Veikindi, gulir flekkir

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
gunnarh
Posts: 5
Joined: 04 Sep 2013, 22:26

Veikindi, gulir flekkir

Post by gunnarh »

Er greinilega kominn með veikindi í búrið og veit ekki hvað á að gera. Flestir fiskanir eru komnir með appelsínu gula flekki og einn fiskurinn virðist vera að deyja því hann getur ekki synt almennilega. Skipti um vant í búrinu fyrir 4 dögum og gerði allt eins og venjulega. Tek eftir því samnt að vantið er ekki almennilega tært. Einhverjar hugmyndir?


Image

Image

Image

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Veikindi, gulir flekkir

Post by Sibbi »

Image
Image
Image
Image

Það væri nú fróðlegt að vita hvað þetta er :(
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
einars
Posts: 24
Joined: 05 Oct 2009, 21:00

Re: Veikindi, gulir flekkir

Post by einars »

Það er svolítið erfitt að sjá þetta á myndunum, gulir frekar stórir flekkir er ekki eitthvað sem ég kannast við hjá Malawisiklíðum sem sjúkdómur. Trewavase/Fuelleborni OB sem lítur veiklulega út er líka með tættan sporð sem bendir til "eineltis". Yfirleitt fá malawisiklíður tvær tegundir af sjúkdómum, annars vegar malawiveikina sem endar með því að fiskurinn blæs upp og það eru engir flekkir tengdir þeim sjúkdómi. Síðan eiga þeir til að fá hvítblettaveiki (sem ekki virðist vera vandamálið hér) eða eitthvað annað sníkjudýr (parasite) sem þá yfirleitt skjóta upp kollinum ef nýjum fiskum hefur verið bætt í búrið. Ég myndi alla vega giska á að þetta sé eitthvert sníkjudýr og prófa hefðbundna meðhöndlun gegn þeim. Fyrst myndi ég skipta aftur um vatn ca 50 % og salta með venjulegi salti í ca 0.1 %, hækka hitastigið í ca 26-27 C og setja í meðal gegn hvítblettaveiki sem einnig tekur önnur sníkjudýr eins og Costia (t.d. White spot control frá King British).

kveðja,
einar
Post Reply