var að færa fiskana hjá mér yfir í stærra búr og tek þá eftir því að einn humarinn er með milljón egg undir sér.
nú á ég 2 svona fallax, á ég að taka hinn humarinn og setja hann í stærra búrið þannig að þessi með eggin sé einn? búrið sem þeir eru í núna er ca. 60L
þá er ég aðalega að pæla hvort hann myndi annars éta afkvæmin.
hvenær get ég tekið mömmuna frá afkvæmunum svo hún éti þau ekki ?
þarf ég að gefa þeim eitthvað spes að borða?
er eitthvað svona "nammi" sem ég get gefið þessum fullorðnu humrum, annað en rusl af botninum ?
Fallax humar ræktun ?
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 12
- Joined: 12 May 2013, 21:53
Re: Fallax humar ræktun ?
las einhverstaðar að þeir éti gulrætur, spurning hvort það eigi að sjóða þær fyrst ?
Re: Fallax humar ræktun ?
Þeir éta allt sem þú gefur þeim, mínir fengu reglulega gúrku og átu hana með bestu lyst en þú getur líka keypt botntöflur í öllum gæludýrabúðum sem þeir éta líka.
varðandi það að færa afkvæmin frá fullorðnu humrunum, þá þarftu ekkert mikið að gera það, það verða jú alltaf einhver afföll en miðað við mína reynslu komst alltaf slatti upp þótt þær væru allir saman. aðalmálið er bara að vera með nóg af felustöðum
varðandi það að færa afkvæmin frá fullorðnu humrunum, þá þarftu ekkert mikið að gera það, það verða jú alltaf einhver afföll en miðað við mína reynslu komst alltaf slatti upp þótt þær væru allir saman. aðalmálið er bara að vera með nóg af felustöðum
-
- Posts: 12
- Joined: 12 May 2013, 21:53
Re: Fallax humar ræktun ?
geta rækjur lifað með þeim? eða er málið bara að hafa nóg af felustöðum ?
Re: Fallax humar ræktun ?
nei ég gaf þeim bara gúrkubita eins og hann kom fyrir sig, humrarnir myndu éta rækjurnar, eins og flest annað sem fer með þeim
-
- Posts: 12
- Joined: 12 May 2013, 21:53
Re: Fallax humar ræktun ?
Hvað eru hrognin lengi að klekjast?
hann er búinn að vera með þau í 2 vikur undir sér á morgun
hann er búinn að vera með þau í 2 vikur undir sér á morgun
Re: Fallax humar ræktun ?
Hún hefur þá hangandi á sér þangað til þeir eru orðnir nógu
stórir til að fara sjálfir.
Þarft ekkert að taka þá frá þegar þeir sleppa,
nema þú viljir eiga 300 humra..
Ég er með mína alla saman.
Þarft ekki að taka hinn humarinn frá.
Hafðu bara nóg af grjóti svo allir hafi sinn felustað,
sand eða smágerða möl í botninn.
Þeim finnst gaman að grafa.
Getur gefið þeim smá rækjubita, fiskafóður,
gróður út öðru fiskabúri, bara hvað sem er.
Bara litla bita af fisk eða rækju svo vatnið mengist ekki,
myndi heldur ekki hafa rækjur með humrunum,
þeir eru miklu stærri en þær og geta auðveldlega drepið þær.
stórir til að fara sjálfir.
Þarft ekkert að taka þá frá þegar þeir sleppa,
nema þú viljir eiga 300 humra..
Ég er með mína alla saman.
Þarft ekki að taka hinn humarinn frá.
Hafðu bara nóg af grjóti svo allir hafi sinn felustað,
sand eða smágerða möl í botninn.
Þeim finnst gaman að grafa.
Getur gefið þeim smá rækjubita, fiskafóður,
gróður út öðru fiskabúri, bara hvað sem er.
Bara litla bita af fisk eða rækju svo vatnið mengist ekki,
myndi heldur ekki hafa rækjur með humrunum,
þeir eru miklu stærri en þær og geta auðveldlega drepið þær.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L