900 ltr Ameríku Síkliðu Búr .

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Og hvað finnst þér um lýsinguna ?
búrið er klárlega mikið bjartara en ég er ekki að venjast því að sjá þennan mun á hægri og vinstri . . ætla að gefa þessu nokkra daga .
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

bévítans bakgrunnarnir losnuðu af glerinu og er búrið núna frekar nakið að aftan (stækkaði samt aðeins og fundust fiskar sem ekki höfðu sést í nokkrar vikur).. ..

ástæðan fyrir losnuninni er óljós en hallast ég að því að sílikonið hafi verið gallað , og grunnarnir ekki móttækilegir þessari tegund (samt var nú sumstaðar rifið upp úr grunnunum) allavega var klínt óheyrilegu magni á grunnana svo það er varla málið . .

fór með nokkra fiska í pössun í fiskabur.is og er að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að nenna að þurrka allt draslið upp og líma grunnana aftur í og fara með restina í pössun eða bíða með allar stærri framkvæmdir þangað til ég flyt (sem er ekki kominn ákveðinn tími á) og mála bara bakhliðina á búrinu ? ? svo er spurning hvort að maður kaupi ekki annað minna búr til að setja þá í á meðan . . ? ?

ég er allavega frekar pirraður vegna þessa og ætla að taka nokkra daga í að hugsa næsta skref.. ..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Góð ástæða til að kaupa annað búr ! :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já þú átt eftir að sjá eftir að mála aðra hliðina.. Verður pirrandi eftir nokkur ár þegar það þarf að breyta einhverju...

Át óskarinn trúðabótíurnar líka?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

úffff synspilurum fiskarnir þínir eru svo flottir að það nær bara engri átt !!! sama gildir um appelsínu gulu severum fiskana. geðveikir
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

skömm að segja frá því að ég er ekki ennþá búinn að laga bakgrunnin .. .. logandi ra**gat.. !

en fiskarnir stækka og er súkkulaði hængurinn að verða frekar asnalegur í framan þar sem hnúðurinn á honum er á miðju trýninu , ekki annað hægt en að elska þetta andlit .

bakteríu sýking sá um að grisja hjá mér og fóru nokkrir smáfiskar
(undir 20 cm) léleg vatnssylirði líklega hluti af orsökinni ,

leitaði lengi og víða að slöngu sem passar við fx5 dæluna og fann loks í fyrirtæki sem heitir barki og er í kópav. (þeas fyritækið slangar er komin í hús) nú er ekkert mál að skipta út vatni 3500 ltr/kl. gubbast úr búrinu og tekur þetta ekki 3-4 tíma lengur einsog með grennri slöngu og minni dælu.

sá helv. flottan bakgrunn í dýragarðinum sem ég er að gæla við að taka .. fyrst maður þarf að standa í þessu .

vill einhver gamla minn fyrir slikk ? ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hver eru málin á búrinu ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gerð
900 ltr svart aquastabil

Stærð
L200 * B75 * H60

Lýsing
4* 39 W T5 perur..

Hreinsidælur
Fluval FX5 tunnudæla 3500 l/kl
amtop 3338 1200 l/kl
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

greinilega komið par hjá synspilum og eru þau að snyrta og róta ..

annars sýnist mér þetta vera 2 hængar og 2 hrygnur sem ég er með ..
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

annað synspilum parið er búið að rústa hinu parinu og er kerlingin nær dauða en lífi . .kallinn þó nokkuð hress ennþá en sér samt á honum..
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

lét frá mér i dag nokkra íbúa td. synspilum og er þá bara par eftir af þeim.
einnig stóran plegga og 3 demantsíkliður.

er aðeins að bæta við mig i afrísku ormadeildinni
3*Erpetoichthys calabaricus
(ropefish) og 2*Polypterus senegalus komnir í búrið ,
, smá svig frá ameríska þemanu. .

annars er ég að fá meiri áhuga á geophagus þessa dagana og langar í uaru lika .. . gentle giants..
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

líst vel á þig meistari, ég skal sjá um að Gummi panti handa okkur Uaru(5 á mann?)
Ég fékk mér 4 geophagus í gær, þetta er líka fínn hreynsibúnaður, eru alltaf að taka botninn í gegn
Ég held að fiskó og dýragarðurinn sé þeir einu sem eru með geophagus í augnarblikinu
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

5 á mann er gott plan..

ég er búinn að vera með geo núna í nokkra mánuði og þeir eru nokkuð skemmtilegir .. brassinn er heldur aggressífur og las ég einhversstaðar að hann eigi að detta út úr geophagus ættinni ??

surinamensis er ferlega flott og skondinn tegund , nú er bara að athuga hvort að fiskabúðirnar okkar geti ekki flutt inn fleiri tegundir af geophagus ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er með brassan og þykir hann stórskemmtilegur, hann er alls ekki aggressivur heldur frekar passivur miðað við flesta þessa Ameríku durga.

Image
Fallegur líka.

