)
Demasoni seyðin eiga eftir að tæta í sig minni seyðin ef þau komast í þau.
Þú gerir heldur ekkert gagn með því að bæta einhverju við fyrir kerlingarnar að hafa áhyggjur af.
Veiddu bara kerlingarnar upp úr þegar tími er til kominn, taktu útúr þeim og málið er dautt. :D
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Version 2.0

Post by Atli »

Sæl öll sömul, það er kominn tími að endurvekja áhugann sem var eitthvað farinn að dvína og koma með smá comeback hérna á spjallinu. Ég hef engan veginn verið nógu duglegur að koma með skrif á þennan þráð hérna hjá mér... sem er í raun og veru hálfpartinn til skammar því að maður er að sulla eitthvað smá í hverri viku.

Ég ákvað að grisja gróðurinn í búrinu og þegar það var búið þá gat ég nánast fyllt bakhliðina á búrinu eins og mig langaði alltaf til að gera. Ég tók aldrei eftir því að valniseran mín var orðin svo þétt en það hvarlaði ekki að mér að skoða rótina á henni því þessar 2 valniserur sem voru aftast í búrinu.

hérna koma örfáar myndir en ég smelli nokkrum seinna þegar ég hef tíma og betri myndavél

Image

Image

Image
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lítur vel út drengur ! :)
Eru einhverjar hrygningar í búrinu og lifir eitthvað af seiðunum ?
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Það hafa ekki verið neinar hrygningar í búrinu hjá mér undanfarið. Ég var með 4 brickardi í búrinu og þar af 1 albinoa sem hafa verið í búrinu svolítið lengi eða allavegana 4-5 mánuði og svo var ég að skipta um vatn um daginn og tók að vísu svolítið mikið vatn af búrinu og svo dóu þeir 3 dögum eftir það, einn í einu.

Já það hefur 3 sinnum verið hringt í búrið en það lifðu bara 2 seiði af þessum 3 skiptum sem hringt hefur verið. En ég er í smá vandræðum... mig langar að láta frá mér nokkrar tegundir sem ertu í búrinu ss. johanni par, socolofi trio (2 hængur og 1 hrygna) og er líka að hugsa um að losa mig við 4 acei. Eftir stæði þá Flavus, Kingsizei, og Maingano.

Einnig hafði ég hugsað mér að ná mér í grjót eftir helgi áður en það verður fannhvít og frosinn jörð. Vantar flatt grjót sem gott er að stafla í "píramída" eða góða hrúgu.

Svo væri ekki leiðinlegt að vera með einhverja flottar álnakörur í búrinu.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

ef þú þarft að losa þig við eitthvað þá er ég til í að taka eitthvað þegar ég set upp stærra búr sem verður bráðlega ;) svo ef þú villt láta eitthvað endilega senda mér pm :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta. Ég er eimitt hrifinn af búrum með fáum tegundum og þá fleiri fiskum af hverri tegund. Það er bara svo erfitt að velja. :oops:
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Svo er kominn smá innblástur í mig að reyna að gera mitt besta í keppninni "Búr ársins" sem mig langar rosalega til að vera með í.

Agnes: Ég læt þig vita um leið og ég fer í að skipta út.
Vargur wrote:Mér líst vel á þetta. Ég er einmitt hrifinn af búrum með fáum tegundum og þá fleiri fiskum af hverri tegund. Það er bara svo erfitt að velja. :oops:
Sammála þér, Vargur!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Svo er það eitt sem ég hef lengi verið að pæla í og það eru þessir bakgrunnar frá Juwel sem er í búrinu mínu og fleiri búrum, mér finnst þeir taka svo mikið vatnsmagn af búrinu og mikið af dýptinni. Mér finnst þetta samt ómissandi bakgrunnur í búrinu en ég heyrðu einhverntímann að í 720 lítra búrinu hans Hrapps að hann hefði hreinlega losnað en ég veit ekkert hvort að hann hafi límt hann upp aftur.
En þar sem að ég keypti búrið tilbúið með bakgrunninum áföstum að hvort að það myndi einhver þarna úti styðja þá hugmynd að taka hann af í einhvern góðan tíma. Þetta eru allavegana 40 lítrar af vatni eða svo.

Ég veit allveg mína skoðun og hef hugmynd bak við eyrað á mér að fjarlægja hann um ókominn tíma, en það væri gaman að fá fleiri til að kommenta á þennan þráð minn annan en hann Varg (sem styður jú alltaf við mann). Mig langar hreinlega að vita hvort að ég ætti að halda bakgrunninnum eða sleppa honum?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

einhversstaðar heyrði ég að þetta væri "einnota" bakgrunnur, þ.e. ef þú tekur hann af þá er ekki hægt að nota hann aftur, en ég veit ekkert um það

Annars finnst mér bakgrunnurinn koma mjög vel út í þínu búri og ég mundi hafa hann sem fastast ef þér líkar við hann
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Atli wrote: 720 lítra búrinu hans Hrapps
ATLI ! :shock:


