Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Post by Vargur »

Tekið af Mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett ... id=1279750
Getur þú ekki sofið? Af hverju færðu þér ekki gullfisk?

Síðari spurningin er ekki alveg jafn fáranleg og hún hljómar í fyrstu, því rannsóknir sem gerðar hafa verið sl. þrjá áratugi benda til þess að það hafi róandi áhrif á mannshugann að fylgjast með fiskum. Þykir það draga úr streitu, svefnleysi og fjölda annarra heilsuvandamála eins og t.d. háum blóðþrýstingi.

Þessir kostir gullfiskanna hafa vakið áhuga lággjaldahótelkeðjunnar Travelodge sem nú hefur komið á fót fyrstu gullfiskaleigu Bretlands. Samkvæmt könnun sem hótelkeðjan lét gera fyrir sig virðast 63% Breta eiga við svefnvandamál að stríða í tengslum við streitu og 58% þeirra sem svöruðu könnuninni voru þeirrar skoðunar að lausnin á því gæti falist í gullfiskaáhorfi.

"Við erum alltaf að leita leiða til að veita viðskiptavinum okkar betri nætursvefn og gullfiskaáhorfið er vinsælt val," sagði Wayne Munnelly, svefnstjóri Travelodge.
Ég held að þetta eigi nú reyndar jafnt við um aðra fiska.
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Brilliant :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég trúi því vel að fiskar hafi róandi áhrif á flesta, ég finn allavegana mikla breitingu á mér sjálfum eftir að ég byrjaði í fiskunum :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Klínískar rannsóknir og reyndar margir ef ekki allir geð- og sálfræðingar segja að það sé gott fyrir geðheilsu að eiga heimilisdýr. Hvort sem það sé gullfiskur eða hundur!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá hvað ég hlýt að vera í góðum málum með fiskana, hundinn og 2 ketti :lol:
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Re: Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Post by Jenni »

Þess vegna sef ég alltaf dásamlega :o
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Re: Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Post by Eyjó »

Jenni wrote:Þess vegna sef ég alltaf dásamlega :o
Image
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Re: Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Post by Jenni »

133t merkir hvað?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Leet?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Gullfiskar góðir fyrir svefninn.

Post by Andri Pogo »

Jenni wrote:133t merkir hvað?
http://en.wikipedia.org/wiki/Leet
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

náði allavega Leet :p
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

ég hef ekkert geta slappað af út af mínum fisk seinustu vikurnar svo það er ekki allveg að marka þetta :P ...segi bara svona ^^
Post Reply