Það er ekkert stórmál að panta ýmsar týpur af Geopagus en mig minnir að sumir séu nokkuð dýrir.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Jú, sumar eru full dýrar
Ég er eimitt með brassann líka, fallegur sá sem þú ert með

Ég ræði við ykkur gumma um þetta á morgun, fæ að sjá hvað er í boði
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote: hann er alls ekki aggressivur heldur frekar passivur miðað við flesta þessa Ameríku durga.


Það er ekkert stórmál að panta ýmsar týpur af Geopagus en mig minnir að sumir séu nokkuð dýrir.
það er rétt og var ég að meina að hann væri aggresívur miðað við geophagus sem eru mestu gæðablóð.. (stundum ná hugsanir mínar ekki að drífa í gegnum puttana) :)

mátt kíkja á það að gamni hvort að þú getir náð í
Geophagus sp. "Tapajos Orange Head
Geophagus sp. "Araguari - Orange Head
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

allt gengur sinn vanagang í tanknum ,

synspilum parið að hrygna þessa stundina og verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessari fyrstu hrygningu þeirra hjónakorna..

lét frá mér synsp. hæng og nokkuð stóran gibba og verður að viðurkennast að sandurinn er 189 % hreinni eftir að sú kúkamaskína fór..

gaman að þessu
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Til hamingju með hrygninguna
það væri gaman að fá að vita hvernig/ef/þegar skapið á þeim breytist
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

lét loksins verða af því að setja upp blátt næturljós ..

svínvirkar og kemur vel út..
miklu skemmtilegra heldur en að hafa bara svartann kassann..

Image
Last edited by Hrappur on 30 Sep 2007, 00:44, edited 1 time in total.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

eitthvað að frétta af synspilum hrygningunni?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gudjon wrote:eitthvað að frétta af synspilum hrygningunni?
eitthvað gekk ekki upp þar.. ??

hún var samt komin með totuna út og svaka hrygningarstælar í þeim báðum..

má vera að þau hafi hrygnt þegar ég sá ekki til og étið ?

þau eru allavega að slaka á núna .
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þetta er hel.... flott búr hjá þér og flottir fiskar :wink:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

jæja þá er búið að tæma 900 ltr tankinn og er að þurrka hann.

notaði ég sand og rætur í 440 ltr búrið en gaf öllu involsinu gott klórbað til að drepa allt kvikt í búrinu þar á meðal hinn aldræmda hárogskeggþörung , sem næstum því lak af eftir hressinguna .
það var mjög gaman að skola allt draslið eftir það bað .
einnig notaði ég klórjafnara í vatnið til að klára síðasta .

veit ekki hvort að ég eigi að þora að nota juwel bakgrunnana aftur þar sem það rifnaði upp úr þeim og gæti þá alveg eins gerst aftur
, eða hvað ?

fiskarnir eru hressir að vanda i nýju búri .
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvernig væri að fá smá update :D
Hvernig er þetta allt að ganga :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

og takk fyrir það . .

jú 900 ltr tankurinn er í fullu fjöri og setti ég bakgrunnin aftur í og er með ryðrauðan sand í botninum ásamt 2 stórum rótum, svo búrið er frekar náttúrulegt. bætti líka við annari fx5 dælu .

er líka með 440 ltr búr þar sem temporalis parið ræður ríkjum og er farið að hrygna aftur ..

á enga myndavél þessa dagana svo einhver bið verður á myndum.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ekkert smá flott búr hjá þér :-) er einhvað nýtt að frétta? :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ja ég get allavega sagt að ég hitti hann í dýragarðinum að kaupa Geophagus Jurupari :)
Hrappz upplýstu okkur, hvaða tegundir ertu með núna?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

var einmitt að hugsa það -að það er langt síðan að það komu fréttir frá þér óli.. :)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Síkliðan wrote:Ja ég get allavega sagt að ég hitti hann í dýragarðinum að kaupa Geophagus Jurupari :)
Hrappz upplýstu okkur, hvaða tegundir ertu með núna?
sæll ungi áhugasami vinur minn og meistari,,,,,,,,,,, jakob ,

ég er búinn að uppfæra listann á fyrstu bls. og held ég sé ekki að gleyma neinu. setti í sviga þá fiska sem eru í litla búrinu..

annars er allt gott að frétta af búrunum tveimur..
helst að synspilum karlinn er að missa völdin í 900 ltr yfir til óskars sem á mettíma er orðinn stærstur og frekastur ..

þarf að fá einhvern sem á myndavel í heimsókn svo ég geti sýnt einhverjar myndir af breytingunum sem ég gerði um daginn.. ..
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

eitthvað hefur verið um dauðsföll í fjölskyldunni og hafa 3 fullvaxnir fiskar drepist síðustu daga. .

synspilum karlinn var myrtur af óskar (af öllum fiskum)..
(á einhver hæng handa mér ?)

nigaraguensins kerling vaknaði einn daginn steindauð ?
(langar einhverjum í fullvaxinn hæng? )

og súkkulaði karlinn dó úr einhverri bakteríu sýkingu sem herjaði bara á hann ... ?

fékk 2 aðrar súkkur og vona að önnur sé karl handa þeirri gömlu ..
Post Reply