NO2 og NO3?

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

NO2 og NO3?

Post by ~*Vigdís*~ » 13 Feb 2007, 18:27

Ég er alltaf í vandræðum með þetta nítrat nítrit dæmi og rugla þessu öllu saman sitt á hvað :lol:

svo ég ákvað að flétta þessu upp og útlista þetta eins skýrt og ég get hér,
vona að það komi að gagni :D

Heitin:
ammonia = NH3
Nitrit = NO2
Nitrat = NO3
Nitrobacter = jákvæð bakteríuflóra

Svona gengur þetta fyrir sig...
eitruð ammonia breytist í nitrit, nitritið breytist í nitrat með hjálp nitrobacter.
Þetta hringferli verður að fá að klára sig áður en maður setur fiska (eða önnur dýr) í vatnið,
þar sem byrjun hringferlisins er frekar eitrað og góðar líkur á að dýr sem
skellt er í glænýtt vatn án þess að jákvæð bakteríuflóra sé til staðar farist vegna
þeirra eitrunar sem byrjar um leið og lífrænn úrgangur (kúkur/afgángsmatur) byrjar að
rotna í búrinu.

Svo ef maður ætlar að fá sér fiska og fiska búr er gott að byrja á því að setja upp búrið,
með vatni og svo byrja hringferlið áður en þú setur fiskana í. Til að koma ferlinu á stað
getur þú sett tilbúna jákvæða bakteríuflóru í búrið eða að setja smá skammt af lífrænum
úrgang í búrið, sumir fá sér tvo - þrjá harðgerða fiska til að koma ferlinu í gang.
Rotnandi lífrænn úrgangur myndar eitrað ammonia í nýjum búrum sem breytast í nitrit,
bakteríurnar Nitrosomonas og Nitrococcus sjá um þessa breytingu, oft
er þetta nitrit einnig eitrað. Nitratinu er síðan breytt í nitrat af annari bakteríu nitrobacter.

Nitrobacter bakterían er sú baktería sem við reynum að byggja upp í búrunum okkar
og halda í, þar sem hún tekur ''eitur'' og breytir því í
hættulaust efni*
Nitrobacter bakterían heldur sig yfirleitt í mölinni, þess vegna er alltaf sagt að maður
megi ekki þrífa mölina ;) Einnig hreiðrar hún um sig í tunnudælum í þar til gerðum keramik
rörum eða öðrum bio dælu búnaði.
Þetta er líka ástæðan fyrir því að þrif á tunnudælu og fiskabúri samtímis er bönnuð,
þá tekurðu burt jákvæðu bakteríuna allstaðar í búrinu...

Þessi bakteríu hringrás á sér alltaf stað í fiskabúrinu hjá okkur hring eftir hring,
en það er aðeins þegar vatnið er glænýtt sem ammonium og nitrit verða eitruð og
mjög hættuleg fiskunum...

Athugið líka að mörg lif steindrepa jákvæðu bakteríuflóruna þar sem þau eru gerð
til að berjast við bakteríusýkingar, þá byrjar ferlið aftur upp á nýtt...
Þess vegna er mælt með því að nota lifandi bakteríumeðferð eftir slíkar lyfjagjafir...
Image
Biofiltr frá dajanapet er eina lifandi bakteríuflóran sem ég hef prófað :oops:
en hún hefur reynst mér stórvel, ekkert tap á fiskum eftir lyfjagjafir ;)


*Athugið innleggið frá Nebba hér fyrir neðan, mikilvægt að hafa í huga.
Last edited by ~*Vigdís*~ on 14 Feb 2007, 03:44, edited 1 time in total.

User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur » 13 Feb 2007, 18:51

flott !

langar samt að bæta við að nitrat er ekki hættulaust og eru vatnaskipti einfaldasta leiðin til að minnka nitrat í búrum .

einnig þrífast plöntur og þörungur á nitrati og ammoníu svo það er ágætis ráð að vera með slatta af plöntum ef hægt er. . sumir ganga svo langt að vera með heimilisplöntur ofan á búrinu og ræturnar ofan í búrinu .

það eru til sérstakar nitrat hreinsidælur þar sem vatnið er súrefnissnautt því bakterían sem breytir nitrati í nitrogen gas lifir bara í súrefnissnauðu vatni.

nitrat getur lika breyst aftur í nitrite ef vatnið er súrefnislitið .

en það er ekki fyrr en nitratið fer úr búrinu með einum eða öðrum hætti sem nitrogen hringurinn er kominn hringinn ef svo má segja..

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir » 13 Feb 2007, 18:53

Hrikalega gott að lesa þessa grein sem og nebba athugasemdirnar.

User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ » 14 Feb 2007, 03:46

Takk fyrir þetta innskot :D

Ég er líka með þessa grein á Trítla.is spjallinu,
mætti ég lagfæra hana í samræmi við þessar athugasemdir
eða er hægt að plata þig til að komenta þar líka?


Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut » 14 Feb 2007, 05:30

Þetta er flott. Gott að lesa þetta í svona stuttu og skýru máli. Takk fyrir :D

User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur » 14 Feb 2007, 17:16

~*Vigdís*~ wrote:Takk fyrir þetta innskot :D

Ég er líka með þessa grein á Trítla.is spjallinu,
mætti ég lagfæra hana í samræmi við þessar athugasemdir
eða er hægt að plata þig til að komenta þar líka?

já auðvitað .

Post Reply