Þetta er mesti ókosturinn við þessa 3D bakgrunna, hvað þeir stela miklu vatni úr búrinu.
Ef þú ert ekkert ósáttur við bakgrunninn þá myndi ég segja að þú ættir að láta hann bara vera.
Svo er líka nokkuð flott að taka hann úr og hafa plöturnar bara fyrir aftan búrið (svipað og Stephan gerir), eina er að það er ljótt þegar þörungur fer að koma á glerið.
Annars er ég alltaf alsáttur með plakat bakgrunnana í mínum búrum.
einhversstaðar heyrði ég að þetta væri "einnota" bakgrunnur, þ.e. ef þú tekur hann af þá er ekki hægt að nota hann aftur, en ég veit ekkert um það
Bakgrunnurinn er ekki einnota en það þarf langan og beittan hníf til að ná honum óskemdum úr búrunum, td. flökunarhníf eða álíka.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Flott búr Atli :wink:
Bakgrunnurinn er flottur en þetta er auðvitað spurnirng um smekk.
Plakat bakgrunnur gæti alveg eins virkað, ég er einmitt með grjótaplakat hjá mér og líkar vel.
Myndi ekki tíma að fórna vatnsplássi fyrir 3D.
Svo er það með að fjarlæja bakgrunninn, engin smá vinna.
Hvað varðar útlit búrsins þá er uppsetningin flott en ég persónulega myndi hafa meira grjót.
En einföldu búrin eru oft flottustu búrin :wink:
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Vargur wrote: 720 lítra búrinu hans Hrapps
ATLI ! :shock:

Já oki ég er svolitið mikið búinn að fylgjast með honum Andra Pogo svo ég var eiginlega ekki að hugsa.. EN Hrappur, hér með biðst ég innilegrar afsökunar að hafa misst þett útúr mér ... ef þú ert þarna einhverstaðar!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Atli wrote:
Vargur wrote: 720 lítra búrinu hans Hrapps
ATLI ! :shock:

EN Hrappur, hér með biðst ég innilegrar afsökunar að hafa misst þett útúr mér ... ef þú ert þarna einhverstaðar!
ekki skrýtið að menn rugli saman jafn myndarlegum mönnum og okkur pogo .
mér finnst að þú ættir að halda bakgrunninum , er sjálfur að vinna í því þessa dagana að setja minn upp aftur , búinn að setja upp annað 440 ltr búr til að geyma kanana mína á meðan og er að láta það rúlla núna.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hrappur wrote: ekki skrýtið að menn rugli saman jafn myndarlegum mönnum og okkur pogo .
Þó þið séuð svipað myndalegir held ég að það hafi ekki verið það sem ruglaði Atla. :lol:
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Nývaknaður og grútsifjaður ennþá!

Post by Atli »

Jæja manni er hollast að halda áfram með skrifin sín ef maður ætlar að ná einhverri umræðu fram á þræðinum manns. En það vildi svo til að ég fékk mér 5 Melanochromis Maingano af honum Vargi í gær og lét í búrið. Svo þegar ég var búinn að koma þeim í búrið þá sá ég að johanni kellinginn er kominn með fullan munninn og í þetta skipti ætla ég að taka hana frá svo ég varð að gjöra svo vel að bretta upp ermar og þrífa litla 70 lítra búrið sem sem ég nota sem hálfgert seiðabúr og koma nokkrum steinum fyrir handa henni.
Ég ákvað að gera í leiðinni smá vatnaskipti (ca.10%) í stóra búrinu um leið svo ég dældi bara rétt um 60 lítrum í búrið úr stóra búrinu til að koma flórunni af stað og svo hún myndi nú ekki shockerast johanni kellinginn.

En svo er bara að vera vakandi því að ég ætla að fara losa mig við nokkra fiska úr búrinu, gæti verið svona 15-20 stk sem ég ætla að losa mig við í heldina en ég losa mig bara við 11 stykki í bili (sjá nánar)
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1689

Svo er þetta svo skrítið, þegar maður losar sig við svona marga fiska eða bara fiska yfir höfuð að hvað það verður stundum mikil eftirsjá og stundum söknuður þegar maður er búinn að láta þá af hendi. Kannist þið við þetta... flest býst ég við.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: Nývaknaður og grútsifjaður ennþá!

Post by Ásta »

Atli wrote:[Svo er þetta svo skrítið, þegar maður losar sig við svona marga fiska eða bara fiska yfir höfuð að hvað það verður stundum mikil eftirsjá og stundum söknuður þegar maður er búinn að láta þá af hendi. Kannist þið við þetta... flest býst ég við.
Þekki þetta, jafnvel fiskar sem hafa farið í taugarnar á manni.... en ég er oftast svo fljót að fá mér eitthvað í staðinn svo það er fljótt að ganga yfir :o
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er með umtalsverðan fiskaathyglisbrest þannig að ég er orðinn vanur að skipta út fiskum.. En þessi tilfinning var til staðar fyrst um sinn :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég bæti vanalega bara við nýju búri ef mig langar í eitthvað nýtt.
Nú get ég ekki bætt við búrum og er í stökustu vandræðum með að geta ekki fengið mér eitthvað nýtt því ég tími ekki að láta neitt frá mér.
Post Reply